Aukin fjárframlög frá KSÍ til barna- og unlingastarfs Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. október 2008 12:18 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Mynd/E. Stefán Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum að auka fjárframlög til barna- og unglingastarfs aðildarfélaga sambandsins auk þess sem frestur vegna framkvæmda samkvæmt leyfiskerfi KSÍ er framlengdur. KSÍ er með þessu að bregðast við breyttum aðstæðum í íslensku efnahagslífi eins og segir í fréttatilkynningu frá sambandinu. Kröfur leyfiskerfisins eru óbreyttar en félögum nú gefinn lengri frestur til að mæta þeim. Allt að 140 milljónir króna verða greiddar til félaganna á þessu og næsta ári. Knattspyrnusamband Evrópu leggur 30 milljónir til á þessu ári og KSÍ bætir við 40 milljónum. Tilkynninguna má lesa hér: „Á fundi stjórnar KSÍ 28. október 2008 var ákveðið að bregðast við gjörbreyttum aðstæðum í íslensku efnahagsumhverfi með því að stórauka fjárframlög til barna- og unglingastarfs aðildarfélaga sambandsins auk þess sem veittur verður lengri tími til að uppfylla veigamestu þætti í uppbyggingu mannvirkja fyrir áhorfendur skv. leyfiskerfi KSÍ. Það er von KSÍ að þessar ákvarðanir komi sér vel í rekstri aðildarfélaganna. Samþykkt var að veita allt að 140 m. kr. til barna- og unglingastarfs íslenskra knattspyrnufélaga á þessu og næsta ári. Á næstu vikum koma til greiðslu 70 m. kr. fyrir árið 2008 og sama upphæð verður greidd út í lok næsta árs fyrir starfsárið 2009. Knattspyrnusamband Evópu (UEFA) leggur KSÍ til um 30 milljónir króna vegna barna - og unglingastarfs á árinu 2008 og ákvað stjórn KSÍ að leggja til um 40 milljónir til viðbótar þannig að heildarframlag árið 2008 verður því um 70 milljónir króna. Með stórauknu framlagi til barna - og unglingastarfs vill KSÍ standa vörð um hið mikilvæga uppeldisstarf aðildarfélaganna. Úthlutun til einstakra félaga og forsendur framlaga til barna - og unglingastarfs má sjá á meðfylgjandi skjali. Jafnframt samþykkti stjórn sambandsins að leita samþykktar UEFA við því að lengja aðlögunartíma aðildarfélaga er undirgangast leyfiskerfi KSÍ að mannvirkjaákvæðum kerfisins til ársins 2012 í stað ársins 2010. Í mannvirkjakafla leyfiskerfis KSÍ er kveðið á um lágmarks sætafjölda fyrir áhorfendur og yfirbyggingu á áhorfendastúku. Þar er veittur möguleiki á undanþágu frá þeim reglum allt til ársins 2010 að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Samþykkt stjórnar KSÍ hefur þá þýðingu að möguleiki á undanþágu er framlengdur til upphafs keppnistímabilsins 2012 en með þessu vonast stjórn KSÍ til þess að komið sé til móts við sjónarmið aðildarfélaga KSÍ og sveitarfélaga um að draga úr fjárútlátum til mannvirkjagerðar á meðan óvissuástand ríkir. Jafnframt vonast stjórn KSÍ að ákvörðun þessi skapi betri möguleika fyrir sveitarfélög til þess að standa enn betur að baki rekstri knattspyrnufélaga í landinu. Knattspyrnusamband Íslands tekur undir áskorun menntamálaráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sem hún sendi frá sér í síðustu viku um eflingu íþróttastarfs vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi í íslensku þjóðfélagi. Aðildarfélög eru hvött til að eiga fund með stjórnendum sinna sveitarfélaga og setja upp aðgerðaráætlun sem hrint verði í framkvæmd strax á næstu dögum eða vikum með það að markmiði að auka enn frekar möguleika barna - og unglinga á skipulögðu starfi knattspyrnuhreyfingarinnar. Markmiðið hlýtur að vera að allir fái tækifæri til að vera með óháð efnahag eða félagslegri stöðu og því er mikilvægt að allir taki höndum saman og tryggi aðgang barna - og unglinga að starfsemi knattspyrnufélaganna." Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Sjá meira
Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum að auka fjárframlög til barna- og unglingastarfs aðildarfélaga sambandsins auk þess sem frestur vegna framkvæmda samkvæmt leyfiskerfi KSÍ er framlengdur. KSÍ er með þessu að bregðast við breyttum aðstæðum í íslensku efnahagslífi eins og segir í fréttatilkynningu frá sambandinu. Kröfur leyfiskerfisins eru óbreyttar en félögum nú gefinn lengri frestur til að mæta þeim. Allt að 140 milljónir króna verða greiddar til félaganna á þessu og næsta ári. Knattspyrnusamband Evrópu leggur 30 milljónir til á þessu ári og KSÍ bætir við 40 milljónum. Tilkynninguna má lesa hér: „Á fundi stjórnar KSÍ 28. október 2008 var ákveðið að bregðast við gjörbreyttum aðstæðum í íslensku efnahagsumhverfi með því að stórauka fjárframlög til barna- og unglingastarfs aðildarfélaga sambandsins auk þess sem veittur verður lengri tími til að uppfylla veigamestu þætti í uppbyggingu mannvirkja fyrir áhorfendur skv. leyfiskerfi KSÍ. Það er von KSÍ að þessar ákvarðanir komi sér vel í rekstri aðildarfélaganna. Samþykkt var að veita allt að 140 m. kr. til barna- og unglingastarfs íslenskra knattspyrnufélaga á þessu og næsta ári. Á næstu vikum koma til greiðslu 70 m. kr. fyrir árið 2008 og sama upphæð verður greidd út í lok næsta árs fyrir starfsárið 2009. Knattspyrnusamband Evópu (UEFA) leggur KSÍ til um 30 milljónir króna vegna barna - og unglingastarfs á árinu 2008 og ákvað stjórn KSÍ að leggja til um 40 milljónir til viðbótar þannig að heildarframlag árið 2008 verður því um 70 milljónir króna. Með stórauknu framlagi til barna - og unglingastarfs vill KSÍ standa vörð um hið mikilvæga uppeldisstarf aðildarfélaganna. Úthlutun til einstakra félaga og forsendur framlaga til barna - og unglingastarfs má sjá á meðfylgjandi skjali. Jafnframt samþykkti stjórn sambandsins að leita samþykktar UEFA við því að lengja aðlögunartíma aðildarfélaga er undirgangast leyfiskerfi KSÍ að mannvirkjaákvæðum kerfisins til ársins 2012 í stað ársins 2010. Í mannvirkjakafla leyfiskerfis KSÍ er kveðið á um lágmarks sætafjölda fyrir áhorfendur og yfirbyggingu á áhorfendastúku. Þar er veittur möguleiki á undanþágu frá þeim reglum allt til ársins 2010 að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Samþykkt stjórnar KSÍ hefur þá þýðingu að möguleiki á undanþágu er framlengdur til upphafs keppnistímabilsins 2012 en með þessu vonast stjórn KSÍ til þess að komið sé til móts við sjónarmið aðildarfélaga KSÍ og sveitarfélaga um að draga úr fjárútlátum til mannvirkjagerðar á meðan óvissuástand ríkir. Jafnframt vonast stjórn KSÍ að ákvörðun þessi skapi betri möguleika fyrir sveitarfélög til þess að standa enn betur að baki rekstri knattspyrnufélaga í landinu. Knattspyrnusamband Íslands tekur undir áskorun menntamálaráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sem hún sendi frá sér í síðustu viku um eflingu íþróttastarfs vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi í íslensku þjóðfélagi. Aðildarfélög eru hvött til að eiga fund með stjórnendum sinna sveitarfélaga og setja upp aðgerðaráætlun sem hrint verði í framkvæmd strax á næstu dögum eða vikum með það að markmiði að auka enn frekar möguleika barna - og unglinga á skipulögðu starfi knattspyrnuhreyfingarinnar. Markmiðið hlýtur að vera að allir fái tækifæri til að vera með óháð efnahag eða félagslegri stöðu og því er mikilvægt að allir taki höndum saman og tryggi aðgang barna - og unglinga að starfsemi knattspyrnufélaganna."
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Sjá meira