Aukin fjárframlög frá KSÍ til barna- og unlingastarfs Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. október 2008 12:18 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Mynd/E. Stefán Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum að auka fjárframlög til barna- og unglingastarfs aðildarfélaga sambandsins auk þess sem frestur vegna framkvæmda samkvæmt leyfiskerfi KSÍ er framlengdur. KSÍ er með þessu að bregðast við breyttum aðstæðum í íslensku efnahagslífi eins og segir í fréttatilkynningu frá sambandinu. Kröfur leyfiskerfisins eru óbreyttar en félögum nú gefinn lengri frestur til að mæta þeim. Allt að 140 milljónir króna verða greiddar til félaganna á þessu og næsta ári. Knattspyrnusamband Evrópu leggur 30 milljónir til á þessu ári og KSÍ bætir við 40 milljónum. Tilkynninguna má lesa hér: „Á fundi stjórnar KSÍ 28. október 2008 var ákveðið að bregðast við gjörbreyttum aðstæðum í íslensku efnahagsumhverfi með því að stórauka fjárframlög til barna- og unglingastarfs aðildarfélaga sambandsins auk þess sem veittur verður lengri tími til að uppfylla veigamestu þætti í uppbyggingu mannvirkja fyrir áhorfendur skv. leyfiskerfi KSÍ. Það er von KSÍ að þessar ákvarðanir komi sér vel í rekstri aðildarfélaganna. Samþykkt var að veita allt að 140 m. kr. til barna- og unglingastarfs íslenskra knattspyrnufélaga á þessu og næsta ári. Á næstu vikum koma til greiðslu 70 m. kr. fyrir árið 2008 og sama upphæð verður greidd út í lok næsta árs fyrir starfsárið 2009. Knattspyrnusamband Evópu (UEFA) leggur KSÍ til um 30 milljónir króna vegna barna - og unglingastarfs á árinu 2008 og ákvað stjórn KSÍ að leggja til um 40 milljónir til viðbótar þannig að heildarframlag árið 2008 verður því um 70 milljónir króna. Með stórauknu framlagi til barna - og unglingastarfs vill KSÍ standa vörð um hið mikilvæga uppeldisstarf aðildarfélaganna. Úthlutun til einstakra félaga og forsendur framlaga til barna - og unglingastarfs má sjá á meðfylgjandi skjali. Jafnframt samþykkti stjórn sambandsins að leita samþykktar UEFA við því að lengja aðlögunartíma aðildarfélaga er undirgangast leyfiskerfi KSÍ að mannvirkjaákvæðum kerfisins til ársins 2012 í stað ársins 2010. Í mannvirkjakafla leyfiskerfis KSÍ er kveðið á um lágmarks sætafjölda fyrir áhorfendur og yfirbyggingu á áhorfendastúku. Þar er veittur möguleiki á undanþágu frá þeim reglum allt til ársins 2010 að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Samþykkt stjórnar KSÍ hefur þá þýðingu að möguleiki á undanþágu er framlengdur til upphafs keppnistímabilsins 2012 en með þessu vonast stjórn KSÍ til þess að komið sé til móts við sjónarmið aðildarfélaga KSÍ og sveitarfélaga um að draga úr fjárútlátum til mannvirkjagerðar á meðan óvissuástand ríkir. Jafnframt vonast stjórn KSÍ að ákvörðun þessi skapi betri möguleika fyrir sveitarfélög til þess að standa enn betur að baki rekstri knattspyrnufélaga í landinu. Knattspyrnusamband Íslands tekur undir áskorun menntamálaráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sem hún sendi frá sér í síðustu viku um eflingu íþróttastarfs vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi í íslensku þjóðfélagi. Aðildarfélög eru hvött til að eiga fund með stjórnendum sinna sveitarfélaga og setja upp aðgerðaráætlun sem hrint verði í framkvæmd strax á næstu dögum eða vikum með það að markmiði að auka enn frekar möguleika barna - og unglinga á skipulögðu starfi knattspyrnuhreyfingarinnar. Markmiðið hlýtur að vera að allir fái tækifæri til að vera með óháð efnahag eða félagslegri stöðu og því er mikilvægt að allir taki höndum saman og tryggi aðgang barna - og unglinga að starfsemi knattspyrnufélaganna." Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum að auka fjárframlög til barna- og unglingastarfs aðildarfélaga sambandsins auk þess sem frestur vegna framkvæmda samkvæmt leyfiskerfi KSÍ er framlengdur. KSÍ er með þessu að bregðast við breyttum aðstæðum í íslensku efnahagslífi eins og segir í fréttatilkynningu frá sambandinu. Kröfur leyfiskerfisins eru óbreyttar en félögum nú gefinn lengri frestur til að mæta þeim. Allt að 140 milljónir króna verða greiddar til félaganna á þessu og næsta ári. Knattspyrnusamband Evrópu leggur 30 milljónir til á þessu ári og KSÍ bætir við 40 milljónum. Tilkynninguna má lesa hér: „Á fundi stjórnar KSÍ 28. október 2008 var ákveðið að bregðast við gjörbreyttum aðstæðum í íslensku efnahagsumhverfi með því að stórauka fjárframlög til barna- og unglingastarfs aðildarfélaga sambandsins auk þess sem veittur verður lengri tími til að uppfylla veigamestu þætti í uppbyggingu mannvirkja fyrir áhorfendur skv. leyfiskerfi KSÍ. Það er von KSÍ að þessar ákvarðanir komi sér vel í rekstri aðildarfélaganna. Samþykkt var að veita allt að 140 m. kr. til barna- og unglingastarfs íslenskra knattspyrnufélaga á þessu og næsta ári. Á næstu vikum koma til greiðslu 70 m. kr. fyrir árið 2008 og sama upphæð verður greidd út í lok næsta árs fyrir starfsárið 2009. Knattspyrnusamband Evópu (UEFA) leggur KSÍ til um 30 milljónir króna vegna barna - og unglingastarfs á árinu 2008 og ákvað stjórn KSÍ að leggja til um 40 milljónir til viðbótar þannig að heildarframlag árið 2008 verður því um 70 milljónir króna. Með stórauknu framlagi til barna - og unglingastarfs vill KSÍ standa vörð um hið mikilvæga uppeldisstarf aðildarfélaganna. Úthlutun til einstakra félaga og forsendur framlaga til barna - og unglingastarfs má sjá á meðfylgjandi skjali. Jafnframt samþykkti stjórn sambandsins að leita samþykktar UEFA við því að lengja aðlögunartíma aðildarfélaga er undirgangast leyfiskerfi KSÍ að mannvirkjaákvæðum kerfisins til ársins 2012 í stað ársins 2010. Í mannvirkjakafla leyfiskerfis KSÍ er kveðið á um lágmarks sætafjölda fyrir áhorfendur og yfirbyggingu á áhorfendastúku. Þar er veittur möguleiki á undanþágu frá þeim reglum allt til ársins 2010 að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Samþykkt stjórnar KSÍ hefur þá þýðingu að möguleiki á undanþágu er framlengdur til upphafs keppnistímabilsins 2012 en með þessu vonast stjórn KSÍ til þess að komið sé til móts við sjónarmið aðildarfélaga KSÍ og sveitarfélaga um að draga úr fjárútlátum til mannvirkjagerðar á meðan óvissuástand ríkir. Jafnframt vonast stjórn KSÍ að ákvörðun þessi skapi betri möguleika fyrir sveitarfélög til þess að standa enn betur að baki rekstri knattspyrnufélaga í landinu. Knattspyrnusamband Íslands tekur undir áskorun menntamálaráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sem hún sendi frá sér í síðustu viku um eflingu íþróttastarfs vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi í íslensku þjóðfélagi. Aðildarfélög eru hvött til að eiga fund með stjórnendum sinna sveitarfélaga og setja upp aðgerðaráætlun sem hrint verði í framkvæmd strax á næstu dögum eða vikum með það að markmiði að auka enn frekar möguleika barna - og unglinga á skipulögðu starfi knattspyrnuhreyfingarinnar. Markmiðið hlýtur að vera að allir fái tækifæri til að vera með óháð efnahag eða félagslegri stöðu og því er mikilvægt að allir taki höndum saman og tryggi aðgang barna - og unglinga að starfsemi knattspyrnufélaganna."
Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann