Parker með 55 stig og flautukörfu í ótrúlegum sigri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. nóvember 2008 09:17 Tony Parker átti stórleik í nótt. Nordic Photos / Getty Images Tony Parker bætti sitt persónulega met í NBA-deildinni er hann skoraði 55 stig og skoraði flautukörfu í ótrúlegum sigri San Antonio á Minnesota, 129-125, í tvíframlengdum leik í NBA-deildinni. Þrettán leikir fóru fram í deildinni í nótt. Al Jefferson kom Minnesota í 116-114 þegar aðeins 2,5 sekúndur voru eftir af fyrstu framlengingunni í leiknum. Parker fékk svo sendinguna sem kom fram á völlinn og jafnaði leikinn um leið og leiktíminn rann út. Þetta var fyrsti sigur San Antonio í deildinni í haust en Parker átti stórleik. Hann hitti úr 22 af 36 skotum, skoraði 55 stig, gaf tíu stoðsendingar og tók sjö fráköst. Tim Duncan var með 30 stig og sextán fráköst og Roger Mason var með 26 stig. Hjá Minnesota var Jefferson stigahæstur með 30 stig og fjórtán fráköst og Mike Miller var með 25 stig. Enn verður bið á því að Allen Iverson spili með Detroit sem vann Toronto í nótt, 100-93. Skiptin við Denver gátu ekki gengið endanlega í gegn fyrir leikinn þar sem Chauncey Billups átti eftir að klára læknisskoðun sína hjá Denver. Detroit er enn ósigrað í deildinni en Tayshaun Prince skoraði 27 stig í leiknum í nótt. Dwyane Wade skoraði 29 stig og Mario Chalmers stal hvorki fleiri né færri en níu boltum er Miami vann Philadelphia, 106-83. Þá vann Boston lið Oklahoma, 96-83. Paul Pierce var með 20 stig fyrir Boston. Amare Stoudemire fór á kostum er Phoenix sem vann Indiana, 113-103, á útivelli. Stoudemire nýtti 17 af 21 skoti sínu utan af velli og öll fimmtán vítaköstin sín. Hann var alls með 49 stig. LeBron James skoraði 41 stig fyrir Cleveland sem vann Chicago, 107-93. Öll úrslit í nótt: Indiana - Phoenix 103-113 Toronto - Detroit 93-100Miami - Philadelphia 106-83New York - Charlotte 101-98Cleveland - Chicago 107-93Milwaukee - Washington 112-104 Minnesota - San Antonio 125-129 New Orleans - Atlanta 79-87 Oklahoma City - Boston 83-96Utah - Portland 103-96Sacramento - Memphis 100-95Golden State - Denver 111-101LA Lakers - LA Clippers 106-88 NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Leik lokið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira
Tony Parker bætti sitt persónulega met í NBA-deildinni er hann skoraði 55 stig og skoraði flautukörfu í ótrúlegum sigri San Antonio á Minnesota, 129-125, í tvíframlengdum leik í NBA-deildinni. Þrettán leikir fóru fram í deildinni í nótt. Al Jefferson kom Minnesota í 116-114 þegar aðeins 2,5 sekúndur voru eftir af fyrstu framlengingunni í leiknum. Parker fékk svo sendinguna sem kom fram á völlinn og jafnaði leikinn um leið og leiktíminn rann út. Þetta var fyrsti sigur San Antonio í deildinni í haust en Parker átti stórleik. Hann hitti úr 22 af 36 skotum, skoraði 55 stig, gaf tíu stoðsendingar og tók sjö fráköst. Tim Duncan var með 30 stig og sextán fráköst og Roger Mason var með 26 stig. Hjá Minnesota var Jefferson stigahæstur með 30 stig og fjórtán fráköst og Mike Miller var með 25 stig. Enn verður bið á því að Allen Iverson spili með Detroit sem vann Toronto í nótt, 100-93. Skiptin við Denver gátu ekki gengið endanlega í gegn fyrir leikinn þar sem Chauncey Billups átti eftir að klára læknisskoðun sína hjá Denver. Detroit er enn ósigrað í deildinni en Tayshaun Prince skoraði 27 stig í leiknum í nótt. Dwyane Wade skoraði 29 stig og Mario Chalmers stal hvorki fleiri né færri en níu boltum er Miami vann Philadelphia, 106-83. Þá vann Boston lið Oklahoma, 96-83. Paul Pierce var með 20 stig fyrir Boston. Amare Stoudemire fór á kostum er Phoenix sem vann Indiana, 113-103, á útivelli. Stoudemire nýtti 17 af 21 skoti sínu utan af velli og öll fimmtán vítaköstin sín. Hann var alls með 49 stig. LeBron James skoraði 41 stig fyrir Cleveland sem vann Chicago, 107-93. Öll úrslit í nótt: Indiana - Phoenix 103-113 Toronto - Detroit 93-100Miami - Philadelphia 106-83New York - Charlotte 101-98Cleveland - Chicago 107-93Milwaukee - Washington 112-104 Minnesota - San Antonio 125-129 New Orleans - Atlanta 79-87 Oklahoma City - Boston 83-96Utah - Portland 103-96Sacramento - Memphis 100-95Golden State - Denver 111-101LA Lakers - LA Clippers 106-88
NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Leik lokið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn