Parker með 55 stig og flautukörfu í ótrúlegum sigri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. nóvember 2008 09:17 Tony Parker átti stórleik í nótt. Nordic Photos / Getty Images Tony Parker bætti sitt persónulega met í NBA-deildinni er hann skoraði 55 stig og skoraði flautukörfu í ótrúlegum sigri San Antonio á Minnesota, 129-125, í tvíframlengdum leik í NBA-deildinni. Þrettán leikir fóru fram í deildinni í nótt. Al Jefferson kom Minnesota í 116-114 þegar aðeins 2,5 sekúndur voru eftir af fyrstu framlengingunni í leiknum. Parker fékk svo sendinguna sem kom fram á völlinn og jafnaði leikinn um leið og leiktíminn rann út. Þetta var fyrsti sigur San Antonio í deildinni í haust en Parker átti stórleik. Hann hitti úr 22 af 36 skotum, skoraði 55 stig, gaf tíu stoðsendingar og tók sjö fráköst. Tim Duncan var með 30 stig og sextán fráköst og Roger Mason var með 26 stig. Hjá Minnesota var Jefferson stigahæstur með 30 stig og fjórtán fráköst og Mike Miller var með 25 stig. Enn verður bið á því að Allen Iverson spili með Detroit sem vann Toronto í nótt, 100-93. Skiptin við Denver gátu ekki gengið endanlega í gegn fyrir leikinn þar sem Chauncey Billups átti eftir að klára læknisskoðun sína hjá Denver. Detroit er enn ósigrað í deildinni en Tayshaun Prince skoraði 27 stig í leiknum í nótt. Dwyane Wade skoraði 29 stig og Mario Chalmers stal hvorki fleiri né færri en níu boltum er Miami vann Philadelphia, 106-83. Þá vann Boston lið Oklahoma, 96-83. Paul Pierce var með 20 stig fyrir Boston. Amare Stoudemire fór á kostum er Phoenix sem vann Indiana, 113-103, á útivelli. Stoudemire nýtti 17 af 21 skoti sínu utan af velli og öll fimmtán vítaköstin sín. Hann var alls með 49 stig. LeBron James skoraði 41 stig fyrir Cleveland sem vann Chicago, 107-93. Öll úrslit í nótt: Indiana - Phoenix 103-113 Toronto - Detroit 93-100Miami - Philadelphia 106-83New York - Charlotte 101-98Cleveland - Chicago 107-93Milwaukee - Washington 112-104 Minnesota - San Antonio 125-129 New Orleans - Atlanta 79-87 Oklahoma City - Boston 83-96Utah - Portland 103-96Sacramento - Memphis 100-95Golden State - Denver 111-101LA Lakers - LA Clippers 106-88 NBA Mest lesið Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Tony Parker bætti sitt persónulega met í NBA-deildinni er hann skoraði 55 stig og skoraði flautukörfu í ótrúlegum sigri San Antonio á Minnesota, 129-125, í tvíframlengdum leik í NBA-deildinni. Þrettán leikir fóru fram í deildinni í nótt. Al Jefferson kom Minnesota í 116-114 þegar aðeins 2,5 sekúndur voru eftir af fyrstu framlengingunni í leiknum. Parker fékk svo sendinguna sem kom fram á völlinn og jafnaði leikinn um leið og leiktíminn rann út. Þetta var fyrsti sigur San Antonio í deildinni í haust en Parker átti stórleik. Hann hitti úr 22 af 36 skotum, skoraði 55 stig, gaf tíu stoðsendingar og tók sjö fráköst. Tim Duncan var með 30 stig og sextán fráköst og Roger Mason var með 26 stig. Hjá Minnesota var Jefferson stigahæstur með 30 stig og fjórtán fráköst og Mike Miller var með 25 stig. Enn verður bið á því að Allen Iverson spili með Detroit sem vann Toronto í nótt, 100-93. Skiptin við Denver gátu ekki gengið endanlega í gegn fyrir leikinn þar sem Chauncey Billups átti eftir að klára læknisskoðun sína hjá Denver. Detroit er enn ósigrað í deildinni en Tayshaun Prince skoraði 27 stig í leiknum í nótt. Dwyane Wade skoraði 29 stig og Mario Chalmers stal hvorki fleiri né færri en níu boltum er Miami vann Philadelphia, 106-83. Þá vann Boston lið Oklahoma, 96-83. Paul Pierce var með 20 stig fyrir Boston. Amare Stoudemire fór á kostum er Phoenix sem vann Indiana, 113-103, á útivelli. Stoudemire nýtti 17 af 21 skoti sínu utan af velli og öll fimmtán vítaköstin sín. Hann var alls með 49 stig. LeBron James skoraði 41 stig fyrir Cleveland sem vann Chicago, 107-93. Öll úrslit í nótt: Indiana - Phoenix 103-113 Toronto - Detroit 93-100Miami - Philadelphia 106-83New York - Charlotte 101-98Cleveland - Chicago 107-93Milwaukee - Washington 112-104 Minnesota - San Antonio 125-129 New Orleans - Atlanta 79-87 Oklahoma City - Boston 83-96Utah - Portland 103-96Sacramento - Memphis 100-95Golden State - Denver 111-101LA Lakers - LA Clippers 106-88
NBA Mest lesið Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira