Á Ísland að ganga í Evrópusambandið? Björgvin Guðmundsson skrifar 16. apríl 2008 11:59 Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins vilja 55 %, að Ísland gangi í Evrópusambandið. Þetta er mesta fylgi við aðild að ESB í skoðanakönnun. Geir Haarde, forsætisráðherra Ísland, hefur undanfarna daga verið í heimsókn í höfuðstöðvum ESB í Brussel. Hefur hann m.a. rætt við formann framkvæmdastjórnar ESB, Barroso.Niðurstaðan af viðræðum Geirs við Evrópusambandið er sú, að einhliða upptaka evru gangi ekki. Ef Ísland ætli að taka upp evru verði það að ganga í Evrópusambandið og Myntbandalag Evrópu.Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart .Norðmenn voru búnir að kanna þetta mál fyrir 8-10 árum. Þá fór Bondevik, forsætisráðherra Noregs til Brussel í sömu erindagerðum og Geir Haarde og fékk nákvæmlega sömu svör. Noregur gat ekki fengið að taka upp evru einhliða.Við hefðum því getað sparað okkur allar umræðurnar undanfarið um einhliða upptöku evru. Það gengur ekki. Við verðum að ganga í Evrópusambandið,ef við ætlum að taka upp evru. Hver eru rökin fyrir því að ganga í ESB? Og hver eru rökin á móti aðild? Ísland er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu, EES. Aðild að EES tryggir okkur frelsin fjögur, frjálsa vöruflutninga, frjálsa fjármagnsflutninga, frjálsa flutninga vinnuafls og frjálsa þjónustuflutninga. Margir segja, að þetta dugi Íslendingum. Frjálsir vöuflutningar tryggja okkur aðild að markaði ESB fyrir nær allar okkar sjávarafurðir.Það var eitt mikilvægasta atriði EES samningsins. Frjálsir fjármagnsflutningar skipta einnig miklu máli fyrir okkur.Vegna aðildar okkar að EES tökum við sjálfskrafa upp mikið af tilskipunum ESB og hafa mörg umbótamál verið lögleidd hér af þeim sökum, svo sem á sviði vinnumála og umhverfismála. En hvað vantar þá upp á? Það,sem vantar er að vera með við stjórnarborð ESB. Ísland tekur ekki þátt í þingi og stjórn ESB og kemur lítið að undirbúningi tilskipana. Og Ísland fær ekki að taka upp evru, þar eð við erum ekki í ESB. Helstu rökin fyrir aðild eru því þau að fá aðild að stjórn ESB og Myntbandalagi svo við getum tekið upp evru. Helstu rökin gegn aðild eru þau, að þá yrðum við að taka upp sjávarútvegsstefnu ESB og hleypa fiskiskipum ESB inn í fiskveiðilögsögu okkar. Menn nota það einnig sem röksemd gegn aðild að við séum komnir með nær allan ávinning aðildar gegnum aðildina að EES. Og að við myndum ekki ráða miklu í ESB þó við værum aðilar. Stuðningsmenn aðildar að ESB segja,að þó Ísland gengi í ESB mundi Ísland sitja nær eitt að fiskimiðunum við Ísland. Tekið yrði tillit til fiskveiðireynslu Íslendinga við Íslandsstrendur og Íslendingum úthlutað nær öllum kvótum við Ísland. Þetta kann að vera rétt en úr þessu fæst ekki skorið fyrr en Ísland hefur gerst aðili að ESB. Vægi sjávarútvegs í íslenskum þjóðarbúskap fer minnkandi. Sú staðreynd vinnur með aðild að ESB. Nýjar greinar eins og fjármálageirinn,ferðaiðnaður og áliðnaður sækja á. Það mælir með aðild að ESB. Margir eru að smásnúast til aðildar að ESB af þessum sökum. Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn, sem hefur aðild að ESB á stefnuskrá sinni.Samfylkingin vill,að Ísland ákveði samningsmarkmið sín fyrir samningaviðræður við ESB. Síðan verði látið reyna á þau í samningaviðræðum. Niðurstaðan verði lögð fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu. Norðmenn hafa tvívegis fellt i þjóðaratkvæði að ganga í ESB. Norski Verkamannaflokkurinn vill ganga í ESB en norska stjórnin hefur ekki aðild á stefnuskrá sinni. Eftir næstu kosningar í Noregi gæti aðild komist á dagskrá. Ef Noregur gengur í ESB verður Ísland að fylgja í kjölfarið. Ef Noregur fer úr EFTA og gengur í ESB líður EFTA sennilega undir lok. Hér mun ekkert gerast í þessu máli á yfirstandandi kjörtimabili en málið gæti orðið kosningamál í næstu kosningum.Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Sjá meira
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins vilja 55 %, að Ísland gangi í Evrópusambandið. Þetta er mesta fylgi við aðild að ESB í skoðanakönnun. Geir Haarde, forsætisráðherra Ísland, hefur undanfarna daga verið í heimsókn í höfuðstöðvum ESB í Brussel. Hefur hann m.a. rætt við formann framkvæmdastjórnar ESB, Barroso.Niðurstaðan af viðræðum Geirs við Evrópusambandið er sú, að einhliða upptaka evru gangi ekki. Ef Ísland ætli að taka upp evru verði það að ganga í Evrópusambandið og Myntbandalag Evrópu.Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart .Norðmenn voru búnir að kanna þetta mál fyrir 8-10 árum. Þá fór Bondevik, forsætisráðherra Noregs til Brussel í sömu erindagerðum og Geir Haarde og fékk nákvæmlega sömu svör. Noregur gat ekki fengið að taka upp evru einhliða.Við hefðum því getað sparað okkur allar umræðurnar undanfarið um einhliða upptöku evru. Það gengur ekki. Við verðum að ganga í Evrópusambandið,ef við ætlum að taka upp evru. Hver eru rökin fyrir því að ganga í ESB? Og hver eru rökin á móti aðild? Ísland er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu, EES. Aðild að EES tryggir okkur frelsin fjögur, frjálsa vöruflutninga, frjálsa fjármagnsflutninga, frjálsa flutninga vinnuafls og frjálsa þjónustuflutninga. Margir segja, að þetta dugi Íslendingum. Frjálsir vöuflutningar tryggja okkur aðild að markaði ESB fyrir nær allar okkar sjávarafurðir.Það var eitt mikilvægasta atriði EES samningsins. Frjálsir fjármagnsflutningar skipta einnig miklu máli fyrir okkur.Vegna aðildar okkar að EES tökum við sjálfskrafa upp mikið af tilskipunum ESB og hafa mörg umbótamál verið lögleidd hér af þeim sökum, svo sem á sviði vinnumála og umhverfismála. En hvað vantar þá upp á? Það,sem vantar er að vera með við stjórnarborð ESB. Ísland tekur ekki þátt í þingi og stjórn ESB og kemur lítið að undirbúningi tilskipana. Og Ísland fær ekki að taka upp evru, þar eð við erum ekki í ESB. Helstu rökin fyrir aðild eru því þau að fá aðild að stjórn ESB og Myntbandalagi svo við getum tekið upp evru. Helstu rökin gegn aðild eru þau, að þá yrðum við að taka upp sjávarútvegsstefnu ESB og hleypa fiskiskipum ESB inn í fiskveiðilögsögu okkar. Menn nota það einnig sem röksemd gegn aðild að við séum komnir með nær allan ávinning aðildar gegnum aðildina að EES. Og að við myndum ekki ráða miklu í ESB þó við værum aðilar. Stuðningsmenn aðildar að ESB segja,að þó Ísland gengi í ESB mundi Ísland sitja nær eitt að fiskimiðunum við Ísland. Tekið yrði tillit til fiskveiðireynslu Íslendinga við Íslandsstrendur og Íslendingum úthlutað nær öllum kvótum við Ísland. Þetta kann að vera rétt en úr þessu fæst ekki skorið fyrr en Ísland hefur gerst aðili að ESB. Vægi sjávarútvegs í íslenskum þjóðarbúskap fer minnkandi. Sú staðreynd vinnur með aðild að ESB. Nýjar greinar eins og fjármálageirinn,ferðaiðnaður og áliðnaður sækja á. Það mælir með aðild að ESB. Margir eru að smásnúast til aðildar að ESB af þessum sökum. Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn, sem hefur aðild að ESB á stefnuskrá sinni.Samfylkingin vill,að Ísland ákveði samningsmarkmið sín fyrir samningaviðræður við ESB. Síðan verði látið reyna á þau í samningaviðræðum. Niðurstaðan verði lögð fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu. Norðmenn hafa tvívegis fellt i þjóðaratkvæði að ganga í ESB. Norski Verkamannaflokkurinn vill ganga í ESB en norska stjórnin hefur ekki aðild á stefnuskrá sinni. Eftir næstu kosningar í Noregi gæti aðild komist á dagskrá. Ef Noregur gengur í ESB verður Ísland að fylgja í kjölfarið. Ef Noregur fer úr EFTA og gengur í ESB líður EFTA sennilega undir lok. Hér mun ekkert gerast í þessu máli á yfirstandandi kjörtimabili en málið gæti orðið kosningamál í næstu kosningum.Höfundur er viðskiptafræðingur.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun