Hinn hljóði heimur 30. júlí 2008 00:01 Lent í lok keppnisdags á Hellu. aðsendMynd/Eggert Norðdal „Það hefur oft verið hent gaman að því að ég hafi alltof mörg áhugamál og má til sanns vegar færa. Lífið er bara svo skemmtilegt,“ segir Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands. Svifflug nýtur forgangs hjá Steinþóri yfir sumarið og hefur gert þau 30 ár sem hann hefur stundað það. „Íslenskt sumar býður hins vegar ekki upp á marga góða daga til langflugs. En í sumar hef ég náð að fljúga tvö virkilega góð flug sem eru þau lengstu í hitauppstreymi hér á landi. Annað 370 km langt og hitt 437 km. Á Íslandsmótinu í byrjun júlí kom hins vegar ungur svifflugmaður, Daníel Stefánsson, og rassskellti mig rækilega og vann verðskuldað og setti mig í annað sæti,“ segir Steinþór. Steinþór segir að veðrið í sumar hafi verið frábært til útilegu og sundferða en minna til flugs. „Það gerðist að flugin enduðu á túnum bænda hér og þar sem var mjög gagnlegt til að kynna sér það nýjasta í heyskapartækni,“ segir hann og hlær. Hann segir að svifflugsvertíðin standi frá byrjun maí til loka október. Svifflug er að sögn Steinþórs ódýrt sem flugsport og kostar heldur minna en golf að honum sýnist. „Það er því ekki kostnaðurinn sem stoppar ef menn hafa áhuga á annað borð,“ segir hann. Eftirminnilegasta atvik Steinþórs í flugi varð fyrir allnokkrum árum er hann fyrir asnaskap magalenti í óbyggðum á Mosfellsheiði og gekk frá því óskaddaður og vélin heil. „Það voru a.m.k. tveir englar sem héldu undir vængina hjá mér í þeirri lendingu,“ segir Steinþór. Spurður um önnur áhugamál segist Steinþór lesa heilmikið af bókum um andleg og innri mál og segist duglegur að rækta sinn innri mann. „Margt af þessu hefur mjög hagnýt not í hinum harða heimi viðskiptanna,“ segir hann. Auk þess segir Steinþór það mjög gefandi að spila „old boys“-fótbolta með Stjörnunni og byggja aðra upp með því að leyfa þeim að vinna. „Markmið sumarsins er verðugt -að vera ekki sá lélegasti í hópnum,“ segir hann að lokum. Héðan og þaðan Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Sjá meira
„Það hefur oft verið hent gaman að því að ég hafi alltof mörg áhugamál og má til sanns vegar færa. Lífið er bara svo skemmtilegt,“ segir Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands. Svifflug nýtur forgangs hjá Steinþóri yfir sumarið og hefur gert þau 30 ár sem hann hefur stundað það. „Íslenskt sumar býður hins vegar ekki upp á marga góða daga til langflugs. En í sumar hef ég náð að fljúga tvö virkilega góð flug sem eru þau lengstu í hitauppstreymi hér á landi. Annað 370 km langt og hitt 437 km. Á Íslandsmótinu í byrjun júlí kom hins vegar ungur svifflugmaður, Daníel Stefánsson, og rassskellti mig rækilega og vann verðskuldað og setti mig í annað sæti,“ segir Steinþór. Steinþór segir að veðrið í sumar hafi verið frábært til útilegu og sundferða en minna til flugs. „Það gerðist að flugin enduðu á túnum bænda hér og þar sem var mjög gagnlegt til að kynna sér það nýjasta í heyskapartækni,“ segir hann og hlær. Hann segir að svifflugsvertíðin standi frá byrjun maí til loka október. Svifflug er að sögn Steinþórs ódýrt sem flugsport og kostar heldur minna en golf að honum sýnist. „Það er því ekki kostnaðurinn sem stoppar ef menn hafa áhuga á annað borð,“ segir hann. Eftirminnilegasta atvik Steinþórs í flugi varð fyrir allnokkrum árum er hann fyrir asnaskap magalenti í óbyggðum á Mosfellsheiði og gekk frá því óskaddaður og vélin heil. „Það voru a.m.k. tveir englar sem héldu undir vængina hjá mér í þeirri lendingu,“ segir Steinþór. Spurður um önnur áhugamál segist Steinþór lesa heilmikið af bókum um andleg og innri mál og segist duglegur að rækta sinn innri mann. „Margt af þessu hefur mjög hagnýt not í hinum harða heimi viðskiptanna,“ segir hann. Auk þess segir Steinþór það mjög gefandi að spila „old boys“-fótbolta með Stjörnunni og byggja aðra upp með því að leyfa þeim að vinna. „Markmið sumarsins er verðugt -að vera ekki sá lélegasti í hópnum,“ segir hann að lokum.
Héðan og þaðan Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Sjá meira