Skerpir vitund um hagsmuni Íslands Auðunn Arnórsson skrifar 22. maí 2008 06:00 Líf færðist á ný í yfirgefinn stekkinn á svonefndu varnarsvæði Keflavíkurflugvallar fyrr í mánuðinum, þegar þangað komu á annað hundrað franskir hermenn í þeim erindagjörðum að sinna um sex vikna skeið fyrir hönd Íslands og Atlantshafsbandalagsins eftirliti með hinu hátt í milljón ferkílómetra stóra loftvarnasvæði Íslands. Til þessa verkefnis hafa Frakkarnir fjórar Mirage-orrustuþotur, það er sambærilegan búnað og bandaríska varnarliðið hafði síðustu árin sem það dvaldi hér á landi. Tvö ár eru nú liðin síðan bandarísku F-15-þoturnar fjórar og þyrlubjörgunarsveitin sem þeim fylgdi héldu héðan fyrir fullt og allt. Hið svonefnda loftrýmiseftirlit er framkvæmt í nafni þess að enginn hluti loftrýmis NATO megi vera alveg loftvarnalaus. Að beiðni íslenzkra stjórnvalda samþykkti yfirstjórn NATO síðastliðið sumar að á ársfjórðungsfresti að jafnaði myndu þotur úr her annars NATO-ríkis annast virkt loftrýmiseftirlit hér á landi í um þriggja vikna skeið í senn. Auk Frakka hafa Danir, Norðmenn, Spánverjar, Pólverjar og fleiri flughersvæddar NATO-þjóðir lýst sig reiðubúnar að taka þátt í loftrýmisgæzlunni hér. Þetta fyrirkomulag skerpir vitund bandalagsþjóða okkar fyrir varnarþörfum Íslands. Það eitt er mikils virði að teknu tilliti til þess að evrópsku NATO-þjóðirnar vöndust því í hálfa öld að þær þyrftu ekki að gefa varnarþörfum Íslands gaum vegna þess að Bandaríkjamenn „sáu alveg um" herlausa eyríkið í norðri. En það vinnst annað og meira með þessu fyrirkomulagi. Það skerpir ekki aðeins vitund bandalagsþjóða okkar í Evrópu fyrir varnarhagsmunum Íslands, heldur skerpir það vitund þeirra fyrir hagsmunum Íslands í víðara samhengi. Að ráðamenn Evrópuríkja skuli ákveða að verja skattfé borgara sinna til að taka þátt í að tryggja öryggi Íslands með þessum virka hætti eru skýr skilaboð um að þeir láti sig þessa hagsmuni varða í reynd. Þannig tengir þetta fyrirkomulag Ísland heimaálfu sinni Evrópu styrkari böndum en áratugina sem það var undir sýnilegum verndarvæng Bandaríkjanna. Þótt sá verndarvængur teljist reyndar enn vera fyrir hendi þar sem varnarsamningurinn við Bandaríkin er enn í gildi, þá er hann ekki lengur sýnilegur á friðartímum. Þess vegna hefur þetta loftrýmiseftirlit nú verið tekið upp. Loks skerpir þetta fyrirkomulag vitund Íslendinga um að það er eðlilegur hluti af tilvist fullvalda þjóðar að annast varnir sínar sjálf, að svo miklu leyti sem það er framkvæmanlegt í herlausu landi. Áætlaður rekstrarkostnaður Ratsjárstofnunar og það sem á fjárlögum er gert ráð fyrir að varið verði til kostnaðarþátttöku í loftrýmiseftirliti árlega nemur samtals um milljarði króna. Sumum kann að þykja það há upphæð en miðað við það sem grannþjóðir okkar verja til loftvarna sinna og annarra varna yfirleitt er þessi upphæð smáaurar. Hún er að minnsta kosti lítilvæg í samanburði við ávinninginn sem þjóðin hefur af aðildinni að Atlantshafsbandalaginu og þeim nánu samherjatengslum sem hún skapar við þjóðirnar sem næst okkur standa beggja vegna Atlantshafs. Fyrirkomulag loftrýmiseftirlitsins skerpir vitund bandalagsþjóða okkar í Evrópu fyrir hagsmunum Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Líf færðist á ný í yfirgefinn stekkinn á svonefndu varnarsvæði Keflavíkurflugvallar fyrr í mánuðinum, þegar þangað komu á annað hundrað franskir hermenn í þeim erindagjörðum að sinna um sex vikna skeið fyrir hönd Íslands og Atlantshafsbandalagsins eftirliti með hinu hátt í milljón ferkílómetra stóra loftvarnasvæði Íslands. Til þessa verkefnis hafa Frakkarnir fjórar Mirage-orrustuþotur, það er sambærilegan búnað og bandaríska varnarliðið hafði síðustu árin sem það dvaldi hér á landi. Tvö ár eru nú liðin síðan bandarísku F-15-þoturnar fjórar og þyrlubjörgunarsveitin sem þeim fylgdi héldu héðan fyrir fullt og allt. Hið svonefnda loftrýmiseftirlit er framkvæmt í nafni þess að enginn hluti loftrýmis NATO megi vera alveg loftvarnalaus. Að beiðni íslenzkra stjórnvalda samþykkti yfirstjórn NATO síðastliðið sumar að á ársfjórðungsfresti að jafnaði myndu þotur úr her annars NATO-ríkis annast virkt loftrýmiseftirlit hér á landi í um þriggja vikna skeið í senn. Auk Frakka hafa Danir, Norðmenn, Spánverjar, Pólverjar og fleiri flughersvæddar NATO-þjóðir lýst sig reiðubúnar að taka þátt í loftrýmisgæzlunni hér. Þetta fyrirkomulag skerpir vitund bandalagsþjóða okkar fyrir varnarþörfum Íslands. Það eitt er mikils virði að teknu tilliti til þess að evrópsku NATO-þjóðirnar vöndust því í hálfa öld að þær þyrftu ekki að gefa varnarþörfum Íslands gaum vegna þess að Bandaríkjamenn „sáu alveg um" herlausa eyríkið í norðri. En það vinnst annað og meira með þessu fyrirkomulagi. Það skerpir ekki aðeins vitund bandalagsþjóða okkar í Evrópu fyrir varnarhagsmunum Íslands, heldur skerpir það vitund þeirra fyrir hagsmunum Íslands í víðara samhengi. Að ráðamenn Evrópuríkja skuli ákveða að verja skattfé borgara sinna til að taka þátt í að tryggja öryggi Íslands með þessum virka hætti eru skýr skilaboð um að þeir láti sig þessa hagsmuni varða í reynd. Þannig tengir þetta fyrirkomulag Ísland heimaálfu sinni Evrópu styrkari böndum en áratugina sem það var undir sýnilegum verndarvæng Bandaríkjanna. Þótt sá verndarvængur teljist reyndar enn vera fyrir hendi þar sem varnarsamningurinn við Bandaríkin er enn í gildi, þá er hann ekki lengur sýnilegur á friðartímum. Þess vegna hefur þetta loftrýmiseftirlit nú verið tekið upp. Loks skerpir þetta fyrirkomulag vitund Íslendinga um að það er eðlilegur hluti af tilvist fullvalda þjóðar að annast varnir sínar sjálf, að svo miklu leyti sem það er framkvæmanlegt í herlausu landi. Áætlaður rekstrarkostnaður Ratsjárstofnunar og það sem á fjárlögum er gert ráð fyrir að varið verði til kostnaðarþátttöku í loftrýmiseftirliti árlega nemur samtals um milljarði króna. Sumum kann að þykja það há upphæð en miðað við það sem grannþjóðir okkar verja til loftvarna sinna og annarra varna yfirleitt er þessi upphæð smáaurar. Hún er að minnsta kosti lítilvæg í samanburði við ávinninginn sem þjóðin hefur af aðildinni að Atlantshafsbandalaginu og þeim nánu samherjatengslum sem hún skapar við þjóðirnar sem næst okkur standa beggja vegna Atlantshafs. Fyrirkomulag loftrýmiseftirlitsins skerpir vitund bandalagsþjóða okkar í Evrópu fyrir hagsmunum Íslands.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun