Fram og ÍA komust áfram í undanúrslit Lengjubikarkeppni karla og mæta þar Val og Breiðabliki.
Fram vann 2-1 sigur á FH með mörkum Paul McShane og Hjálmar Þórarinssonar sem komu Fram í 2-0. Matthías Vilhjálmsson skoraði mark FH.
ÍA vann öruggan 3-0 sigur á KR þar sem Gunnlaugur Jónsson fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiksins gegn sínum gömlu félögum.
Bjarni Guðjónsson skoraði fyrsta mark ÍA strax á fyrstu mínútu og Björn Bergmann Sigurðarson bætti við öðru undir lok fyrri hálfleiksins.
Þriðja mark ÍA var svo sjálfsmark KR-inga.
Valur mætir ÍA í undanúrslitum í Kórnum á fimmtudaginn kemur klukkan 14.00. Síðar um daginn, kl. 19.00, mætast Fram og Breiðablik í hinum undanúrslitaleiknum.
Úrslitaleikurinn fer svo fram þann 1. maí.
Heimild: Fótbolti.net.