KR-ingar áttu 10 af 11 bestu leikmönnum vallarins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2008 08:30 Það er athyglisvert að skoða tölfræðina úr leik KR og Njarðvíkur í Iceland Express deildinni í gær þar sem heimamenn í KR unnu 55 stiga sigur á gestunum úr Njarðvík, 103-48. Það er sama hvar er litið því yfirburðir KR-inga voru ótrúlegir þrátt fyrir að bara einn byrjunarliðsmaður liðsins hafi náð að spila í 20 mínútur - fyrirliðinn Fannar Ólafsson. Þegar upp var staðið þá voru 10 af 11 bestu leikmönnum vallarins í KR-búningi en þá er litið á framlag þeirra til síns liðs. Njarðvíkingurinn Friðrik Stefánsson (18 í framlagi) var í 2. sæti á eftir Jason Dourisseau (20 á 15 mínútum) en KR-ingar skipuðu síðan tíu næstu sæti. Næsti Njarðvíkingur á lista var Hjörtur Hrafn Einarsson sem var með tólfta hæsta framlagið í þessum sögulega leik. Þegar litið er á hvert framlag leikmanna væri ef þeir hefðu skilað sömu tölum og spilað allan leikinn þá eru KR-ingar einráðir enda eiga þeir þar sjö efstu menn þar af voru þrír þeirra, Jason Dourisseau (53,3), Darri Hilmarsson (35,8) og Jón Arnór Stefánsson (31,1) yfir þrjátíu í framlagi á hverjar 40 mínútur. Friðrik Stefánsson (18 stig, 14 fráköst) bar af í liði Njarðvíkur en hinir landsliðsmennirnir Logi Gunnarsson og Magnús Þór Gunnarsson sáu ekki til sólar í þessum leik. Logi skoraði ekki sín fyrstu stig fyrr en Njarðvík var komið 30 stigum undir og Magnús Þór Gunnarsson klikkaði á öllum sjö skotum sínum utan af velli. Magnús Þór var í 16. sæti yfir hæsta framlagið í þessum leik en Logi var aðeins í 19. til 22. sæti ásamt þremur öðrum félögum sínum í liðinu. Logi var einn af sex leikmönnum liðsins þar framlag þeirra til leiksins var neikvætt. Byrjunarlið KR lék aðeins í samtals 90 mínútur í leiknum en náði samt að skora 15 stigum meira (56-41) en byrjunarlið Njarðvíkur sem lék í samtals 137 mínútur. KR-bekkurinn skoraði síðan 47 stig á móti aðeins 7 stigum frá bekk Njarðvíkur. KR hitti úr 55 prósent af skotum sínum (41 af 75) á meðan þeir héldu Njarðvíkurliðinu í aðeins 26 prósent skotnýtingu (13 af 50). Njarðvík nýtti aðeins 2 af 18 þriggja stiga skotum sínum (11,1 prósent) en skyttur KR settu niður 10 af 25 þriggja stiga skotum sínum (40,0 prósent). KR-ingar þvinguðu líka 24 tapaða bolta hjá Njarðvík á meðan þeir töpuðu aðeins 7 boltum sjálfir.Hæsta framlagið í leik KR og Njarðvíkur 17. nóvember 2008: 1. sæti - Jason Dourisseau, KR 20 2. sæti - Friðrik Stefánsson, Njarðvík 18 3. sæti - Darri Hilmarsson, KR 17 4. sæti - Pálmi Freyr Sigurgeirsson, KR 15 4. sæti - Jakob Örn Sigurðarson, KR 15 6. sæti - Jón Arnór Stefánsson, KR 14 7. sæti - Fannar Ólafsson, KR 11 7. sæti - Helgi Már Magnússon, KR 11 9. sæti - Ólafur Már Ægisson, KR 10 9. sæti - Ellert Arnarson, KR 10 11. sæti - Skarphéðinn Freyr Ingason, KR 9 12. sæti - Hjörtur Hrafn Einarsson, Njarðvík 6 13. sæti - Elías Kristjánsson, Njarðvík 5 14. sæti - Guðmundur Þór Magnússon, KR 2 14. sæti - Baldur Ólafsson, KR 2Hæsta framlagið á hverjar 40 mínútur í leik KR og Njarðvíkur 17. nóvember 2008: 1. sæti - Jason Dourisseau, KR 53,3 2. sæti - Darri Hilmarsson, KR 35,8 3. sæti - Jón Arnór Stefánsson, KR 31,1 4. sæti - Jakob Örn Sigurðarson, KR 28,6 5. sæti - Ólafur Már Ægisson, KR 28,6 6. sæti - Helgi Már Magnússon, KR 27,5 7. sæti - Pálmi Freyr Sigurgeirsson, KR 26,1 8. sæti - Friðrik Stefánsson, Njarðvík 24,8 9. sæti - Skarphéðinn Freyr Ingason, KR 24,0 10. sæti - Ellert Arnarson, KR 22,2 11. sæti - Fannar Ólafsson, KR 22,0 12. sæti - Elías Kristjánsspon, Njarðvík 11,1 13. sæti - Baldur Ólafsson, KR 8,9 14. sæti - Hjörtur Hrafn Einarsson, Njarðvík 8,6 15. sæti - Guðmundur Þór Magnússon, KR 6,7 Dominos-deild karla Tengdar fréttir Langstærsta tap Njarðvíkur í úrvalsdeild karla Njarðvíkingar hafa aldrei tapað stærra í úrvalsdeild karla en þeir gerðu í DHL-Höll þeirra KR-inga í kvöld. KR vann leik liðanna með 55 stigum, 103-48, sem er meira en tvöfalt stærra en stærsta deildartap Njarðvíkur fyrir þennan leik. 17. nóvember 2008 23:44 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Það er athyglisvert að skoða tölfræðina úr leik KR og Njarðvíkur í Iceland Express deildinni í gær þar sem heimamenn í KR unnu 55 stiga sigur á gestunum úr Njarðvík, 103-48. Það er sama hvar er litið því yfirburðir KR-inga voru ótrúlegir þrátt fyrir að bara einn byrjunarliðsmaður liðsins hafi náð að spila í 20 mínútur - fyrirliðinn Fannar Ólafsson. Þegar upp var staðið þá voru 10 af 11 bestu leikmönnum vallarins í KR-búningi en þá er litið á framlag þeirra til síns liðs. Njarðvíkingurinn Friðrik Stefánsson (18 í framlagi) var í 2. sæti á eftir Jason Dourisseau (20 á 15 mínútum) en KR-ingar skipuðu síðan tíu næstu sæti. Næsti Njarðvíkingur á lista var Hjörtur Hrafn Einarsson sem var með tólfta hæsta framlagið í þessum sögulega leik. Þegar litið er á hvert framlag leikmanna væri ef þeir hefðu skilað sömu tölum og spilað allan leikinn þá eru KR-ingar einráðir enda eiga þeir þar sjö efstu menn þar af voru þrír þeirra, Jason Dourisseau (53,3), Darri Hilmarsson (35,8) og Jón Arnór Stefánsson (31,1) yfir þrjátíu í framlagi á hverjar 40 mínútur. Friðrik Stefánsson (18 stig, 14 fráköst) bar af í liði Njarðvíkur en hinir landsliðsmennirnir Logi Gunnarsson og Magnús Þór Gunnarsson sáu ekki til sólar í þessum leik. Logi skoraði ekki sín fyrstu stig fyrr en Njarðvík var komið 30 stigum undir og Magnús Þór Gunnarsson klikkaði á öllum sjö skotum sínum utan af velli. Magnús Þór var í 16. sæti yfir hæsta framlagið í þessum leik en Logi var aðeins í 19. til 22. sæti ásamt þremur öðrum félögum sínum í liðinu. Logi var einn af sex leikmönnum liðsins þar framlag þeirra til leiksins var neikvætt. Byrjunarlið KR lék aðeins í samtals 90 mínútur í leiknum en náði samt að skora 15 stigum meira (56-41) en byrjunarlið Njarðvíkur sem lék í samtals 137 mínútur. KR-bekkurinn skoraði síðan 47 stig á móti aðeins 7 stigum frá bekk Njarðvíkur. KR hitti úr 55 prósent af skotum sínum (41 af 75) á meðan þeir héldu Njarðvíkurliðinu í aðeins 26 prósent skotnýtingu (13 af 50). Njarðvík nýtti aðeins 2 af 18 þriggja stiga skotum sínum (11,1 prósent) en skyttur KR settu niður 10 af 25 þriggja stiga skotum sínum (40,0 prósent). KR-ingar þvinguðu líka 24 tapaða bolta hjá Njarðvík á meðan þeir töpuðu aðeins 7 boltum sjálfir.Hæsta framlagið í leik KR og Njarðvíkur 17. nóvember 2008: 1. sæti - Jason Dourisseau, KR 20 2. sæti - Friðrik Stefánsson, Njarðvík 18 3. sæti - Darri Hilmarsson, KR 17 4. sæti - Pálmi Freyr Sigurgeirsson, KR 15 4. sæti - Jakob Örn Sigurðarson, KR 15 6. sæti - Jón Arnór Stefánsson, KR 14 7. sæti - Fannar Ólafsson, KR 11 7. sæti - Helgi Már Magnússon, KR 11 9. sæti - Ólafur Már Ægisson, KR 10 9. sæti - Ellert Arnarson, KR 10 11. sæti - Skarphéðinn Freyr Ingason, KR 9 12. sæti - Hjörtur Hrafn Einarsson, Njarðvík 6 13. sæti - Elías Kristjánsson, Njarðvík 5 14. sæti - Guðmundur Þór Magnússon, KR 2 14. sæti - Baldur Ólafsson, KR 2Hæsta framlagið á hverjar 40 mínútur í leik KR og Njarðvíkur 17. nóvember 2008: 1. sæti - Jason Dourisseau, KR 53,3 2. sæti - Darri Hilmarsson, KR 35,8 3. sæti - Jón Arnór Stefánsson, KR 31,1 4. sæti - Jakob Örn Sigurðarson, KR 28,6 5. sæti - Ólafur Már Ægisson, KR 28,6 6. sæti - Helgi Már Magnússon, KR 27,5 7. sæti - Pálmi Freyr Sigurgeirsson, KR 26,1 8. sæti - Friðrik Stefánsson, Njarðvík 24,8 9. sæti - Skarphéðinn Freyr Ingason, KR 24,0 10. sæti - Ellert Arnarson, KR 22,2 11. sæti - Fannar Ólafsson, KR 22,0 12. sæti - Elías Kristjánsspon, Njarðvík 11,1 13. sæti - Baldur Ólafsson, KR 8,9 14. sæti - Hjörtur Hrafn Einarsson, Njarðvík 8,6 15. sæti - Guðmundur Þór Magnússon, KR 6,7
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Langstærsta tap Njarðvíkur í úrvalsdeild karla Njarðvíkingar hafa aldrei tapað stærra í úrvalsdeild karla en þeir gerðu í DHL-Höll þeirra KR-inga í kvöld. KR vann leik liðanna með 55 stigum, 103-48, sem er meira en tvöfalt stærra en stærsta deildartap Njarðvíkur fyrir þennan leik. 17. nóvember 2008 23:44 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Langstærsta tap Njarðvíkur í úrvalsdeild karla Njarðvíkingar hafa aldrei tapað stærra í úrvalsdeild karla en þeir gerðu í DHL-Höll þeirra KR-inga í kvöld. KR vann leik liðanna með 55 stigum, 103-48, sem er meira en tvöfalt stærra en stærsta deildartap Njarðvíkur fyrir þennan leik. 17. nóvember 2008 23:44