KR-ingar áttu 10 af 11 bestu leikmönnum vallarins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2008 08:30 Það er athyglisvert að skoða tölfræðina úr leik KR og Njarðvíkur í Iceland Express deildinni í gær þar sem heimamenn í KR unnu 55 stiga sigur á gestunum úr Njarðvík, 103-48. Það er sama hvar er litið því yfirburðir KR-inga voru ótrúlegir þrátt fyrir að bara einn byrjunarliðsmaður liðsins hafi náð að spila í 20 mínútur - fyrirliðinn Fannar Ólafsson. Þegar upp var staðið þá voru 10 af 11 bestu leikmönnum vallarins í KR-búningi en þá er litið á framlag þeirra til síns liðs. Njarðvíkingurinn Friðrik Stefánsson (18 í framlagi) var í 2. sæti á eftir Jason Dourisseau (20 á 15 mínútum) en KR-ingar skipuðu síðan tíu næstu sæti. Næsti Njarðvíkingur á lista var Hjörtur Hrafn Einarsson sem var með tólfta hæsta framlagið í þessum sögulega leik. Þegar litið er á hvert framlag leikmanna væri ef þeir hefðu skilað sömu tölum og spilað allan leikinn þá eru KR-ingar einráðir enda eiga þeir þar sjö efstu menn þar af voru þrír þeirra, Jason Dourisseau (53,3), Darri Hilmarsson (35,8) og Jón Arnór Stefánsson (31,1) yfir þrjátíu í framlagi á hverjar 40 mínútur. Friðrik Stefánsson (18 stig, 14 fráköst) bar af í liði Njarðvíkur en hinir landsliðsmennirnir Logi Gunnarsson og Magnús Þór Gunnarsson sáu ekki til sólar í þessum leik. Logi skoraði ekki sín fyrstu stig fyrr en Njarðvík var komið 30 stigum undir og Magnús Þór Gunnarsson klikkaði á öllum sjö skotum sínum utan af velli. Magnús Þór var í 16. sæti yfir hæsta framlagið í þessum leik en Logi var aðeins í 19. til 22. sæti ásamt þremur öðrum félögum sínum í liðinu. Logi var einn af sex leikmönnum liðsins þar framlag þeirra til leiksins var neikvætt. Byrjunarlið KR lék aðeins í samtals 90 mínútur í leiknum en náði samt að skora 15 stigum meira (56-41) en byrjunarlið Njarðvíkur sem lék í samtals 137 mínútur. KR-bekkurinn skoraði síðan 47 stig á móti aðeins 7 stigum frá bekk Njarðvíkur. KR hitti úr 55 prósent af skotum sínum (41 af 75) á meðan þeir héldu Njarðvíkurliðinu í aðeins 26 prósent skotnýtingu (13 af 50). Njarðvík nýtti aðeins 2 af 18 þriggja stiga skotum sínum (11,1 prósent) en skyttur KR settu niður 10 af 25 þriggja stiga skotum sínum (40,0 prósent). KR-ingar þvinguðu líka 24 tapaða bolta hjá Njarðvík á meðan þeir töpuðu aðeins 7 boltum sjálfir.Hæsta framlagið í leik KR og Njarðvíkur 17. nóvember 2008: 1. sæti - Jason Dourisseau, KR 20 2. sæti - Friðrik Stefánsson, Njarðvík 18 3. sæti - Darri Hilmarsson, KR 17 4. sæti - Pálmi Freyr Sigurgeirsson, KR 15 4. sæti - Jakob Örn Sigurðarson, KR 15 6. sæti - Jón Arnór Stefánsson, KR 14 7. sæti - Fannar Ólafsson, KR 11 7. sæti - Helgi Már Magnússon, KR 11 9. sæti - Ólafur Már Ægisson, KR 10 9. sæti - Ellert Arnarson, KR 10 11. sæti - Skarphéðinn Freyr Ingason, KR 9 12. sæti - Hjörtur Hrafn Einarsson, Njarðvík 6 13. sæti - Elías Kristjánsson, Njarðvík 5 14. sæti - Guðmundur Þór Magnússon, KR 2 14. sæti - Baldur Ólafsson, KR 2Hæsta framlagið á hverjar 40 mínútur í leik KR og Njarðvíkur 17. nóvember 2008: 1. sæti - Jason Dourisseau, KR 53,3 2. sæti - Darri Hilmarsson, KR 35,8 3. sæti - Jón Arnór Stefánsson, KR 31,1 4. sæti - Jakob Örn Sigurðarson, KR 28,6 5. sæti - Ólafur Már Ægisson, KR 28,6 6. sæti - Helgi Már Magnússon, KR 27,5 7. sæti - Pálmi Freyr Sigurgeirsson, KR 26,1 8. sæti - Friðrik Stefánsson, Njarðvík 24,8 9. sæti - Skarphéðinn Freyr Ingason, KR 24,0 10. sæti - Ellert Arnarson, KR 22,2 11. sæti - Fannar Ólafsson, KR 22,0 12. sæti - Elías Kristjánsspon, Njarðvík 11,1 13. sæti - Baldur Ólafsson, KR 8,9 14. sæti - Hjörtur Hrafn Einarsson, Njarðvík 8,6 15. sæti - Guðmundur Þór Magnússon, KR 6,7 Dominos-deild karla Tengdar fréttir Langstærsta tap Njarðvíkur í úrvalsdeild karla Njarðvíkingar hafa aldrei tapað stærra í úrvalsdeild karla en þeir gerðu í DHL-Höll þeirra KR-inga í kvöld. KR vann leik liðanna með 55 stigum, 103-48, sem er meira en tvöfalt stærra en stærsta deildartap Njarðvíkur fyrir þennan leik. 17. nóvember 2008 23:44 Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íslenski boltinn Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira
Það er athyglisvert að skoða tölfræðina úr leik KR og Njarðvíkur í Iceland Express deildinni í gær þar sem heimamenn í KR unnu 55 stiga sigur á gestunum úr Njarðvík, 103-48. Það er sama hvar er litið því yfirburðir KR-inga voru ótrúlegir þrátt fyrir að bara einn byrjunarliðsmaður liðsins hafi náð að spila í 20 mínútur - fyrirliðinn Fannar Ólafsson. Þegar upp var staðið þá voru 10 af 11 bestu leikmönnum vallarins í KR-búningi en þá er litið á framlag þeirra til síns liðs. Njarðvíkingurinn Friðrik Stefánsson (18 í framlagi) var í 2. sæti á eftir Jason Dourisseau (20 á 15 mínútum) en KR-ingar skipuðu síðan tíu næstu sæti. Næsti Njarðvíkingur á lista var Hjörtur Hrafn Einarsson sem var með tólfta hæsta framlagið í þessum sögulega leik. Þegar litið er á hvert framlag leikmanna væri ef þeir hefðu skilað sömu tölum og spilað allan leikinn þá eru KR-ingar einráðir enda eiga þeir þar sjö efstu menn þar af voru þrír þeirra, Jason Dourisseau (53,3), Darri Hilmarsson (35,8) og Jón Arnór Stefánsson (31,1) yfir þrjátíu í framlagi á hverjar 40 mínútur. Friðrik Stefánsson (18 stig, 14 fráköst) bar af í liði Njarðvíkur en hinir landsliðsmennirnir Logi Gunnarsson og Magnús Þór Gunnarsson sáu ekki til sólar í þessum leik. Logi skoraði ekki sín fyrstu stig fyrr en Njarðvík var komið 30 stigum undir og Magnús Þór Gunnarsson klikkaði á öllum sjö skotum sínum utan af velli. Magnús Þór var í 16. sæti yfir hæsta framlagið í þessum leik en Logi var aðeins í 19. til 22. sæti ásamt þremur öðrum félögum sínum í liðinu. Logi var einn af sex leikmönnum liðsins þar framlag þeirra til leiksins var neikvætt. Byrjunarlið KR lék aðeins í samtals 90 mínútur í leiknum en náði samt að skora 15 stigum meira (56-41) en byrjunarlið Njarðvíkur sem lék í samtals 137 mínútur. KR-bekkurinn skoraði síðan 47 stig á móti aðeins 7 stigum frá bekk Njarðvíkur. KR hitti úr 55 prósent af skotum sínum (41 af 75) á meðan þeir héldu Njarðvíkurliðinu í aðeins 26 prósent skotnýtingu (13 af 50). Njarðvík nýtti aðeins 2 af 18 þriggja stiga skotum sínum (11,1 prósent) en skyttur KR settu niður 10 af 25 þriggja stiga skotum sínum (40,0 prósent). KR-ingar þvinguðu líka 24 tapaða bolta hjá Njarðvík á meðan þeir töpuðu aðeins 7 boltum sjálfir.Hæsta framlagið í leik KR og Njarðvíkur 17. nóvember 2008: 1. sæti - Jason Dourisseau, KR 20 2. sæti - Friðrik Stefánsson, Njarðvík 18 3. sæti - Darri Hilmarsson, KR 17 4. sæti - Pálmi Freyr Sigurgeirsson, KR 15 4. sæti - Jakob Örn Sigurðarson, KR 15 6. sæti - Jón Arnór Stefánsson, KR 14 7. sæti - Fannar Ólafsson, KR 11 7. sæti - Helgi Már Magnússon, KR 11 9. sæti - Ólafur Már Ægisson, KR 10 9. sæti - Ellert Arnarson, KR 10 11. sæti - Skarphéðinn Freyr Ingason, KR 9 12. sæti - Hjörtur Hrafn Einarsson, Njarðvík 6 13. sæti - Elías Kristjánsson, Njarðvík 5 14. sæti - Guðmundur Þór Magnússon, KR 2 14. sæti - Baldur Ólafsson, KR 2Hæsta framlagið á hverjar 40 mínútur í leik KR og Njarðvíkur 17. nóvember 2008: 1. sæti - Jason Dourisseau, KR 53,3 2. sæti - Darri Hilmarsson, KR 35,8 3. sæti - Jón Arnór Stefánsson, KR 31,1 4. sæti - Jakob Örn Sigurðarson, KR 28,6 5. sæti - Ólafur Már Ægisson, KR 28,6 6. sæti - Helgi Már Magnússon, KR 27,5 7. sæti - Pálmi Freyr Sigurgeirsson, KR 26,1 8. sæti - Friðrik Stefánsson, Njarðvík 24,8 9. sæti - Skarphéðinn Freyr Ingason, KR 24,0 10. sæti - Ellert Arnarson, KR 22,2 11. sæti - Fannar Ólafsson, KR 22,0 12. sæti - Elías Kristjánsspon, Njarðvík 11,1 13. sæti - Baldur Ólafsson, KR 8,9 14. sæti - Hjörtur Hrafn Einarsson, Njarðvík 8,6 15. sæti - Guðmundur Þór Magnússon, KR 6,7
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Langstærsta tap Njarðvíkur í úrvalsdeild karla Njarðvíkingar hafa aldrei tapað stærra í úrvalsdeild karla en þeir gerðu í DHL-Höll þeirra KR-inga í kvöld. KR vann leik liðanna með 55 stigum, 103-48, sem er meira en tvöfalt stærra en stærsta deildartap Njarðvíkur fyrir þennan leik. 17. nóvember 2008 23:44 Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íslenski boltinn Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira
Langstærsta tap Njarðvíkur í úrvalsdeild karla Njarðvíkingar hafa aldrei tapað stærra í úrvalsdeild karla en þeir gerðu í DHL-Höll þeirra KR-inga í kvöld. KR vann leik liðanna með 55 stigum, 103-48, sem er meira en tvöfalt stærra en stærsta deildartap Njarðvíkur fyrir þennan leik. 17. nóvember 2008 23:44