Form og fólk í svarthvítu 29. júlí 2008 06:00 Form í framandi landi Ljósmynd eftir Klæng Gunnarsson. Sýningin Formstaklingar verður opnuð í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á morgun. Á sýningunni má sjá ljósmyndir Klængs Gunnarssonar, en á þeim eru form og línur, ljós og skuggar og manneskjur í forgrunni. Klængur hefur lagt stund á ljósmyndun í nokkur ár og fer helst ekki út úr húsi án myndavélarinnar. Hann tók myndirnar á sýningunni Formstaklingar á ferðum sínum um framandi heimshluta, meðal annars Asíu og Suður-Ameríku. Hann segir þó myndirnar ekki til þess gerðar að miðla upplifun hans af þessum menningarheimum. „Þungamiðjan í þessum myndum er ekki endilega lífið í þessum löndum heldur endurspegla þær einfaldlega það sem hefur helst vakið áhuga minn við ljósmyndun undanfarin ár, en það eru myndir af formum og ljósi og skugga. Ég lagði ekki upp með það á sínum tíma að taka myndir sem síðan enduðu á sýningu, heldur varð sýningin frekar til eftir á þegar ég tók eftir því að margar myndanna sem ég hafði tekið á ferðum mínum innihéldu áhugaverð form og svo einn einstakling einhvers staðar í rammanum. Út frá því varð til hugmyndin að þessarri sýningu og svo náttúrulega titillinn, Formstaklingar.“ Ljósmyndir Klængs eru allar svarthvítar og segist hann sjaldan vinna með litmyndir. „Svarthvítar myndir heilla mig meira af einhverri ástæðu; líklega vegna þess að þær geta dregið fram einfaldleikann í myndefninu. Sterkir litfletir eiga það til að grípa alla athygli manns í litmyndum, en í svart-hvítum myndum fær myndefnið og myndbyggingin að njóta sín til fulls.“ Klængur hefur haldið einkasýningar á ljósmyndum sínum áður, meðal annars á menningarnótt árin 2005 og 2006, og er meira sýningarhald framundan hjá honum. „Ég er að fara að opna listasal á Skólavörðustíg í samvinnu við nokkra félaga mína nú í byrjun ágúst, en þar mun ég sýna ljósmyndir mínar auk þess sem við munum einnig sýna margs konar aðra list. Einnig verður opnuð sýning á ljósmyndum eftir mig í Hljómskálagarðinum á menningarnótt,“ segir atorkusami ljósmyndarinn Klængur. Sýningin Formstaklingar stendur í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 15, fram til 23. september. vigdis@frettabladid.is Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Sýningin Formstaklingar verður opnuð í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á morgun. Á sýningunni má sjá ljósmyndir Klængs Gunnarssonar, en á þeim eru form og línur, ljós og skuggar og manneskjur í forgrunni. Klængur hefur lagt stund á ljósmyndun í nokkur ár og fer helst ekki út úr húsi án myndavélarinnar. Hann tók myndirnar á sýningunni Formstaklingar á ferðum sínum um framandi heimshluta, meðal annars Asíu og Suður-Ameríku. Hann segir þó myndirnar ekki til þess gerðar að miðla upplifun hans af þessum menningarheimum. „Þungamiðjan í þessum myndum er ekki endilega lífið í þessum löndum heldur endurspegla þær einfaldlega það sem hefur helst vakið áhuga minn við ljósmyndun undanfarin ár, en það eru myndir af formum og ljósi og skugga. Ég lagði ekki upp með það á sínum tíma að taka myndir sem síðan enduðu á sýningu, heldur varð sýningin frekar til eftir á þegar ég tók eftir því að margar myndanna sem ég hafði tekið á ferðum mínum innihéldu áhugaverð form og svo einn einstakling einhvers staðar í rammanum. Út frá því varð til hugmyndin að þessarri sýningu og svo náttúrulega titillinn, Formstaklingar.“ Ljósmyndir Klængs eru allar svarthvítar og segist hann sjaldan vinna með litmyndir. „Svarthvítar myndir heilla mig meira af einhverri ástæðu; líklega vegna þess að þær geta dregið fram einfaldleikann í myndefninu. Sterkir litfletir eiga það til að grípa alla athygli manns í litmyndum, en í svart-hvítum myndum fær myndefnið og myndbyggingin að njóta sín til fulls.“ Klængur hefur haldið einkasýningar á ljósmyndum sínum áður, meðal annars á menningarnótt árin 2005 og 2006, og er meira sýningarhald framundan hjá honum. „Ég er að fara að opna listasal á Skólavörðustíg í samvinnu við nokkra félaga mína nú í byrjun ágúst, en þar mun ég sýna ljósmyndir mínar auk þess sem við munum einnig sýna margs konar aðra list. Einnig verður opnuð sýning á ljósmyndum eftir mig í Hljómskálagarðinum á menningarnótt,“ segir atorkusami ljósmyndarinn Klængur. Sýningin Formstaklingar stendur í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 15, fram til 23. september. vigdis@frettabladid.is
Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira