Hugarfarið lykillinn að sigri Blika í Keflavík 1. nóvember 2008 14:08 Einar Árni var ánægður með sigurinn í Keflavík í gær "Þetta er nú kannski bara það skemmtilega við körfuboltann. Það er ýmislegt óvænt í þessu," sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Breiðabliks eftir að hans menn unnu góðan sigur á Keflavík 107-86 á útivelli í gær. Blikarnir höfðu forystu eftir fyrsta leikhluta og lögðu grunninn að sigrinum með því að vinna þann þriðja með 10 stigum, en Kópavogsliðið vann reyndar alla fjóra leikhlutana. Nemanja Sovic var frábær í liði Blika og skoraði 41 stig og hirti 12 fráköst, en það var ekki síst fyrir frábæra þriggja stiga skotnýtingu sem Blikarnir höfðu sigur. Þeir settu niður 14 af 26 þristum sínum í leiknum sem gerir tæplega 54% nýtingu. Keflvíkingar hirtu fleiri fráköst og hittu betur innan teigs, en settu aðeins 6 af 26 langskotum sínum niður. "Þetta var fyrst og fremst að þakka góðu hugarfari leikmanna. Keflavík spilar mjög góðan varnarleik en við töldum okkur hafa búið okkur vel undir það. Svo var góður árangur okkar í langskotunum okkar að gera þeim erfitt fyrir. Sóknarleikurinn var góður heilt yfir, bæði gegn pressu og á hálfum velli. Fyrst og síðast var þetta samt að þakka frábæru hugarfari," sagði Einar Árni í samtali við Vísi. Nýliðum Blika var spáð falli fyrir leiktíðina en þeir hafa náð að vinna tvo af fyrstu fjórum leikjum sínum. Einar er nokkuð sáttur við stöðuna í byrjun móts en bendir á að mikið sé eftir af deildakeppninni. "Það er auðvitað fínt að fara til Keflavíkur og ná í sigur og ef mér hefði verið sagt að ég ætti eftir að ná í tvo sigra í fjórum fyrstu leikjunum þar sem KR og Keflavík væru á meðal andstæðinga okkar - hugsa ég að ég hefði tekið því," sagði Einar Árni. "Við megum ekkert tapa okkur í þessu þó þetta hafi verið fín úrslit og hugsum fyrst og fremst um að reyna að ná í næstu tvö stig," sagði Einar. Næsti leikur Blika verður á mánudagskvöldið þar sem ÍR-ingar koma í heimsókn, en þar verður væntanlega hörkuleikur á ferðinni þar sem Breiðhyltingar eiga enn eftir að ná í sín fyrstu stig í deildinni. Dominos-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
"Þetta er nú kannski bara það skemmtilega við körfuboltann. Það er ýmislegt óvænt í þessu," sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Breiðabliks eftir að hans menn unnu góðan sigur á Keflavík 107-86 á útivelli í gær. Blikarnir höfðu forystu eftir fyrsta leikhluta og lögðu grunninn að sigrinum með því að vinna þann þriðja með 10 stigum, en Kópavogsliðið vann reyndar alla fjóra leikhlutana. Nemanja Sovic var frábær í liði Blika og skoraði 41 stig og hirti 12 fráköst, en það var ekki síst fyrir frábæra þriggja stiga skotnýtingu sem Blikarnir höfðu sigur. Þeir settu niður 14 af 26 þristum sínum í leiknum sem gerir tæplega 54% nýtingu. Keflvíkingar hirtu fleiri fráköst og hittu betur innan teigs, en settu aðeins 6 af 26 langskotum sínum niður. "Þetta var fyrst og fremst að þakka góðu hugarfari leikmanna. Keflavík spilar mjög góðan varnarleik en við töldum okkur hafa búið okkur vel undir það. Svo var góður árangur okkar í langskotunum okkar að gera þeim erfitt fyrir. Sóknarleikurinn var góður heilt yfir, bæði gegn pressu og á hálfum velli. Fyrst og síðast var þetta samt að þakka frábæru hugarfari," sagði Einar Árni í samtali við Vísi. Nýliðum Blika var spáð falli fyrir leiktíðina en þeir hafa náð að vinna tvo af fyrstu fjórum leikjum sínum. Einar er nokkuð sáttur við stöðuna í byrjun móts en bendir á að mikið sé eftir af deildakeppninni. "Það er auðvitað fínt að fara til Keflavíkur og ná í sigur og ef mér hefði verið sagt að ég ætti eftir að ná í tvo sigra í fjórum fyrstu leikjunum þar sem KR og Keflavík væru á meðal andstæðinga okkar - hugsa ég að ég hefði tekið því," sagði Einar Árni. "Við megum ekkert tapa okkur í þessu þó þetta hafi verið fín úrslit og hugsum fyrst og fremst um að reyna að ná í næstu tvö stig," sagði Einar. Næsti leikur Blika verður á mánudagskvöldið þar sem ÍR-ingar koma í heimsókn, en þar verður væntanlega hörkuleikur á ferðinni þar sem Breiðhyltingar eiga enn eftir að ná í sín fyrstu stig í deildinni.
Dominos-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira