Bjó í 12 ár fyrir ofan kjallarafangelsið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. apríl 2008 21:07 Lögregla á vettvangi í Amstetten þar sem stúlkunni var haldið fanginni. MYND/AP Alfred Dubanovsky, 42 ára starfsmaður á bensínstöð, bjó í tólf ár aðeins örfáa metra frá Elísabetu Fritz og þremur börnum hennar í Amstetten í Austurríki. Í dag játaði faðir Elísabetar, Josef, að hafa fangelsað dóttur sína í 24 ár í kjallara hússins þar sem hann bjó og ól með henni sjö börn. Eitt þeirra dó, þrjú ól Josef upp með eiginkonu sinni og þrjú bjuggu með Elísabetu í 42 fermetra íbúð í kjallaranum en þau sáu dagsljós í fyrsta sinn nú um helgina. „Ég næ þessu ekki. Ég bjó í tólf ár í húsinu og tók ekki eftir neinu," sagði Dubanovsky. Hann flutti úr íbúðinni í fyrra en Josef átti húsið og leigði út átta íbúðir í því. „Það er ekki hægt að ímynda sér hvað gekk á þarna niðri," bætti hann við. Dubanovsky segir að það sé þó ýmislegt sem hafi komið sér furðulega fyrir sjónir þá sem hann skilur betur nú. Josef hafi til að mynda harðbannað öllum íbúum hússins að koma nálægt kjallaranum. „Kjallarinn er læstur með rafstýrðum lásum og sá sem kemur nálægt honum verður umsvifalaust borinn út," mun hann hafa sagt. Dubanovsky mun einnig hafa tekið eftir því að Josef burðaðist með matvörur í hjólbörum niður í kjallarann auk þess sem hann heyrði bank og önnur hljóð úr kjallaranum sem hann gat ekki útskýrt. Annað hafi verið ósköp eðlilegt. „Ég og Josef spjölluðum oft um daginn og veginn," sagði Dubanovsky. „Þetta leit út fyrir að vera eðlileg fjölskylda og voru þau hjónin mjög góð við barnabörnin sín." Mál Josef Fritzl Austurríki Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Alfred Dubanovsky, 42 ára starfsmaður á bensínstöð, bjó í tólf ár aðeins örfáa metra frá Elísabetu Fritz og þremur börnum hennar í Amstetten í Austurríki. Í dag játaði faðir Elísabetar, Josef, að hafa fangelsað dóttur sína í 24 ár í kjallara hússins þar sem hann bjó og ól með henni sjö börn. Eitt þeirra dó, þrjú ól Josef upp með eiginkonu sinni og þrjú bjuggu með Elísabetu í 42 fermetra íbúð í kjallaranum en þau sáu dagsljós í fyrsta sinn nú um helgina. „Ég næ þessu ekki. Ég bjó í tólf ár í húsinu og tók ekki eftir neinu," sagði Dubanovsky. Hann flutti úr íbúðinni í fyrra en Josef átti húsið og leigði út átta íbúðir í því. „Það er ekki hægt að ímynda sér hvað gekk á þarna niðri," bætti hann við. Dubanovsky segir að það sé þó ýmislegt sem hafi komið sér furðulega fyrir sjónir þá sem hann skilur betur nú. Josef hafi til að mynda harðbannað öllum íbúum hússins að koma nálægt kjallaranum. „Kjallarinn er læstur með rafstýrðum lásum og sá sem kemur nálægt honum verður umsvifalaust borinn út," mun hann hafa sagt. Dubanovsky mun einnig hafa tekið eftir því að Josef burðaðist með matvörur í hjólbörum niður í kjallarann auk þess sem hann heyrði bank og önnur hljóð úr kjallaranum sem hann gat ekki útskýrt. Annað hafi verið ósköp eðlilegt. „Ég og Josef spjölluðum oft um daginn og veginn," sagði Dubanovsky. „Þetta leit út fyrir að vera eðlileg fjölskylda og voru þau hjónin mjög góð við barnabörnin sín."
Mál Josef Fritzl Austurríki Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira