Sparisjóðir í vandræðum vegna gengisfalls Existu 6. ágúst 2008 00:01 Sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Mýrasýslu (SPM), segir að fall Existu hafi átt mikinn þátt í erfiðleikum SPM. Markaðurinn/Pjetur „Miðað við stöðu Sparisjóðs Mýrasýslu um áramót í samanburði við aðra sparisjóði má ætla að fleiri sparisjóðir lendi í vandræðum á næstunni," segir Sveinn Þórarinsson, hjá greiningu Glitnis. Sparisjóður Mýrasýslu (SPM) á hlut í Existu í gegnum eignarhaldsfélagið Kistu sem er í eigu fjögurra sparisjóða (sjá töflu). SPM á um 10,4 prósenta hlut í Kistu sem á um 7,17 prósent í Existu. Hlutur Kistu var metinn á um 40 milljarða fyrir ári en er nú metinn á um 6,7 milljarða. Exista hefur lækkað um rúmlega 80 prósent á tímabilinu. Nýverið bárust fréttir af því að stjórn Sparisjóðs Mýrasýslu (SPM) hyggst auka stofnfé sjóðsins um 2 milljarða króna. Ef það verður samþykkt á fundi stofnfjáreigenda 15. ágúst næstkomandi mun Kaupþing fara með 70 prósenta hlut í bankanum, Borgarbyggð 20 prósent og aðrir 10 prósent. Gísli Kjartansson, sparisjóðsstjóri SPM, segir að ein meginorsökin fyrir erfiðleikum hafi verið að SPM hafi átt stóran hlut í Existu. „Gengisfall á mörkuðum hafði því gríðarleg áhrif," segir hann. Gísli Kjartansson, sparisjóðsstjóri SPM, vonast til þess að þetta muni tryggja áframhaldandi rekstur. „Kaupþing hefur gefið það út að rekstur bankans verði óbreyttur í bili," segir Gísli. Sveinn Þórarinsson telur horfurnar ekki góðar. „Staðan verður mjög erfið fyrir marga sparisjóði í ljósi þess hvað hlutabréfaeign hefur vegið þungt í hagnaði þeirra," segir hann og bendir á að jafnvel séu dæmi um að grunnrekstur sparisjóðanna skili ekki arði. „Það er ekki ólíklegt að það séu frekari sameiningar fram undan þar sem minni sparisjóðir bera ekki þetta mikla gengisfall á hlutabréfum." Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Keflavíkur, segir engar samrunaviðræður í gangi þrátt fyrir gengisfall Existu. „Eiginfjárstaða okkar er það góð að við þolum gengisfall á hlutabréfum okkar í Existu," segir hann. „Það er ekki samruni í dag og ekki á morgun," segir Friðrik Friðriksson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Svarfdæla, en það eru vissulega alltaf einhverjar hreyfingar og ekkert óeðlilegt að menn tali saman við núverandi efnahagsaðstæður. Markaðir Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
„Miðað við stöðu Sparisjóðs Mýrasýslu um áramót í samanburði við aðra sparisjóði má ætla að fleiri sparisjóðir lendi í vandræðum á næstunni," segir Sveinn Þórarinsson, hjá greiningu Glitnis. Sparisjóður Mýrasýslu (SPM) á hlut í Existu í gegnum eignarhaldsfélagið Kistu sem er í eigu fjögurra sparisjóða (sjá töflu). SPM á um 10,4 prósenta hlut í Kistu sem á um 7,17 prósent í Existu. Hlutur Kistu var metinn á um 40 milljarða fyrir ári en er nú metinn á um 6,7 milljarða. Exista hefur lækkað um rúmlega 80 prósent á tímabilinu. Nýverið bárust fréttir af því að stjórn Sparisjóðs Mýrasýslu (SPM) hyggst auka stofnfé sjóðsins um 2 milljarða króna. Ef það verður samþykkt á fundi stofnfjáreigenda 15. ágúst næstkomandi mun Kaupþing fara með 70 prósenta hlut í bankanum, Borgarbyggð 20 prósent og aðrir 10 prósent. Gísli Kjartansson, sparisjóðsstjóri SPM, segir að ein meginorsökin fyrir erfiðleikum hafi verið að SPM hafi átt stóran hlut í Existu. „Gengisfall á mörkuðum hafði því gríðarleg áhrif," segir hann. Gísli Kjartansson, sparisjóðsstjóri SPM, vonast til þess að þetta muni tryggja áframhaldandi rekstur. „Kaupþing hefur gefið það út að rekstur bankans verði óbreyttur í bili," segir Gísli. Sveinn Þórarinsson telur horfurnar ekki góðar. „Staðan verður mjög erfið fyrir marga sparisjóði í ljósi þess hvað hlutabréfaeign hefur vegið þungt í hagnaði þeirra," segir hann og bendir á að jafnvel séu dæmi um að grunnrekstur sparisjóðanna skili ekki arði. „Það er ekki ólíklegt að það séu frekari sameiningar fram undan þar sem minni sparisjóðir bera ekki þetta mikla gengisfall á hlutabréfum." Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Keflavíkur, segir engar samrunaviðræður í gangi þrátt fyrir gengisfall Existu. „Eiginfjárstaða okkar er það góð að við þolum gengisfall á hlutabréfum okkar í Existu," segir hann. „Það er ekki samruni í dag og ekki á morgun," segir Friðrik Friðriksson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Svarfdæla, en það eru vissulega alltaf einhverjar hreyfingar og ekkert óeðlilegt að menn tali saman við núverandi efnahagsaðstæður.
Markaðir Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira