Fersk blóm nauðsynleg Vala Georgsdóttir skrifar 16. júlí 2008 00:01 „Það fylgir því heilmikil undirbúningsvinna að velja réttu blómin fyrir rétta tilefnið,“ segir Ragnhildur Fjeldsted, eigandi blómabúðarinnar Dans á rósum. Markaðurinn/Arnþór Afskorin blóm og pottaplöntur lífga óneitanlega upp á umhverfið. „Hortensíu er bæði hægt að hafa úti á palli eða inni í stofu,“ bendir María Fjóla Pétursdóttir á og vísar til þess að árstíð þessarar pottaplöntu sé einmitt núna. Þegar farið er í verslunina Dans á rósum, á horni Baldursgötu og Lokastígs, gefur að líta blómstrandi hortensíur bæði utan sem innan dyra. Nafnið á blómaversluninni hefur vakið athygli. Um nafnavalið segir eigandinn, Ragnhildur Fjeldsted: „Ég hafði í huga að velja lifandi og leiftrandi nafn á fyrirtækið sem ég var viss um að fólk mundi muna.“ „Það er ekkert nýtt undir sólinni þegar blóm eru annars vegar,“ segir hún og nefnir að mikilvægt sé að fylgjast vel með allri framþróun í greininni. Hluti af því er að geta sett saman bæði nýstárleg og hefðbundin blóm á þann máta svo eftir sé tekið. Sem framkvæmdastjóri Flugleiðahótela ehf. bendir Magnea Þórey Hjálmarsdóttir á að ekkert alvöru hótel geti verið án ferskra blóma. En mikilvægt sé að skapa réttu stemninguna með árstíðabundnum blómum. En þannig fáist það andrúmsloft sem verið sé að sækjast eftir hverju sinni. Ragnhildur, sem m.a. hefur séð um blómin fyrir Hilton hótelið við Suðurlandsbraut, sem er eitt margra hótela sem Flugleiðahótel ehf. reka segir að ef vel eigi að vera og blómaskreytingar eigi að heppnast vel sé ekkert sem heitir en að leggja sig allan fram. „Það þarf sannarlega að vanda sig alveg fram í fingurgóma,“ eins og hún orðar það. „Það fylgir því heilmikil undirbúningsvinna að velja réttu blómin fyrir rétta tilefnið,“ segir Ragnhildur. Úrval framandi blóma er mikið og því getur það tekið tíma að pæla í og ákveða hvað hentar hverju tilefni fyrir sig. „Það þarf þó ekki alltaf að vera neitt sérstakt tilefni fyrir því að blóm séu keypt. Tilvalið sé að kaupa blóm til að gleðja sjálfan sig og fegra heimilið.“ Undir þetta viðhorf sem Ragnhildur minnist á taka þær Magnea Þórey og María Fjóla heilshugar. Um blómakaupin fyrir heimilið segir Magnea Þórey meðal annars: „Ég kaupi blóm vikulega til að hafa í eldhúsinu hjá mér. En það þarf ekki alltaf að vera dýr vöndur. Ein gerbera í vasa kostar kannski sama og tvö súkkulaðistykki.“ Héðan og þaðan Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Afskorin blóm og pottaplöntur lífga óneitanlega upp á umhverfið. „Hortensíu er bæði hægt að hafa úti á palli eða inni í stofu,“ bendir María Fjóla Pétursdóttir á og vísar til þess að árstíð þessarar pottaplöntu sé einmitt núna. Þegar farið er í verslunina Dans á rósum, á horni Baldursgötu og Lokastígs, gefur að líta blómstrandi hortensíur bæði utan sem innan dyra. Nafnið á blómaversluninni hefur vakið athygli. Um nafnavalið segir eigandinn, Ragnhildur Fjeldsted: „Ég hafði í huga að velja lifandi og leiftrandi nafn á fyrirtækið sem ég var viss um að fólk mundi muna.“ „Það er ekkert nýtt undir sólinni þegar blóm eru annars vegar,“ segir hún og nefnir að mikilvægt sé að fylgjast vel með allri framþróun í greininni. Hluti af því er að geta sett saman bæði nýstárleg og hefðbundin blóm á þann máta svo eftir sé tekið. Sem framkvæmdastjóri Flugleiðahótela ehf. bendir Magnea Þórey Hjálmarsdóttir á að ekkert alvöru hótel geti verið án ferskra blóma. En mikilvægt sé að skapa réttu stemninguna með árstíðabundnum blómum. En þannig fáist það andrúmsloft sem verið sé að sækjast eftir hverju sinni. Ragnhildur, sem m.a. hefur séð um blómin fyrir Hilton hótelið við Suðurlandsbraut, sem er eitt margra hótela sem Flugleiðahótel ehf. reka segir að ef vel eigi að vera og blómaskreytingar eigi að heppnast vel sé ekkert sem heitir en að leggja sig allan fram. „Það þarf sannarlega að vanda sig alveg fram í fingurgóma,“ eins og hún orðar það. „Það fylgir því heilmikil undirbúningsvinna að velja réttu blómin fyrir rétta tilefnið,“ segir Ragnhildur. Úrval framandi blóma er mikið og því getur það tekið tíma að pæla í og ákveða hvað hentar hverju tilefni fyrir sig. „Það þarf þó ekki alltaf að vera neitt sérstakt tilefni fyrir því að blóm séu keypt. Tilvalið sé að kaupa blóm til að gleðja sjálfan sig og fegra heimilið.“ Undir þetta viðhorf sem Ragnhildur minnist á taka þær Magnea Þórey og María Fjóla heilshugar. Um blómakaupin fyrir heimilið segir Magnea Þórey meðal annars: „Ég kaupi blóm vikulega til að hafa í eldhúsinu hjá mér. En það þarf ekki alltaf að vera dýr vöndur. Ein gerbera í vasa kostar kannski sama og tvö súkkulaðistykki.“
Héðan og þaðan Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira