NBA í nótt: San Antonio vann Phoenix í tvíframlengdum leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. apríl 2008 12:29 Það er sorglegt að aðeins annar þessara manna kemst áfram í aðra umferð úrslitakeppninnar. Nordic Photos / Getty Images Úrslitakeppnin í NBA-deildinni fór af stað í gær og óhætt að segja að hún hafi byrjað með miklum stæl. Utah var eina liðið sem vann á útivelli í gær en liðið vann góðan sigur á Houston, 93-82. Þá vann New Orleans sigur á Dallas, 104-92, og Cleveland vann Washington, 93-86. En flestir biðu eftir viðureign San Antonio og Dallas og þeir urðu ekki fyrir vonbrigðum. Tvíframlengja þurfti leikinn og stóðu meistarar San Antonio uppi sem sigurvegarar, 115-117. Phoenix byrjaði mun betur í leiknum og náðu mest sextán stiga forystu þrátt fyrir að Shaquille O'Neal hafi snemma lent í villuvandræðum. San Antonio náði þó að vinna sig aftur inn í leikinn og komst í forystu í fjórða leikhluta. Phoenix hafði þó þriggja stiga forystu, 93-90, þegar mínúta var til leiksloka. Michael Finley jafnaði metin með þristi þegar fimmtán sexkúndur voru til leiksloka. Tim Duncan stal svo senunni í fyrri framlengingunni. Staðan var 104-101 þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka og var Duncan allt í einu einn fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann hikaði en náði þó að jafna metin þar sem hann hitti úr sínu fyrsta þriggja stiga skoti á tímabilinu. Hann hafði fyrir það klikkað á fjórum þriggja stiga tilraunum allt tímabilið. Í síðari framlengingunni hélt sama spennan áfram og Steve Nash náði að jafna metin með þristi í stöðunni 115-112. Manu Ginobili tók þá til sinna mála, keyrði upp að körfunni og skoraði með sniðskoti er 1,8 sekúndur voru til leikskloka. Reyndust það svo lokatölurnar í leiknum og gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í herbúðum heimamanna. Duncan var stigahæstur með 40 stig og fimmtán fráköst en Tony Parker kom næstur með 26 stig og Ginobili var með 24. Hjá Phoenix var Amare Stoudemire stigahæstur með 33 stig. Nash var með 25 stig og þrettán stoðsendingar og O'Neal var með ellefu stig.Utah vann Houston, 93-82, en þessi lið mættust í úrslitakeppninni í fyrra. Þá vann Utah 4-3 sigur en þá var Houston líka með Yao Ming innanborðs. Hann er meiddur og verður ekki meira með í seríunni. Utah var einfaldlega sterkari aðilinn í leiknum. Leikmenn liðsins tóku fleiri fráköst og framlag varamanna Utah var meira en hjá Houston. Andrei Kirilenko skoraði 21 stig, Carlos Boozer 20 auk þess sem hann tók sextán fráköst. Deron Williams var með 20 stig og tíu stoðsendingar. Shane Battier skoraði 22 stig og Tracy McGrady 20 fyrir Houston. Rafer Alston lék ekki með Houston í gær en hann á við meiðsli að stríða. New Orleans vann Dallas, 104-92, þar sem Chris Paul sýndi og sannaði að hann á ekki síður erindi sem leikmaður ársins í NBA-deildinni. Hann skoraði 35 stig, gaf tíu stoðsendingar og stal fjórum boltum en þetta var hans fyrsti leikur í úrslitakeppninni á ferlinum. David West bætti við 23 stigum og Tyson Chandler var með tíu stig og fimmtán fráköst. Hjá Dallas var Dirk Nowitzky stigahæstur með 31 stig en var ekki með nema fjögur stig í fjórða leikhluta er Dallas missti öll tök á sínum leik. Josh Howard var með sautján stig. New Orleans skoraði 36 stig gegn 20 frá Dallas í þriðja leikhluta og komu sér í fjögurra stiga forystu, 76-72. Heimamenn náðu síðan góðum 10-0 spretti í upphafi fjórða leikhluta og gerðu þannig út um leikinn.Cleveland vann Washington, 93-86, þar sem LeBron James hreinlega kláraði leikinn fyrir sína menn. Hann skoraði 32 stig í leiknum og tvær gríðarlega mikilvægar körfur undir lok leiksins. Delonte West var einnig gríðarlega öruggur á vítalínunni og setti niður fjögur vítaköst á síðustu fimmtán sekúndunum. Það innsiglaði sigur Cleveland. Leikmenn Washington tóku gríðarlega hart á LeBron sem lét það ekki á sig fá og hélt ótrauður áfram. Fjölmiðlar vestanhafs kalla rimmu liðanna einvígi þar sem fyrstu lotunni er aðeins lokið. Zydrunas Ilgauskas var með 22 stig fyrir Cleveland en Gilbert Arenas var stigahæstur hjá Washington með 24 stig. Antawn Jamison kom næstur með 23 stig og nítján fráköst. Fjórir leikir eru á dagskrá úrslitakeppninnar í kvöld en það eru fyrstu leikirnir í hinum rimmunum. Leikur Boston og Atlanta verður í beinni útsendingu á NBA TV klukkan 00.30 í nótt. Leikir kvöldsins: Orlando Magic - Toronto Raptors Detroit Pistons - Philadelphia 76ers LA Lakers - Denver Nuggets Boston Celtics - Atlanta Hawks NBA Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira
Úrslitakeppnin í NBA-deildinni fór af stað í gær og óhætt að segja að hún hafi byrjað með miklum stæl. Utah var eina liðið sem vann á útivelli í gær en liðið vann góðan sigur á Houston, 93-82. Þá vann New Orleans sigur á Dallas, 104-92, og Cleveland vann Washington, 93-86. En flestir biðu eftir viðureign San Antonio og Dallas og þeir urðu ekki fyrir vonbrigðum. Tvíframlengja þurfti leikinn og stóðu meistarar San Antonio uppi sem sigurvegarar, 115-117. Phoenix byrjaði mun betur í leiknum og náðu mest sextán stiga forystu þrátt fyrir að Shaquille O'Neal hafi snemma lent í villuvandræðum. San Antonio náði þó að vinna sig aftur inn í leikinn og komst í forystu í fjórða leikhluta. Phoenix hafði þó þriggja stiga forystu, 93-90, þegar mínúta var til leiksloka. Michael Finley jafnaði metin með þristi þegar fimmtán sexkúndur voru til leiksloka. Tim Duncan stal svo senunni í fyrri framlengingunni. Staðan var 104-101 þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka og var Duncan allt í einu einn fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann hikaði en náði þó að jafna metin þar sem hann hitti úr sínu fyrsta þriggja stiga skoti á tímabilinu. Hann hafði fyrir það klikkað á fjórum þriggja stiga tilraunum allt tímabilið. Í síðari framlengingunni hélt sama spennan áfram og Steve Nash náði að jafna metin með þristi í stöðunni 115-112. Manu Ginobili tók þá til sinna mála, keyrði upp að körfunni og skoraði með sniðskoti er 1,8 sekúndur voru til leikskloka. Reyndust það svo lokatölurnar í leiknum og gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í herbúðum heimamanna. Duncan var stigahæstur með 40 stig og fimmtán fráköst en Tony Parker kom næstur með 26 stig og Ginobili var með 24. Hjá Phoenix var Amare Stoudemire stigahæstur með 33 stig. Nash var með 25 stig og þrettán stoðsendingar og O'Neal var með ellefu stig.Utah vann Houston, 93-82, en þessi lið mættust í úrslitakeppninni í fyrra. Þá vann Utah 4-3 sigur en þá var Houston líka með Yao Ming innanborðs. Hann er meiddur og verður ekki meira með í seríunni. Utah var einfaldlega sterkari aðilinn í leiknum. Leikmenn liðsins tóku fleiri fráköst og framlag varamanna Utah var meira en hjá Houston. Andrei Kirilenko skoraði 21 stig, Carlos Boozer 20 auk þess sem hann tók sextán fráköst. Deron Williams var með 20 stig og tíu stoðsendingar. Shane Battier skoraði 22 stig og Tracy McGrady 20 fyrir Houston. Rafer Alston lék ekki með Houston í gær en hann á við meiðsli að stríða. New Orleans vann Dallas, 104-92, þar sem Chris Paul sýndi og sannaði að hann á ekki síður erindi sem leikmaður ársins í NBA-deildinni. Hann skoraði 35 stig, gaf tíu stoðsendingar og stal fjórum boltum en þetta var hans fyrsti leikur í úrslitakeppninni á ferlinum. David West bætti við 23 stigum og Tyson Chandler var með tíu stig og fimmtán fráköst. Hjá Dallas var Dirk Nowitzky stigahæstur með 31 stig en var ekki með nema fjögur stig í fjórða leikhluta er Dallas missti öll tök á sínum leik. Josh Howard var með sautján stig. New Orleans skoraði 36 stig gegn 20 frá Dallas í þriðja leikhluta og komu sér í fjögurra stiga forystu, 76-72. Heimamenn náðu síðan góðum 10-0 spretti í upphafi fjórða leikhluta og gerðu þannig út um leikinn.Cleveland vann Washington, 93-86, þar sem LeBron James hreinlega kláraði leikinn fyrir sína menn. Hann skoraði 32 stig í leiknum og tvær gríðarlega mikilvægar körfur undir lok leiksins. Delonte West var einnig gríðarlega öruggur á vítalínunni og setti niður fjögur vítaköst á síðustu fimmtán sekúndunum. Það innsiglaði sigur Cleveland. Leikmenn Washington tóku gríðarlega hart á LeBron sem lét það ekki á sig fá og hélt ótrauður áfram. Fjölmiðlar vestanhafs kalla rimmu liðanna einvígi þar sem fyrstu lotunni er aðeins lokið. Zydrunas Ilgauskas var með 22 stig fyrir Cleveland en Gilbert Arenas var stigahæstur hjá Washington með 24 stig. Antawn Jamison kom næstur með 23 stig og nítján fráköst. Fjórir leikir eru á dagskrá úrslitakeppninnar í kvöld en það eru fyrstu leikirnir í hinum rimmunum. Leikur Boston og Atlanta verður í beinni útsendingu á NBA TV klukkan 00.30 í nótt. Leikir kvöldsins: Orlando Magic - Toronto Raptors Detroit Pistons - Philadelphia 76ers LA Lakers - Denver Nuggets Boston Celtics - Atlanta Hawks
NBA Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira