Bjartur í borgarhúsum Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 15. júlí 2008 06:00 Bjartur í Sumarhúsum var mikill gallagripur enda saman settur úr mörgum þeim löstum sem hrjáð hafa landamenn frá aldaöðli. Hann hugsaði um það eitt að vera sjálfstæður og óháður; skuldlaus við guð og menn. Hvað eitt sem minnti hann á að við verðum að taka tillit til annarra í kringum okkur var eitur í hans beinum. Til dæmis brást hann illur við þegar fyrsta kona hans setti út á matseðilinn í Sumarhúsum en á honum var ekkert annað en steinbítur. Langaði konu í kjöt svo Bjartur brá á það ráð að telja henni trú um að hin landlæga hjartveiki væri nú farin að gera vart við sig hjá kellu. Væri því ekkert annað að gera en hella í hana meðali en það varð til þess að hún lá í móki í rúmi sínu alla daga sem var hið besta mál fyrir Bjart því ekki truflaði hún hann með tiktúrum sínum á meðan. Slík meðul dugðu þó ekki á hreppstjórann sem var sífellt að minna á vald sitt og reyndi að pranga ýmsum hlutum inn á dalabóndann til að gera hann háðari sér. Einnig áttu menn það til að vappa um landareign Bjarts en slíka óhæfu fannst honum sjálfstæðir menn ekki þurfa að þola. Umræðan um hin ýmsu skipulags- og íbúðamál á höfuðborgarsvæðinu gefur það til kynna að hugmyndafræði Bjarts og hreppstjórans lifi ágætu lífi með landanum. Bústólpar nútímans koma sér fyrir í þéttbýlinu en vilja þó helst geta séð bæði Esjuna og Keili út um gluggann, haft götuna og jafnvel hverfið eins og þeim hentar. Þess vegna er höfuðborgarsvæðið eins og bóndabæjaþyrping sem teygir anga sína um víðan völl. En sjálfstæði bústólpanna gengur þó stundum í berhögg við fyrirhyggjan yfirvaldsins því einhvers staðar verður þyrluflugvöllur fyrir sjúkrahúsið að vera, einhvers staðar verða krakkarnir að fá að spila körfubolta, svo þarf að stækka leikskóla svo að öll börnin komist fyrir, einhvers staðar þarf að vista fíkla í meðferð og annars staðar menn sem gatan tæki annars við. Þetta hefur verið að raska ró íbúanna að undanförnu. Kannski er yfirvaldið í sumum tilfellum klaufalegt þegar það er að koma þessu niður við túnfót nútíma bústólpanna. En viðbrögð þeirra minna um margt á sögusvið Sjálfstæðs fólks eftir Halldór Laxness, nema hvað Bjartur er kominn á mölina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun
Bjartur í Sumarhúsum var mikill gallagripur enda saman settur úr mörgum þeim löstum sem hrjáð hafa landamenn frá aldaöðli. Hann hugsaði um það eitt að vera sjálfstæður og óháður; skuldlaus við guð og menn. Hvað eitt sem minnti hann á að við verðum að taka tillit til annarra í kringum okkur var eitur í hans beinum. Til dæmis brást hann illur við þegar fyrsta kona hans setti út á matseðilinn í Sumarhúsum en á honum var ekkert annað en steinbítur. Langaði konu í kjöt svo Bjartur brá á það ráð að telja henni trú um að hin landlæga hjartveiki væri nú farin að gera vart við sig hjá kellu. Væri því ekkert annað að gera en hella í hana meðali en það varð til þess að hún lá í móki í rúmi sínu alla daga sem var hið besta mál fyrir Bjart því ekki truflaði hún hann með tiktúrum sínum á meðan. Slík meðul dugðu þó ekki á hreppstjórann sem var sífellt að minna á vald sitt og reyndi að pranga ýmsum hlutum inn á dalabóndann til að gera hann háðari sér. Einnig áttu menn það til að vappa um landareign Bjarts en slíka óhæfu fannst honum sjálfstæðir menn ekki þurfa að þola. Umræðan um hin ýmsu skipulags- og íbúðamál á höfuðborgarsvæðinu gefur það til kynna að hugmyndafræði Bjarts og hreppstjórans lifi ágætu lífi með landanum. Bústólpar nútímans koma sér fyrir í þéttbýlinu en vilja þó helst geta séð bæði Esjuna og Keili út um gluggann, haft götuna og jafnvel hverfið eins og þeim hentar. Þess vegna er höfuðborgarsvæðið eins og bóndabæjaþyrping sem teygir anga sína um víðan völl. En sjálfstæði bústólpanna gengur þó stundum í berhögg við fyrirhyggjan yfirvaldsins því einhvers staðar verður þyrluflugvöllur fyrir sjúkrahúsið að vera, einhvers staðar verða krakkarnir að fá að spila körfubolta, svo þarf að stækka leikskóla svo að öll börnin komist fyrir, einhvers staðar þarf að vista fíkla í meðferð og annars staðar menn sem gatan tæki annars við. Þetta hefur verið að raska ró íbúanna að undanförnu. Kannski er yfirvaldið í sumum tilfellum klaufalegt þegar það er að koma þessu niður við túnfót nútíma bústólpanna. En viðbrögð þeirra minna um margt á sögusvið Sjálfstæðs fólks eftir Halldór Laxness, nema hvað Bjartur er kominn á mölina.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun