Vona að drengirnir finni neistann 9. desember 2008 11:56 Mynd/BB "Að sjálfssögðu er þetta leiðinlegt, því auðvitað vill maður reyna að snúa þessu við, en þeir vildu ekki gefa tækifæri til þess," sagði Bragi Magnússon sem var í gærkvöld leystur undan samningi við Stjörnuna. Stjarnan hefur aðeins unnið tvo af tíu leikjum sínum í úrvalsdeildinni til þessa og það þótti ekki viðunandi árangur að mati stjórnarinnar. "Maður hefði auðvitað viljað vinna að minnsta kosti tvo af þessum leikjum í viðbót. Við fengum skell á móti Keflavík en annars hafa leikir okkar allir verið jafnir og spennandi. Þetta var bara ekki að detta hjá okkur og við vorum t.d. ekki langt frá því að vinna KR, töpuðum í framlengingu gegn Grindavík og töpuðum naumlega fyrir Tindastól - sem eru efstu liðin í deildinni," sagði Bragi í samtali við Vísi. Þetta kemur heim og saman þegar úrslit liðsins í vetur eru skoðuð. Liðið steinlá fyrir Keflavík með 34 stigum á útivelli um miðjan síðasta mánuð, en hinum sjö leikjunum hefur liðið tapað með að meðaltali 6,3 stiga mun og engum þeirra með meira en 10 stigum. "Það var bara einhver andlegur þáttur í þessu sem kom í veg fyrir að við næðum að stíga upp og klára leikina. Ég vona bara að með nýjum manni og nýju skipulagi finni drengirnir einhvern falinn neista sem gerir það að verkum að þeir nái að klára þessa leiki sem eftir eru," sagði Bragi. Hann er nokkuð ánægður með það starf sem hann hefur unnið hjá Stjörnunni. "Ég tók við Stjörnunni í næstneðsta sæti í 1. deildinni fyrir tveimur árum og kom liðinu upp í úrvalsdeild og tel mig því eiga heilmikið í þessu liði." Vísir spurði Braga hvort hann ætlaði að halda áfram í þjálfun ef hann fengi gott tilboð til þess á næstunni. "Maður tekur sér kannski smá pásu eftir að hafa verið nánast samfleytt í þessu í einhver 17 ár, en ef kemur eitthvað spennandi upp á borðið er sjálfssagt að skoða það," sagði Bragi. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Bragi rekinn frá Stjörnunni Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur ákveðið að segja upp samningi við þjálfarann Braga Magnússon þar sem gengi liðsins í vetur hafi ekki verið í samræmi við væntingar. 9. desember 2008 11:36 Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira
"Að sjálfssögðu er þetta leiðinlegt, því auðvitað vill maður reyna að snúa þessu við, en þeir vildu ekki gefa tækifæri til þess," sagði Bragi Magnússon sem var í gærkvöld leystur undan samningi við Stjörnuna. Stjarnan hefur aðeins unnið tvo af tíu leikjum sínum í úrvalsdeildinni til þessa og það þótti ekki viðunandi árangur að mati stjórnarinnar. "Maður hefði auðvitað viljað vinna að minnsta kosti tvo af þessum leikjum í viðbót. Við fengum skell á móti Keflavík en annars hafa leikir okkar allir verið jafnir og spennandi. Þetta var bara ekki að detta hjá okkur og við vorum t.d. ekki langt frá því að vinna KR, töpuðum í framlengingu gegn Grindavík og töpuðum naumlega fyrir Tindastól - sem eru efstu liðin í deildinni," sagði Bragi í samtali við Vísi. Þetta kemur heim og saman þegar úrslit liðsins í vetur eru skoðuð. Liðið steinlá fyrir Keflavík með 34 stigum á útivelli um miðjan síðasta mánuð, en hinum sjö leikjunum hefur liðið tapað með að meðaltali 6,3 stiga mun og engum þeirra með meira en 10 stigum. "Það var bara einhver andlegur þáttur í þessu sem kom í veg fyrir að við næðum að stíga upp og klára leikina. Ég vona bara að með nýjum manni og nýju skipulagi finni drengirnir einhvern falinn neista sem gerir það að verkum að þeir nái að klára þessa leiki sem eftir eru," sagði Bragi. Hann er nokkuð ánægður með það starf sem hann hefur unnið hjá Stjörnunni. "Ég tók við Stjörnunni í næstneðsta sæti í 1. deildinni fyrir tveimur árum og kom liðinu upp í úrvalsdeild og tel mig því eiga heilmikið í þessu liði." Vísir spurði Braga hvort hann ætlaði að halda áfram í þjálfun ef hann fengi gott tilboð til þess á næstunni. "Maður tekur sér kannski smá pásu eftir að hafa verið nánast samfleytt í þessu í einhver 17 ár, en ef kemur eitthvað spennandi upp á borðið er sjálfssagt að skoða það," sagði Bragi.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Bragi rekinn frá Stjörnunni Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur ákveðið að segja upp samningi við þjálfarann Braga Magnússon þar sem gengi liðsins í vetur hafi ekki verið í samræmi við væntingar. 9. desember 2008 11:36 Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira
Bragi rekinn frá Stjörnunni Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur ákveðið að segja upp samningi við þjálfarann Braga Magnússon þar sem gengi liðsins í vetur hafi ekki verið í samræmi við væntingar. 9. desember 2008 11:36