Erlent

Lét dótturina að­stoða við að reisa dýflissuna

Josef Fritzl.
Josef Fritzl.

Josef Fritzl, skrímslið frá Amstetten, fékk hjálp frá Elisabeth dóttur sinni við að innrétta dýflissuna þar sem hún mátti hýrast næstu 24 árin. Breska dagblaðið The Sun greinir frá þessu í dag og hefur eftir rannsóknarmönnum í málinu. Elisabeth var 18 ára gömul þegar faðir hennar fékk hana til að aðstoða sig við að innrétta húsnæðið í kjallara heimilis þeirra.

Eitt síðasta verkið var að koma fyrir þykkri hurð úr stáli. Nokkrum mínútum eftir að því verki lauk er talið að Fritzl hafi notað klút vættan í eter til að svæfa hana. Þegar hún vaknaði var hann búinn að óla hana við borð í dýflissunni og þar var hún hlekkjuð næstu sex til níu mánuðina.

Eftir því sem tíminn leið og börnunum í dýflissunni fjölgaði þurfti Fritzl að stækka vistarverurnar og lét hann Elisabeth aðstoða sig við það eins og í upphafi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×