Margslungið mál Einar K. Guðfinnsson skrifar 4. júlí 2008 00:01 Rétt er það að ákvörðun um heildarafla að þessu sinni að hún er ekki að fullu í samræmi við tillögur Hafrannsóknastofnunarinnar. En er það fréttnæmt? Vissulega ekki. Í fyrra þegar ákveðið var að lækka mjög heildarafla í þorski, var jafnframt tekin ákvörðun um að fara ekki heldur að fullu eftir tillögum Hafrannsóknastofnunarinnar í öllum tegundum. Alveg eins og núna. Að þessari niðurstöðu hnigu þá og hníga nú margvísleg rök, sem ættu að blasa við þeim sem kynna sér málin. Nauðsynlegt er að benda á að reglugerðin um hámarksafla nú nær til sautján fisktegunda. Í níu þeirra er hámarksaflinn ákveðinn sá sami fyrir næsta fiskveiðiár og er á yfirstandandi fiskveiðiári. Þá er þess enn að geta að nær undantekningarlaust er hér um að ræða tegundir þar sem Hafrannsóknastofnunin leggur óbreytta ráðgjöf; og það þó ákveðið hafi verið í fyrra að fara lítillega fram úr ráðgjöfinni við ákvörðun um heildarafla fyrir yfirstandandi ár, í a.m.k. einhverjum þeirra. Með öðrum orðum hafði sú ákvörðun, að fara eitthvað fram úr ráðgjöf stofnunarinnar í fyrra, bersýnilega ekki þau neikvæðu áhrif á stöðu fiskistofnanna að það þætti ástæða til að leggja til aflaminnkun af þeim ástæðum. Enn er þess að geta að við aflaákvörðun nú er aflamark aukið í þremur tegundum. Það er gert í kjölfar þess að Hafró leggur til að kvótinn sé aukinn frá ráðgjöf síðasta árs og þar með meðal annars, aukningu miðað við útgefinn kvóta síðasta árs. Loks er það að nefna að aflaheimildir eru dregnar saman í fimm tilvikum frá síðasta ári, skiljanlega mismikið þó. Endurspeglar það þá staðreynd að Hafró leggur til aflaminnkun í þessum tegundum. Við aflaákvörðun er að að mörgu að hyggja. Stóra málið er vitaskuld að hún tryggi sjálfbærni veiðanna og að þær megi stunda með arðbærum hætti til frambúðar. Aðstæður geta svo verið á þann veg, að skynsamlegt sé að heimila veiðar á tilteknum stofnum, umfram ítrustu tillögur fiskifræðinga. Þetta getur þannig átt við fiskimiðin okkar. Við þurfum að takmarka stíft sókn í tilteknar tegundir, en til eru aðrir sterkir stofnar sem þola tímabundna meiri veiði. Einnig geta verið uppi sérstakar aðstæður, eins og í grálúðunni. Hún er stofn sem við höfum ekki einir ráðstöfunarrétt yfir og engir samningar gilda um. Við ráðum einfaldlega ekki við aðstæður. Lækkun aflamarks í grálúðu í samræmi við ráð fiskifræðinga myndi ekki tryggja að veitt yrði minna af stofninum í heild sinni. Aflaákvörðun er því augljóslega margslungið mál sem ekki verður rætt með einfölduðum hætti, eins og örlað hefur á síðustu dægrin. Þess vegna er vandað stofnstærðarmat okkar fremstu vísindastofnunar lagt til grundvallar. Jafnframt er tekið tillit til sjónarmiða fleiri aðila eins og kostur og skynsemi leyfir. Að því búnu eru fjölþættar aðstæður, á borð við þær sem raktar hafa verið í greininni, vegnar og metnar. Allt þetta er nauðsynlegt að hafa í huga þegar rætt er um ákvarðanir um heildarafla hverju sinni. Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Rétt er það að ákvörðun um heildarafla að þessu sinni að hún er ekki að fullu í samræmi við tillögur Hafrannsóknastofnunarinnar. En er það fréttnæmt? Vissulega ekki. Í fyrra þegar ákveðið var að lækka mjög heildarafla í þorski, var jafnframt tekin ákvörðun um að fara ekki heldur að fullu eftir tillögum Hafrannsóknastofnunarinnar í öllum tegundum. Alveg eins og núna. Að þessari niðurstöðu hnigu þá og hníga nú margvísleg rök, sem ættu að blasa við þeim sem kynna sér málin. Nauðsynlegt er að benda á að reglugerðin um hámarksafla nú nær til sautján fisktegunda. Í níu þeirra er hámarksaflinn ákveðinn sá sami fyrir næsta fiskveiðiár og er á yfirstandandi fiskveiðiári. Þá er þess enn að geta að nær undantekningarlaust er hér um að ræða tegundir þar sem Hafrannsóknastofnunin leggur óbreytta ráðgjöf; og það þó ákveðið hafi verið í fyrra að fara lítillega fram úr ráðgjöfinni við ákvörðun um heildarafla fyrir yfirstandandi ár, í a.m.k. einhverjum þeirra. Með öðrum orðum hafði sú ákvörðun, að fara eitthvað fram úr ráðgjöf stofnunarinnar í fyrra, bersýnilega ekki þau neikvæðu áhrif á stöðu fiskistofnanna að það þætti ástæða til að leggja til aflaminnkun af þeim ástæðum. Enn er þess að geta að við aflaákvörðun nú er aflamark aukið í þremur tegundum. Það er gert í kjölfar þess að Hafró leggur til að kvótinn sé aukinn frá ráðgjöf síðasta árs og þar með meðal annars, aukningu miðað við útgefinn kvóta síðasta árs. Loks er það að nefna að aflaheimildir eru dregnar saman í fimm tilvikum frá síðasta ári, skiljanlega mismikið þó. Endurspeglar það þá staðreynd að Hafró leggur til aflaminnkun í þessum tegundum. Við aflaákvörðun er að að mörgu að hyggja. Stóra málið er vitaskuld að hún tryggi sjálfbærni veiðanna og að þær megi stunda með arðbærum hætti til frambúðar. Aðstæður geta svo verið á þann veg, að skynsamlegt sé að heimila veiðar á tilteknum stofnum, umfram ítrustu tillögur fiskifræðinga. Þetta getur þannig átt við fiskimiðin okkar. Við þurfum að takmarka stíft sókn í tilteknar tegundir, en til eru aðrir sterkir stofnar sem þola tímabundna meiri veiði. Einnig geta verið uppi sérstakar aðstæður, eins og í grálúðunni. Hún er stofn sem við höfum ekki einir ráðstöfunarrétt yfir og engir samningar gilda um. Við ráðum einfaldlega ekki við aðstæður. Lækkun aflamarks í grálúðu í samræmi við ráð fiskifræðinga myndi ekki tryggja að veitt yrði minna af stofninum í heild sinni. Aflaákvörðun er því augljóslega margslungið mál sem ekki verður rætt með einfölduðum hætti, eins og örlað hefur á síðustu dægrin. Þess vegna er vandað stofnstærðarmat okkar fremstu vísindastofnunar lagt til grundvallar. Jafnframt er tekið tillit til sjónarmiða fleiri aðila eins og kostur og skynsemi leyfir. Að því búnu eru fjölþættar aðstæður, á borð við þær sem raktar hafa verið í greininni, vegnar og metnar. Allt þetta er nauðsynlegt að hafa í huga þegar rætt er um ákvarðanir um heildarafla hverju sinni. Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar