Kjöraðstæður fyrir spillingu 7. desember 2008 14:18 Jón Steinsson lektor við Columbia háskólann í Bandaríkjunum. Jón Steinsson lektor í hagfræði við Columbia háskólann í Bandaríkjunum segir engin lög í gildi hér á landi sem komi í veg fyrir að sami aðili sitji beggja vegna borðsins og steli af öðrum hluthöfum. Hann segir Lífeyrissjóðina ekki hafa gætt hagsmuna félaga sinna og það sé mikill áfellisdómur yfir þeim. Jón var gestur í Silfir Egils fyrr í dag. „Í grunninn eru þetta bara viðskipti þar sem annar aðilinn á heilt fyrirtæki eða einkahlutafélag. Hann er síðan í stjórn almenningshlutafélags og lætur viðskipti eiga sér stað á milli þessara tveggja fyrirtækja. Hann er hinsvegar báðum megin við borðið og selur fyrirtæki B hlut á yfirverði, sem þýðir að þessi aðili er að hagnast á kostnað annarra hluthafa," sagði Jón sem skrifað hefur greinar um þessi mál undanfarið. Hann sagðist telja að viðskipti með þessum hætti væru mikil hér á landi og verstu dæmin væru þegar þekkt. Í því sambandi nefndi hann Sterling, 10/11, Kaldbak og nýjasta dæmið væri Stím. Hann segir að því miður séu engin lög hér á landi sem komi í veg fyrir viðskipti með þessum hætti og kristallist það í 10/11 málinu sem var vísað frá dómi sem eðlilegum viðskiptum. „Þar kemur það skýrt fram að á Íslandi í dag eru ekki til lög sem koma í veg fyrir það að aðili getur setið báðum megin við borðið og stolið af smáum hluthöfum." Jón sagði Lífeyrissjóðina hafa tapað gríðarlegu fé í þessu samhengi og þeir hefðu brugðist sjóðsfélögum sínum með því að gæta ekki hagsmuna þeirra. Á sama tíma hafi þessir menn verið úti að borða og á fótboltavöllum með þeim aðilum sem áttu að tryggja að þessi viðskipti væru í lagi. Hann sagði alveg ljóst að nú þyrfti að setja strangari og skýrari lög um að það megi ekki stela. „Í löndum þar sem er gott regluverk varðandi þetta, eins og í Bandaríkjunum og Bretlandi, eru menn leiddir út í handjárnum sem gera svona." Jón sem verið hefur meðal ráðgjafa ríkisstjórnarinnar í yfirstandinu erfiðleikum segir að í bankakerfinu í dag séu skuldir og eignir upp á þrjú þúsund miljarða sem ríkið sé nú búið að ábyrgjast. „Skuldirnar munu ekki rýrna en hættan er sú að eignirnar muni rýrna. Ég hef áhyggjur af því að eftir 2-3 ár komi í ljós að eignir bankanna hafi rýrnað um segjum 20% sem eru 600 milljarðar," sagði Jón. Hans áhyggjur snúast einnig að því að á þessum tíma muni sömu aðilar vera búnir að eignast eignirnar aftur. Það sé eitthvað sem megi ekki gerast. „Þeir eru í kjöraðstöðu til þess vegna þess að þeir þekkja fyrirtækin og vita hvernig á að búa til samninga sem hljóma vel fyrir ríkið en eru svo eitthvað allt annað." Hann segir að ekki sé næg þekking inni í bönkunum til þess að koma í veg fyrir að svona fari. Nú séu uppi kjöraðstæður fyrir látalæti sem þessi. „Kjöraðstæður fyrir spillingu." Stím málið Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Ísland ekki á lista Trumps en líklega kemur tíu prósenta tollur Viðskipti erlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Jón Steinsson lektor í hagfræði við Columbia háskólann í Bandaríkjunum segir engin lög í gildi hér á landi sem komi í veg fyrir að sami aðili sitji beggja vegna borðsins og steli af öðrum hluthöfum. Hann segir Lífeyrissjóðina ekki hafa gætt hagsmuna félaga sinna og það sé mikill áfellisdómur yfir þeim. Jón var gestur í Silfir Egils fyrr í dag. „Í grunninn eru þetta bara viðskipti þar sem annar aðilinn á heilt fyrirtæki eða einkahlutafélag. Hann er síðan í stjórn almenningshlutafélags og lætur viðskipti eiga sér stað á milli þessara tveggja fyrirtækja. Hann er hinsvegar báðum megin við borðið og selur fyrirtæki B hlut á yfirverði, sem þýðir að þessi aðili er að hagnast á kostnað annarra hluthafa," sagði Jón sem skrifað hefur greinar um þessi mál undanfarið. Hann sagðist telja að viðskipti með þessum hætti væru mikil hér á landi og verstu dæmin væru þegar þekkt. Í því sambandi nefndi hann Sterling, 10/11, Kaldbak og nýjasta dæmið væri Stím. Hann segir að því miður séu engin lög hér á landi sem komi í veg fyrir viðskipti með þessum hætti og kristallist það í 10/11 málinu sem var vísað frá dómi sem eðlilegum viðskiptum. „Þar kemur það skýrt fram að á Íslandi í dag eru ekki til lög sem koma í veg fyrir það að aðili getur setið báðum megin við borðið og stolið af smáum hluthöfum." Jón sagði Lífeyrissjóðina hafa tapað gríðarlegu fé í þessu samhengi og þeir hefðu brugðist sjóðsfélögum sínum með því að gæta ekki hagsmuna þeirra. Á sama tíma hafi þessir menn verið úti að borða og á fótboltavöllum með þeim aðilum sem áttu að tryggja að þessi viðskipti væru í lagi. Hann sagði alveg ljóst að nú þyrfti að setja strangari og skýrari lög um að það megi ekki stela. „Í löndum þar sem er gott regluverk varðandi þetta, eins og í Bandaríkjunum og Bretlandi, eru menn leiddir út í handjárnum sem gera svona." Jón sem verið hefur meðal ráðgjafa ríkisstjórnarinnar í yfirstandinu erfiðleikum segir að í bankakerfinu í dag séu skuldir og eignir upp á þrjú þúsund miljarða sem ríkið sé nú búið að ábyrgjast. „Skuldirnar munu ekki rýrna en hættan er sú að eignirnar muni rýrna. Ég hef áhyggjur af því að eftir 2-3 ár komi í ljós að eignir bankanna hafi rýrnað um segjum 20% sem eru 600 milljarðar," sagði Jón. Hans áhyggjur snúast einnig að því að á þessum tíma muni sömu aðilar vera búnir að eignast eignirnar aftur. Það sé eitthvað sem megi ekki gerast. „Þeir eru í kjöraðstöðu til þess vegna þess að þeir þekkja fyrirtækin og vita hvernig á að búa til samninga sem hljóma vel fyrir ríkið en eru svo eitthvað allt annað." Hann segir að ekki sé næg þekking inni í bönkunum til þess að koma í veg fyrir að svona fari. Nú séu uppi kjöraðstæður fyrir látalæti sem þessi. „Kjöraðstæður fyrir spillingu."
Stím málið Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Ísland ekki á lista Trumps en líklega kemur tíu prósenta tollur Viðskipti erlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira