Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur samið við Teit Örlygsson um að taka við þjálfun liðsins. Frá þessu er greint á heimasíðu Garðabæjarliðsins.
Hann tekur við af Braga Magnússyni sem var látinn taka pokann sinn á dögunum en Stjarnan er í næstneðsta sæti Iceland Express deildarinnar.
Teitur varð margfaldur Íslands- og bikarmeistari sem leikmaður Njarðvíkur en hann þjálfaði liðið síðasta tímabil. Teitur mun sitja á bekknum með þeim Jóni Kr. Gíslasyni og Eyjólfi Jónssyni sem stjórna leiknum í kvöld gegn FSu og mun hann svo taka formlega við Stjörnuliðinu fyrir leikinn gegn ÍBV í bikarkeppninni á laugardaginn.