Spánverjinn Rafael Nadal er kominn í efsta sæti heimslistans í tennis en nýr listi var opinberaður í dag. Roger Federer hafði verið í efsta sætinu í 237 vikur í röð en það er met.
Nadal vann Ólympíugull á sunnudag en hann hefur verið í öðru sæti heimslistans síðan í júlí 2005. Hann hefur hinsvegar farið á kostum á árinu og unnið átta titla meðan Federer hefur tekið tvo.