Velvilji hjá Saxo Bank í garð Íslands Annas Sigmundsson skrifar 25. júní 2008 00:01 Jóhanna og Nicholas Þau segja að yfirlýsing Davids Karsbøl um að skuldatryggingaálag Kaupþings benti til þess að bankinn gæti orðið gjaldþrota innan nokkurra mánaða og samlíking Íslands við Simbabve hafi komið þeim í opna skjöldu. aðsend Mynd „Saxo Bank hafði samband við okkur eftir að hafa verið bent á okkur,“ segja þau Jóhanna Ríkarðsdóttir viðskiptafræðingur og Nicholas Albert O"Keeffe, sérfræðingur í viðskiptaþróun. Þau Jóhanna og Nicholas eru á meðal sex Íslendinga sem nú vinna hjá danska bankanum Saxo Bank. Á þeim tíma sem Saxo Bank hafði samband við þau vann Nicholas að doktorsritgerð sinni við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS) og Jóhanna stundaði meistaranám við sama skóla. Varðandi umfjöllun danskra fjölmiðla um íslenskt efnahagslíf á undanförnum árum segja þau að oft rati neikvæðar greinar í dönskum blöðum auðveldar í fjölmiðla á Íslandi. Færa megi rök fyrir því að efnisinnihald endurspegli oft þekkingarleysi blaðamanna á íslensku efnahagslífi. Í viðskiptalífinu í Danmörku sé þó almennt traust og virðing borin til íslenskra fyrirtækja sem birtist að hluta til í þeirri velgegni sem íslensk útrásarfyrirtæki hafi hlotið í Danmörku. Aðspurð hvort Danir finni jafnmikið fyrir efnahagsþrengingum nú og við Íslendingar segja þau áhrifin ekki eins mikil í Danmörku. „Dönsk króna er gengistengd evru sem hefur haldið gjaldmiðlinum hingað til öruggum. Hér er umtalsverð lægð á fasteignamarkaðinum og hefur sala dregist saman og verð almennt lækkað á fasteignum. Samtímis því hafa vextir á langtíma húsnæðislánum hækkað á síðastliðnum tveimur árum, úr rúmum fjórum prósentum í sjö,“ segir Nicholas. Nicholas og Jóhanna segja að yfirlýsing Davids Karsbøl, yfirmanns í greiningardeild Saxo Bank, um að skuldatryggingaálag Kaupþings benti til þess að bankinn gæti orðið gjaldþrota innan nokkurra mánaða og samlíking Íslands við Simbabve hafi komið þeim í opna skjöldu. „Þetta mál fór fyrir brjóstið á Lars Seier Christensen, einum stofnenda og aðaleiganda Saxo Bank, sem hefur sterk persónuleg tengsl við Ísland,“ segir Jóhanna. Þau segja að Saxo Bank líti upp til velgegni íslensku bankanna og taki athafnasemi og metnað þeirra til fyrirmyndar. Þau ítreka það að viðskiptavinir Saxo Bank hafi ekki skortselt bréf í íslenskum bönkum því bankinn bjóði ekki upp á aðgengi að íslenska markaðinum og ekki sé hægt að skortselja íslensk fyrirtæki í gegnum Saxo Bank. Hins vegar sé hægt að taka skortstöður í erlendum fyrirtækjum, þar á meðal í dönskum bönkum með svokölluðum CFD-afleiðum (hlutabréfaafleiður). „Það hefur verið nokkuð vinsælt meðal Íslendinga,“ segir Jóhanna. Saxo Bank verður með námskeið hérlendis 2. og 3. júlí næstkomandi þar sem fjallað verður meðal annars um viðskipti með gjaldeyri og CFD-afleiður. Segja þau Nicholas og Jóhanna að von sé á góðri þátttöku Íslendinga. Héðan og þaðan Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
„Saxo Bank hafði samband við okkur eftir að hafa verið bent á okkur,“ segja þau Jóhanna Ríkarðsdóttir viðskiptafræðingur og Nicholas Albert O"Keeffe, sérfræðingur í viðskiptaþróun. Þau Jóhanna og Nicholas eru á meðal sex Íslendinga sem nú vinna hjá danska bankanum Saxo Bank. Á þeim tíma sem Saxo Bank hafði samband við þau vann Nicholas að doktorsritgerð sinni við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS) og Jóhanna stundaði meistaranám við sama skóla. Varðandi umfjöllun danskra fjölmiðla um íslenskt efnahagslíf á undanförnum árum segja þau að oft rati neikvæðar greinar í dönskum blöðum auðveldar í fjölmiðla á Íslandi. Færa megi rök fyrir því að efnisinnihald endurspegli oft þekkingarleysi blaðamanna á íslensku efnahagslífi. Í viðskiptalífinu í Danmörku sé þó almennt traust og virðing borin til íslenskra fyrirtækja sem birtist að hluta til í þeirri velgegni sem íslensk útrásarfyrirtæki hafi hlotið í Danmörku. Aðspurð hvort Danir finni jafnmikið fyrir efnahagsþrengingum nú og við Íslendingar segja þau áhrifin ekki eins mikil í Danmörku. „Dönsk króna er gengistengd evru sem hefur haldið gjaldmiðlinum hingað til öruggum. Hér er umtalsverð lægð á fasteignamarkaðinum og hefur sala dregist saman og verð almennt lækkað á fasteignum. Samtímis því hafa vextir á langtíma húsnæðislánum hækkað á síðastliðnum tveimur árum, úr rúmum fjórum prósentum í sjö,“ segir Nicholas. Nicholas og Jóhanna segja að yfirlýsing Davids Karsbøl, yfirmanns í greiningardeild Saxo Bank, um að skuldatryggingaálag Kaupþings benti til þess að bankinn gæti orðið gjaldþrota innan nokkurra mánaða og samlíking Íslands við Simbabve hafi komið þeim í opna skjöldu. „Þetta mál fór fyrir brjóstið á Lars Seier Christensen, einum stofnenda og aðaleiganda Saxo Bank, sem hefur sterk persónuleg tengsl við Ísland,“ segir Jóhanna. Þau segja að Saxo Bank líti upp til velgegni íslensku bankanna og taki athafnasemi og metnað þeirra til fyrirmyndar. Þau ítreka það að viðskiptavinir Saxo Bank hafi ekki skortselt bréf í íslenskum bönkum því bankinn bjóði ekki upp á aðgengi að íslenska markaðinum og ekki sé hægt að skortselja íslensk fyrirtæki í gegnum Saxo Bank. Hins vegar sé hægt að taka skortstöður í erlendum fyrirtækjum, þar á meðal í dönskum bönkum með svokölluðum CFD-afleiðum (hlutabréfaafleiður). „Það hefur verið nokkuð vinsælt meðal Íslendinga,“ segir Jóhanna. Saxo Bank verður með námskeið hérlendis 2. og 3. júlí næstkomandi þar sem fjallað verður meðal annars um viðskipti með gjaldeyri og CFD-afleiður. Segja þau Nicholas og Jóhanna að von sé á góðri þátttöku Íslendinga.
Héðan og þaðan Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira