Velvilji hjá Saxo Bank í garð Íslands Annas Sigmundsson skrifar 25. júní 2008 00:01 Jóhanna og Nicholas Þau segja að yfirlýsing Davids Karsbøl um að skuldatryggingaálag Kaupþings benti til þess að bankinn gæti orðið gjaldþrota innan nokkurra mánaða og samlíking Íslands við Simbabve hafi komið þeim í opna skjöldu. aðsend Mynd „Saxo Bank hafði samband við okkur eftir að hafa verið bent á okkur,“ segja þau Jóhanna Ríkarðsdóttir viðskiptafræðingur og Nicholas Albert O"Keeffe, sérfræðingur í viðskiptaþróun. Þau Jóhanna og Nicholas eru á meðal sex Íslendinga sem nú vinna hjá danska bankanum Saxo Bank. Á þeim tíma sem Saxo Bank hafði samband við þau vann Nicholas að doktorsritgerð sinni við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS) og Jóhanna stundaði meistaranám við sama skóla. Varðandi umfjöllun danskra fjölmiðla um íslenskt efnahagslíf á undanförnum árum segja þau að oft rati neikvæðar greinar í dönskum blöðum auðveldar í fjölmiðla á Íslandi. Færa megi rök fyrir því að efnisinnihald endurspegli oft þekkingarleysi blaðamanna á íslensku efnahagslífi. Í viðskiptalífinu í Danmörku sé þó almennt traust og virðing borin til íslenskra fyrirtækja sem birtist að hluta til í þeirri velgegni sem íslensk útrásarfyrirtæki hafi hlotið í Danmörku. Aðspurð hvort Danir finni jafnmikið fyrir efnahagsþrengingum nú og við Íslendingar segja þau áhrifin ekki eins mikil í Danmörku. „Dönsk króna er gengistengd evru sem hefur haldið gjaldmiðlinum hingað til öruggum. Hér er umtalsverð lægð á fasteignamarkaðinum og hefur sala dregist saman og verð almennt lækkað á fasteignum. Samtímis því hafa vextir á langtíma húsnæðislánum hækkað á síðastliðnum tveimur árum, úr rúmum fjórum prósentum í sjö,“ segir Nicholas. Nicholas og Jóhanna segja að yfirlýsing Davids Karsbøl, yfirmanns í greiningardeild Saxo Bank, um að skuldatryggingaálag Kaupþings benti til þess að bankinn gæti orðið gjaldþrota innan nokkurra mánaða og samlíking Íslands við Simbabve hafi komið þeim í opna skjöldu. „Þetta mál fór fyrir brjóstið á Lars Seier Christensen, einum stofnenda og aðaleiganda Saxo Bank, sem hefur sterk persónuleg tengsl við Ísland,“ segir Jóhanna. Þau segja að Saxo Bank líti upp til velgegni íslensku bankanna og taki athafnasemi og metnað þeirra til fyrirmyndar. Þau ítreka það að viðskiptavinir Saxo Bank hafi ekki skortselt bréf í íslenskum bönkum því bankinn bjóði ekki upp á aðgengi að íslenska markaðinum og ekki sé hægt að skortselja íslensk fyrirtæki í gegnum Saxo Bank. Hins vegar sé hægt að taka skortstöður í erlendum fyrirtækjum, þar á meðal í dönskum bönkum með svokölluðum CFD-afleiðum (hlutabréfaafleiður). „Það hefur verið nokkuð vinsælt meðal Íslendinga,“ segir Jóhanna. Saxo Bank verður með námskeið hérlendis 2. og 3. júlí næstkomandi þar sem fjallað verður meðal annars um viðskipti með gjaldeyri og CFD-afleiður. Segja þau Nicholas og Jóhanna að von sé á góðri þátttöku Íslendinga. Héðan og þaðan Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
„Saxo Bank hafði samband við okkur eftir að hafa verið bent á okkur,“ segja þau Jóhanna Ríkarðsdóttir viðskiptafræðingur og Nicholas Albert O"Keeffe, sérfræðingur í viðskiptaþróun. Þau Jóhanna og Nicholas eru á meðal sex Íslendinga sem nú vinna hjá danska bankanum Saxo Bank. Á þeim tíma sem Saxo Bank hafði samband við þau vann Nicholas að doktorsritgerð sinni við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS) og Jóhanna stundaði meistaranám við sama skóla. Varðandi umfjöllun danskra fjölmiðla um íslenskt efnahagslíf á undanförnum árum segja þau að oft rati neikvæðar greinar í dönskum blöðum auðveldar í fjölmiðla á Íslandi. Færa megi rök fyrir því að efnisinnihald endurspegli oft þekkingarleysi blaðamanna á íslensku efnahagslífi. Í viðskiptalífinu í Danmörku sé þó almennt traust og virðing borin til íslenskra fyrirtækja sem birtist að hluta til í þeirri velgegni sem íslensk útrásarfyrirtæki hafi hlotið í Danmörku. Aðspurð hvort Danir finni jafnmikið fyrir efnahagsþrengingum nú og við Íslendingar segja þau áhrifin ekki eins mikil í Danmörku. „Dönsk króna er gengistengd evru sem hefur haldið gjaldmiðlinum hingað til öruggum. Hér er umtalsverð lægð á fasteignamarkaðinum og hefur sala dregist saman og verð almennt lækkað á fasteignum. Samtímis því hafa vextir á langtíma húsnæðislánum hækkað á síðastliðnum tveimur árum, úr rúmum fjórum prósentum í sjö,“ segir Nicholas. Nicholas og Jóhanna segja að yfirlýsing Davids Karsbøl, yfirmanns í greiningardeild Saxo Bank, um að skuldatryggingaálag Kaupþings benti til þess að bankinn gæti orðið gjaldþrota innan nokkurra mánaða og samlíking Íslands við Simbabve hafi komið þeim í opna skjöldu. „Þetta mál fór fyrir brjóstið á Lars Seier Christensen, einum stofnenda og aðaleiganda Saxo Bank, sem hefur sterk persónuleg tengsl við Ísland,“ segir Jóhanna. Þau segja að Saxo Bank líti upp til velgegni íslensku bankanna og taki athafnasemi og metnað þeirra til fyrirmyndar. Þau ítreka það að viðskiptavinir Saxo Bank hafi ekki skortselt bréf í íslenskum bönkum því bankinn bjóði ekki upp á aðgengi að íslenska markaðinum og ekki sé hægt að skortselja íslensk fyrirtæki í gegnum Saxo Bank. Hins vegar sé hægt að taka skortstöður í erlendum fyrirtækjum, þar á meðal í dönskum bönkum með svokölluðum CFD-afleiðum (hlutabréfaafleiður). „Það hefur verið nokkuð vinsælt meðal Íslendinga,“ segir Jóhanna. Saxo Bank verður með námskeið hérlendis 2. og 3. júlí næstkomandi þar sem fjallað verður meðal annars um viðskipti með gjaldeyri og CFD-afleiður. Segja þau Nicholas og Jóhanna að von sé á góðri þátttöku Íslendinga.
Héðan og þaðan Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira