Velvilji hjá Saxo Bank í garð Íslands Annas Sigmundsson skrifar 25. júní 2008 00:01 Jóhanna og Nicholas Þau segja að yfirlýsing Davids Karsbøl um að skuldatryggingaálag Kaupþings benti til þess að bankinn gæti orðið gjaldþrota innan nokkurra mánaða og samlíking Íslands við Simbabve hafi komið þeim í opna skjöldu. aðsend Mynd „Saxo Bank hafði samband við okkur eftir að hafa verið bent á okkur,“ segja þau Jóhanna Ríkarðsdóttir viðskiptafræðingur og Nicholas Albert O"Keeffe, sérfræðingur í viðskiptaþróun. Þau Jóhanna og Nicholas eru á meðal sex Íslendinga sem nú vinna hjá danska bankanum Saxo Bank. Á þeim tíma sem Saxo Bank hafði samband við þau vann Nicholas að doktorsritgerð sinni við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS) og Jóhanna stundaði meistaranám við sama skóla. Varðandi umfjöllun danskra fjölmiðla um íslenskt efnahagslíf á undanförnum árum segja þau að oft rati neikvæðar greinar í dönskum blöðum auðveldar í fjölmiðla á Íslandi. Færa megi rök fyrir því að efnisinnihald endurspegli oft þekkingarleysi blaðamanna á íslensku efnahagslífi. Í viðskiptalífinu í Danmörku sé þó almennt traust og virðing borin til íslenskra fyrirtækja sem birtist að hluta til í þeirri velgegni sem íslensk útrásarfyrirtæki hafi hlotið í Danmörku. Aðspurð hvort Danir finni jafnmikið fyrir efnahagsþrengingum nú og við Íslendingar segja þau áhrifin ekki eins mikil í Danmörku. „Dönsk króna er gengistengd evru sem hefur haldið gjaldmiðlinum hingað til öruggum. Hér er umtalsverð lægð á fasteignamarkaðinum og hefur sala dregist saman og verð almennt lækkað á fasteignum. Samtímis því hafa vextir á langtíma húsnæðislánum hækkað á síðastliðnum tveimur árum, úr rúmum fjórum prósentum í sjö,“ segir Nicholas. Nicholas og Jóhanna segja að yfirlýsing Davids Karsbøl, yfirmanns í greiningardeild Saxo Bank, um að skuldatryggingaálag Kaupþings benti til þess að bankinn gæti orðið gjaldþrota innan nokkurra mánaða og samlíking Íslands við Simbabve hafi komið þeim í opna skjöldu. „Þetta mál fór fyrir brjóstið á Lars Seier Christensen, einum stofnenda og aðaleiganda Saxo Bank, sem hefur sterk persónuleg tengsl við Ísland,“ segir Jóhanna. Þau segja að Saxo Bank líti upp til velgegni íslensku bankanna og taki athafnasemi og metnað þeirra til fyrirmyndar. Þau ítreka það að viðskiptavinir Saxo Bank hafi ekki skortselt bréf í íslenskum bönkum því bankinn bjóði ekki upp á aðgengi að íslenska markaðinum og ekki sé hægt að skortselja íslensk fyrirtæki í gegnum Saxo Bank. Hins vegar sé hægt að taka skortstöður í erlendum fyrirtækjum, þar á meðal í dönskum bönkum með svokölluðum CFD-afleiðum (hlutabréfaafleiður). „Það hefur verið nokkuð vinsælt meðal Íslendinga,“ segir Jóhanna. Saxo Bank verður með námskeið hérlendis 2. og 3. júlí næstkomandi þar sem fjallað verður meðal annars um viðskipti með gjaldeyri og CFD-afleiður. Segja þau Nicholas og Jóhanna að von sé á góðri þátttöku Íslendinga. Héðan og þaðan Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Sjá meira
„Saxo Bank hafði samband við okkur eftir að hafa verið bent á okkur,“ segja þau Jóhanna Ríkarðsdóttir viðskiptafræðingur og Nicholas Albert O"Keeffe, sérfræðingur í viðskiptaþróun. Þau Jóhanna og Nicholas eru á meðal sex Íslendinga sem nú vinna hjá danska bankanum Saxo Bank. Á þeim tíma sem Saxo Bank hafði samband við þau vann Nicholas að doktorsritgerð sinni við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS) og Jóhanna stundaði meistaranám við sama skóla. Varðandi umfjöllun danskra fjölmiðla um íslenskt efnahagslíf á undanförnum árum segja þau að oft rati neikvæðar greinar í dönskum blöðum auðveldar í fjölmiðla á Íslandi. Færa megi rök fyrir því að efnisinnihald endurspegli oft þekkingarleysi blaðamanna á íslensku efnahagslífi. Í viðskiptalífinu í Danmörku sé þó almennt traust og virðing borin til íslenskra fyrirtækja sem birtist að hluta til í þeirri velgegni sem íslensk útrásarfyrirtæki hafi hlotið í Danmörku. Aðspurð hvort Danir finni jafnmikið fyrir efnahagsþrengingum nú og við Íslendingar segja þau áhrifin ekki eins mikil í Danmörku. „Dönsk króna er gengistengd evru sem hefur haldið gjaldmiðlinum hingað til öruggum. Hér er umtalsverð lægð á fasteignamarkaðinum og hefur sala dregist saman og verð almennt lækkað á fasteignum. Samtímis því hafa vextir á langtíma húsnæðislánum hækkað á síðastliðnum tveimur árum, úr rúmum fjórum prósentum í sjö,“ segir Nicholas. Nicholas og Jóhanna segja að yfirlýsing Davids Karsbøl, yfirmanns í greiningardeild Saxo Bank, um að skuldatryggingaálag Kaupþings benti til þess að bankinn gæti orðið gjaldþrota innan nokkurra mánaða og samlíking Íslands við Simbabve hafi komið þeim í opna skjöldu. „Þetta mál fór fyrir brjóstið á Lars Seier Christensen, einum stofnenda og aðaleiganda Saxo Bank, sem hefur sterk persónuleg tengsl við Ísland,“ segir Jóhanna. Þau segja að Saxo Bank líti upp til velgegni íslensku bankanna og taki athafnasemi og metnað þeirra til fyrirmyndar. Þau ítreka það að viðskiptavinir Saxo Bank hafi ekki skortselt bréf í íslenskum bönkum því bankinn bjóði ekki upp á aðgengi að íslenska markaðinum og ekki sé hægt að skortselja íslensk fyrirtæki í gegnum Saxo Bank. Hins vegar sé hægt að taka skortstöður í erlendum fyrirtækjum, þar á meðal í dönskum bönkum með svokölluðum CFD-afleiðum (hlutabréfaafleiður). „Það hefur verið nokkuð vinsælt meðal Íslendinga,“ segir Jóhanna. Saxo Bank verður með námskeið hérlendis 2. og 3. júlí næstkomandi þar sem fjallað verður meðal annars um viðskipti með gjaldeyri og CFD-afleiður. Segja þau Nicholas og Jóhanna að von sé á góðri þátttöku Íslendinga.
Héðan og þaðan Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Sjá meira