NBA: Lakers og Orlando áfram - Boston í vanda Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. apríl 2008 09:07 Það var hiti í kolunum í Atlanta í nótt. Nordic Photos / Getty Images LA Lakers og Orlando Magic kláruðu sínar rimmur í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt en Boston tapaði óvænt öðrum leiknum í röð fyrir Atlanta. Atlanta vann Boston, 97-92, þar sem Joe Johnson fór á kostum og skoraði 35 stig, þar af 20 í fjórða leikhluta. Þar af skoraði hann níu stig í röð í fjórða leikhluta sem Atlanta vann, 32-17. Þarna eigast við liðin sem eru með besta (Boston) og versta (Atlanta) árangur allra liða í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Flestir bjuggust því við auðveldum 4-0 eða 4-1 sigri Boston en annað hefur komið á daginn. Næsti leikur er annað kvöld í Boston. Josh Smith var næstur hjá Atlanta með 28 stig og sjö varin skot. Ray Allen var stigahæstur hjá Boston með 21 stig og Kevin Garnett kom næstur með 20. Orlando vann Toronto, 102-92, og varð síðarnefnda liðið þar með það fyrsta til að detta úr leik í úrslitakeppninni í ár. Þetta var einnig í fyrsta sinn í tólf ár sem Orlando kemst áfram í aðra umferð úrslitakeppninnar. Dwight Howard átti enn einn stórleikinn fyrir Orlando en hann skoraði 21 stig og tók 21 frákast. Þetta var þriðji 20/20 leikurinn hans í rimmunni. Keith Bogans og Jameer Nelson settu báðir niður þrista þegar rúmar þrjár mínútur voru til leiksloka en Orlando tók þá 8-0 sprett sem dugði til að tryggja sigurinn. Nelson kom næstur hjá Orlando með nítján stig en Rashard Lewis var með átján stig og þrettán fráköst. Chris Bosh skoraði sextán stig fyrir Toronto og tók níu fráköst. TJ Ford og Carlos Delfino komu næstir með fjórtán stig. Orlando mætir í annarri umferð annað hvort Detroit eða Philadelphia en staðan er 2-2 í þeirri rimmu. Lakers vann Denver, 107-101, og þar með rimmunna 4-0. Lakers er því eina liðið sem fór taplaust í gegnum fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Lakers „sópar" liði í úrslitakeppninni síðan það tók New Jersey í úrslitum NBA-deildarinnar árið 2002. Marcus Camby setti niður þrist fyrir Denver þegar 33 sekúndur voru eftir af leiknum og minnkaði þar með muninn í 103-101. En Pau Gasol svaraði fyrir Lakers með troðslu í kjölfarið og Kobe Bryant kláraði leikinn með tveimur vítaköstum. Kobe skoraði 31 stig í leiknum, þar af fjórtán á síðustu fimm og hálfri mínútunni. Gasol skoraði 21 stig en JR Smith var stigahæstur hjá Denver með 26 stig. Denver varð í nótt fyrsta liðið sem vann að minnsta kosti 50 leiki á tímabilinu til að verða „sópað" í úrslitakeppninni. Lakers mætir annað hvort Utah eða Houston í næstu umferð en Utah hefur 3-1 forystu í þeirri rimmu. Utah getur tryggt sér sæti í næstu umferð með sigri í Houston í nótt. Leikir næturinnar: 23.00: Detroit - Philadelphia (2-2) 23.00: New Orleans - Dallas (3-1) 01.30: San Antonio - Phoenix (3-1) 01.30: Houston - Utah (1-3) NBA Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
LA Lakers og Orlando Magic kláruðu sínar rimmur í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt en Boston tapaði óvænt öðrum leiknum í röð fyrir Atlanta. Atlanta vann Boston, 97-92, þar sem Joe Johnson fór á kostum og skoraði 35 stig, þar af 20 í fjórða leikhluta. Þar af skoraði hann níu stig í röð í fjórða leikhluta sem Atlanta vann, 32-17. Þarna eigast við liðin sem eru með besta (Boston) og versta (Atlanta) árangur allra liða í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Flestir bjuggust því við auðveldum 4-0 eða 4-1 sigri Boston en annað hefur komið á daginn. Næsti leikur er annað kvöld í Boston. Josh Smith var næstur hjá Atlanta með 28 stig og sjö varin skot. Ray Allen var stigahæstur hjá Boston með 21 stig og Kevin Garnett kom næstur með 20. Orlando vann Toronto, 102-92, og varð síðarnefnda liðið þar með það fyrsta til að detta úr leik í úrslitakeppninni í ár. Þetta var einnig í fyrsta sinn í tólf ár sem Orlando kemst áfram í aðra umferð úrslitakeppninnar. Dwight Howard átti enn einn stórleikinn fyrir Orlando en hann skoraði 21 stig og tók 21 frákast. Þetta var þriðji 20/20 leikurinn hans í rimmunni. Keith Bogans og Jameer Nelson settu báðir niður þrista þegar rúmar þrjár mínútur voru til leiksloka en Orlando tók þá 8-0 sprett sem dugði til að tryggja sigurinn. Nelson kom næstur hjá Orlando með nítján stig en Rashard Lewis var með átján stig og þrettán fráköst. Chris Bosh skoraði sextán stig fyrir Toronto og tók níu fráköst. TJ Ford og Carlos Delfino komu næstir með fjórtán stig. Orlando mætir í annarri umferð annað hvort Detroit eða Philadelphia en staðan er 2-2 í þeirri rimmu. Lakers vann Denver, 107-101, og þar með rimmunna 4-0. Lakers er því eina liðið sem fór taplaust í gegnum fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Lakers „sópar" liði í úrslitakeppninni síðan það tók New Jersey í úrslitum NBA-deildarinnar árið 2002. Marcus Camby setti niður þrist fyrir Denver þegar 33 sekúndur voru eftir af leiknum og minnkaði þar með muninn í 103-101. En Pau Gasol svaraði fyrir Lakers með troðslu í kjölfarið og Kobe Bryant kláraði leikinn með tveimur vítaköstum. Kobe skoraði 31 stig í leiknum, þar af fjórtán á síðustu fimm og hálfri mínútunni. Gasol skoraði 21 stig en JR Smith var stigahæstur hjá Denver með 26 stig. Denver varð í nótt fyrsta liðið sem vann að minnsta kosti 50 leiki á tímabilinu til að verða „sópað" í úrslitakeppninni. Lakers mætir annað hvort Utah eða Houston í næstu umferð en Utah hefur 3-1 forystu í þeirri rimmu. Utah getur tryggt sér sæti í næstu umferð með sigri í Houston í nótt. Leikir næturinnar: 23.00: Detroit - Philadelphia (2-2) 23.00: New Orleans - Dallas (3-1) 01.30: San Antonio - Phoenix (3-1) 01.30: Houston - Utah (1-3)
NBA Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira