Epal og Liborius saman í miðbæinn Annas Sigmundsson skrifar 2. júlí 2008 00:01 Hildur Björgvinsdóttir Starfsmaður í nýju versluninni. Verslunin er bæði ætluð Íslendingum og erlendum ferðamönnum. fréttablaðið/gva Ekki eru allir búnir að missa trúna á Laugaveginum sem verslunargötu. Fyrir stuttu opnuðu fyrirtækin Epal og Liborius nýja verslun á Laugavegi 7. Epal hefur fram að þessu verið með verslun í Skeifunni og fríhöfninni í Leifsstöð. ,,Okkur fannst það skemmtilegur leikur að fara niður á Laugaveg,“ segir Ingibjörg Friðjónsdóttir, sölustjóri hjá Epal. Spurð um markhópinn segir hún að búðin á Laugaveginum sé ætluð öllum. ,,Bæði Íslendingum og erlendum ferðamönnum,“ segir Ingibjörg. Hún segir að viðbrögðin við nýju búðinni hafi verið góð en þó séu einungis þrjár vikur síðan búðin var opnuð. Epal og Liborius deila með sér um 120 fermetra húsnæði. Þar er seld gjafavara frá Epal, nytjahlutir og skrautmunir fyrir heimilið. Liborius býður hátískufatnað fyrir dömur og herra frá hönnuðunum Christian Dior í Frakklandi, Ann Demeulemeester í Belgíu, Number (N)ine og Undercover í Japan sem dæmi. Einnig fást í versluninni sérvalin ilmvötn og ýmiss konar fylgihlutir, meðal annars úr silki, kasmírull, leðri og silfri, að ógleymdum svörtum demöntum. Flestar vörurnar eru til í takmörkuðu upplagi og einungis í boði í tengslum við árstíðabundna framleiðslulínu hönnuðarins, og eru sagðar afar eftirsóttar víðs vegar um heim. Liborius fylgir einnig fordæmi kunnra verslana í París sem kynna reglulega sérvalin bókmenntaverk. Minnisbók Sigurðar Pálssonar var fyrst kynnt þar og nýlega var bók Charlies Strand, Project Iceland, kynnt hjá Liborius og eru allar bækur eru áritaðar af höfundi. Þessi nýja verslun er ekki í einu af elstu húsum á Laugaveginum því að húsið að Laugavegi 7 var reist snemma á 8. áratugnum undir starfsemi Landsbankans. ,,Nú bjóða menn viðskiptavini Epal og Liborius velkomna og vona að þeir gangi út aftur ekki óglaðari en úr bankanum forðum,“ segir Ingibjörg að lokum. Héðan og þaðan Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Ekki eru allir búnir að missa trúna á Laugaveginum sem verslunargötu. Fyrir stuttu opnuðu fyrirtækin Epal og Liborius nýja verslun á Laugavegi 7. Epal hefur fram að þessu verið með verslun í Skeifunni og fríhöfninni í Leifsstöð. ,,Okkur fannst það skemmtilegur leikur að fara niður á Laugaveg,“ segir Ingibjörg Friðjónsdóttir, sölustjóri hjá Epal. Spurð um markhópinn segir hún að búðin á Laugaveginum sé ætluð öllum. ,,Bæði Íslendingum og erlendum ferðamönnum,“ segir Ingibjörg. Hún segir að viðbrögðin við nýju búðinni hafi verið góð en þó séu einungis þrjár vikur síðan búðin var opnuð. Epal og Liborius deila með sér um 120 fermetra húsnæði. Þar er seld gjafavara frá Epal, nytjahlutir og skrautmunir fyrir heimilið. Liborius býður hátískufatnað fyrir dömur og herra frá hönnuðunum Christian Dior í Frakklandi, Ann Demeulemeester í Belgíu, Number (N)ine og Undercover í Japan sem dæmi. Einnig fást í versluninni sérvalin ilmvötn og ýmiss konar fylgihlutir, meðal annars úr silki, kasmírull, leðri og silfri, að ógleymdum svörtum demöntum. Flestar vörurnar eru til í takmörkuðu upplagi og einungis í boði í tengslum við árstíðabundna framleiðslulínu hönnuðarins, og eru sagðar afar eftirsóttar víðs vegar um heim. Liborius fylgir einnig fordæmi kunnra verslana í París sem kynna reglulega sérvalin bókmenntaverk. Minnisbók Sigurðar Pálssonar var fyrst kynnt þar og nýlega var bók Charlies Strand, Project Iceland, kynnt hjá Liborius og eru allar bækur eru áritaðar af höfundi. Þessi nýja verslun er ekki í einu af elstu húsum á Laugaveginum því að húsið að Laugavegi 7 var reist snemma á 8. áratugnum undir starfsemi Landsbankans. ,,Nú bjóða menn viðskiptavini Epal og Liborius velkomna og vona að þeir gangi út aftur ekki óglaðari en úr bankanum forðum,“ segir Ingibjörg að lokum.
Héðan og þaðan Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira