Að segja satt og rétt frá Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 23. október 2008 03:30 Borgarfulltrúarnir Sigrún Elsa Smáradóttir og Svandís Svavarsdóttir fjalla um REI-málið í Fréttablaðinu á mánudaginn undir fyrirsögninni „Sannleikurinn er góður grunnur". Grein þeirra gengur út á að rengja ummæli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um að hinir svokölluðu sexmenningar hafi komið í veg fyrir kaup FL Group og Geysis Green Energy á REI. Í staðinn bjóða þær upp á söguskýringar sem ganga út á að eigna sjálfum sér það þarfaverk að hafa stöðvað málið. Lykilatriði í málinu er að stjórn OR samþykkti söluna á REI til FL Group og Geysis Green á stjórnarfundi fyrir ári. Sigrún Elsa sat þennan örlagaríka stjórnarfund fyrir hönd Samfylkingarinnar og samþykkti söluna. Svandís sat einnig fundinn fyrir hönd Vinstri grænna og ákvað hún að sitja hjá við afgreiðslu málsins. Að sitja hjá er því miður fyrir Svandísi hreint ekki það sama og vera á móti málinu og segja nei. Með þessar staðreyndir í huga er því frekar skondið að sjá borgarfulltrúana tvo segjast segja sannleikann í grein sinni þar sem þær reyna að eigna sér stöðvun málsins. Augljóst er af ofansögðu að sú túlkun er röng. Enginn af okkur „sexmenningum" sat í stjórn OR sem samþykkti söluna. Þar sem við vorum hins vegar algerlega á móti málinu frá fyrstu mínútu upphófst atburðarás sem borgarbúar þekkja ágætlega. Sú atburðarás leiddi til þess að salan á REI og miklum verðmætum úr OR gekk ekki eftir. Þvert á það sem stjórn OR ákvað, með Sigrúnu Elsu og Svandísi innanborðs. Við sex borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem vorum allan tímann á móti málinu upplifðum verulegt mótlæti í fyrra fyrir það að standa föst á sannfæringu okkar. Það er því fróðlegt í dag, þegar öllum er það ljóst að það hefði verið algert glapræði að selja REI og stóran hluta Orkuveitunnar til áhættufjárfesta eins og lagt var upp með, að sjá borgarfulltrúa sem kusu með málinu eða sátu hjá vilja eigna sér málið. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Borgarfulltrúarnir Sigrún Elsa Smáradóttir og Svandís Svavarsdóttir fjalla um REI-málið í Fréttablaðinu á mánudaginn undir fyrirsögninni „Sannleikurinn er góður grunnur". Grein þeirra gengur út á að rengja ummæli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um að hinir svokölluðu sexmenningar hafi komið í veg fyrir kaup FL Group og Geysis Green Energy á REI. Í staðinn bjóða þær upp á söguskýringar sem ganga út á að eigna sjálfum sér það þarfaverk að hafa stöðvað málið. Lykilatriði í málinu er að stjórn OR samþykkti söluna á REI til FL Group og Geysis Green á stjórnarfundi fyrir ári. Sigrún Elsa sat þennan örlagaríka stjórnarfund fyrir hönd Samfylkingarinnar og samþykkti söluna. Svandís sat einnig fundinn fyrir hönd Vinstri grænna og ákvað hún að sitja hjá við afgreiðslu málsins. Að sitja hjá er því miður fyrir Svandísi hreint ekki það sama og vera á móti málinu og segja nei. Með þessar staðreyndir í huga er því frekar skondið að sjá borgarfulltrúana tvo segjast segja sannleikann í grein sinni þar sem þær reyna að eigna sér stöðvun málsins. Augljóst er af ofansögðu að sú túlkun er röng. Enginn af okkur „sexmenningum" sat í stjórn OR sem samþykkti söluna. Þar sem við vorum hins vegar algerlega á móti málinu frá fyrstu mínútu upphófst atburðarás sem borgarbúar þekkja ágætlega. Sú atburðarás leiddi til þess að salan á REI og miklum verðmætum úr OR gekk ekki eftir. Þvert á það sem stjórn OR ákvað, með Sigrúnu Elsu og Svandísi innanborðs. Við sex borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem vorum allan tímann á móti málinu upplifðum verulegt mótlæti í fyrra fyrir það að standa föst á sannfæringu okkar. Það er því fróðlegt í dag, þegar öllum er það ljóst að það hefði verið algert glapræði að selja REI og stóran hluta Orkuveitunnar til áhættufjárfesta eins og lagt var upp með, að sjá borgarfulltrúa sem kusu með málinu eða sátu hjá vilja eigna sér málið. Höfundur er borgarfulltrúi.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun