Erlent

Danir hjóla aftur í múslima

Óli Tynes skrifar

Danskt bókaforlag hefur tekið að sér að prenta og gefa út bók um eiginkonur Múhameðs spámanns múslima, sem hið bandaríska Random house þorði ekki að gefa út.

Í bókinni er það Aisha uppáhalds eiginkona múhameðs sem segir söguna. Hún lýsir því meðal annars hvernig hjónaband þeirra var fullkomnað þegar hún var níu ára gömul.

Höfundurinn er Sherry Jones og er þetta hennar fyrsta skáldsaga. Hún þykir einstaklega vel skrifuð.

Random House hafði ákveðið að gefa út bókina. Sérfræðingur í sögu og hefðum múslima sagði útgefandanum að uppnámið meðal múslima gæti orðið meira en út af Múhameðsteikningunum í Danmörku.

Múslimar myndu líta á bókina sem stríðsyfirlýsingu. Random house hætti þá við. Og í staðinn kom litla Danmörk.

Forlagið sem gefur út bókina heitir Trykkefrihedsselskabet sem á íslensku gæti heitið Prentfrelsisfélagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×