Talstöðvar springa einnig í Beirút Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2024 14:37 Talstöðvar í notkun Hezbollah-liða eru sagðar hafa sprungið í dag, degi eftir að gífurlega margir símboðar sprungu. Þessi sjúkrabíll var notaður til að flytja slasaða í dag frá jarðarför fjögurra Hezbolla-liða í Beirút. AP/Bilal Hussein Degi eftir að fjölmargir símboðar í notkun meðal meðlima Hezbollah-samtakanna í Líbanon og Sýrlandi sprungu, gerðist það sama með talstöðvar þeirra. Sprengingar hafa átt sér stað víðsvegar um Beirút og annarsstaðar í Líbanon. Heilbrigðisráðuneyti Líbanon segir að minnsta kosti níu látna og þrjú hundrað særða eftir nýjustu sprengingarnar. Óljóst er hve margar sprengingar hafa orðið en svo virðist sem þær séu mun færri en þær voru í gær, þegar hundruð ef ekki þúsundir símboða sem notaðir voru af Hezbollah-liðum sprungu samstundis víðsvegar um Líbanon og í Sýrlandi. Símboðarnir sem sprungu í gær munu hafa verið framleiddir af skúffufélagi sem skráð er með höfuðstöðvar í Ungverjalandi. Sjá einnig: Símboðarnir sagðir koma frá ungversku skúffufélagi Yfirvöld í Ungverjalandi segja að umrætt skúffufélag sé ekkert meira en það. Skúffufélag sem hafi enga framleiðslu í Ungverjalandi og sé einungis skráð þar. Í yfirlýsingum sem gefnar hafa verið út í dag segir að símboðarnir sem sprungu í gær hafi aldrei verið í Ungverjalandi. Vitað er til þess að um 2.800 manns særðust í gær og þar af eru um þrjú hundruð í alvarlegri stöðu. Tólf eru sagðir látnir og þar af tvö börn. Leiðtogar Hezbollah hafa sakað Ísraela um að bera ábyrgð á sprengingunum í gær og í dag skutu þeir tíu eldflaugum að Ísrael. Engan virðist hafa sakað í þeim árásum. Reuters hefur eftir heimildarmönnum sínum að talstöðvanar hafi verið keyptar um svipað leyti og símboðarnir fyrir um fimm mánuðum síðan. #BREAKING: Reports of #Hezbollah radios and walkie talkies exploding today. pic.twitter.com/HjupoWS98B— Jason Brodsky (@JasonMBrodsky) September 18, 2024 Blaðmaður Axios segist hafa heimildir fyrir því að talstöðvarnar hafi verið hugsaðar sem neyðarbúnaður, ef aðrir samskiptamöguleikar Hezbollah gætu ekki verið notaðir. Óstaðfestar fregnir hafa einnig borist af því að tölvur hafi sprungið og fingrafaraskannar sem Hezbollah á að hafa notað. Deilt hefur verið um það innan ríkisstjórnar Ísraels hvort gera ætti innrás inn í suðurhluta Líbanon og reka vígamenn Hezbollah þaðan og stöðva eldflaugaárásir samtakanna á norðanvert Ísrael. Hér að neðan má sjá myndband frá jarðarför fjögurra Hezbollah-liða í Beirút í dag. Myndbandið er sagt sýna þegar ein talstöð springur í loft upp. A #Hezbollah walkie talkie explodes at a funeral today in #Lebanon after yesterday’s exploding Hezbollah pagers. pic.twitter.com/b8TIfUUBKq— Jason Brodsky (@JasonMBrodsky) September 18, 2024 Fréttin hefur verið uppfærð. Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Settu sprengjur í símboðana Ísraelsmenn standa að baki árás á Hezbollah sem framin var í dag, þegar um 2.800 manns slöðuðust eftir að símboðar sprungu í Líbanon, Íran og Sýrlandi. Símboðarnir voru gerðir í Taívan en átt var við þá áður en þeir voru fluttir til Líbanon. 17. september 2024 23:26 Tæplega þrjú þúsund slasaðir eftir að símboðar sprungu Rúmlega 2.800 manns eru sagðir hafa særst og átta látið lífið, þegar fjölmargir símboðar sprungu samtímis í Líbanon og Sýrlandi. Margir hinna særðu eru meðlimir hinna líbönsku Hezbollah-samtaka en samtökin eiga að hafa verið að nota símaboðana. Símboðarnir eru sagðir hafa gefið frá sér hljóð og sprungið skömmu síðar. 17. september 2024 14:38 Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, segir tímann á þrotum þegar kemur að því að koma í veg fyrir átök milli Ísrael og Hezbollah í sunnanverðu Líbanon. Ori Gordin, yfirmaður herafla Ísrael í norðri, hefur kallað eftir því að fá grænt ljós á innrás í Líbanon. 16. september 2024 16:06 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Heilbrigðisráðuneyti Líbanon segir að minnsta kosti níu látna og þrjú hundrað særða eftir nýjustu sprengingarnar. Óljóst er hve margar sprengingar hafa orðið en svo virðist sem þær séu mun færri en þær voru í gær, þegar hundruð ef ekki þúsundir símboða sem notaðir voru af Hezbollah-liðum sprungu samstundis víðsvegar um Líbanon og í Sýrlandi. Símboðarnir sem sprungu í gær munu hafa verið framleiddir af skúffufélagi sem skráð er með höfuðstöðvar í Ungverjalandi. Sjá einnig: Símboðarnir sagðir koma frá ungversku skúffufélagi Yfirvöld í Ungverjalandi segja að umrætt skúffufélag sé ekkert meira en það. Skúffufélag sem hafi enga framleiðslu í Ungverjalandi og sé einungis skráð þar. Í yfirlýsingum sem gefnar hafa verið út í dag segir að símboðarnir sem sprungu í gær hafi aldrei verið í Ungverjalandi. Vitað er til þess að um 2.800 manns særðust í gær og þar af eru um þrjú hundruð í alvarlegri stöðu. Tólf eru sagðir látnir og þar af tvö börn. Leiðtogar Hezbollah hafa sakað Ísraela um að bera ábyrgð á sprengingunum í gær og í dag skutu þeir tíu eldflaugum að Ísrael. Engan virðist hafa sakað í þeim árásum. Reuters hefur eftir heimildarmönnum sínum að talstöðvanar hafi verið keyptar um svipað leyti og símboðarnir fyrir um fimm mánuðum síðan. #BREAKING: Reports of #Hezbollah radios and walkie talkies exploding today. pic.twitter.com/HjupoWS98B— Jason Brodsky (@JasonMBrodsky) September 18, 2024 Blaðmaður Axios segist hafa heimildir fyrir því að talstöðvarnar hafi verið hugsaðar sem neyðarbúnaður, ef aðrir samskiptamöguleikar Hezbollah gætu ekki verið notaðir. Óstaðfestar fregnir hafa einnig borist af því að tölvur hafi sprungið og fingrafaraskannar sem Hezbollah á að hafa notað. Deilt hefur verið um það innan ríkisstjórnar Ísraels hvort gera ætti innrás inn í suðurhluta Líbanon og reka vígamenn Hezbollah þaðan og stöðva eldflaugaárásir samtakanna á norðanvert Ísrael. Hér að neðan má sjá myndband frá jarðarför fjögurra Hezbollah-liða í Beirút í dag. Myndbandið er sagt sýna þegar ein talstöð springur í loft upp. A #Hezbollah walkie talkie explodes at a funeral today in #Lebanon after yesterday’s exploding Hezbollah pagers. pic.twitter.com/b8TIfUUBKq— Jason Brodsky (@JasonMBrodsky) September 18, 2024 Fréttin hefur verið uppfærð.
Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Settu sprengjur í símboðana Ísraelsmenn standa að baki árás á Hezbollah sem framin var í dag, þegar um 2.800 manns slöðuðust eftir að símboðar sprungu í Líbanon, Íran og Sýrlandi. Símboðarnir voru gerðir í Taívan en átt var við þá áður en þeir voru fluttir til Líbanon. 17. september 2024 23:26 Tæplega þrjú þúsund slasaðir eftir að símboðar sprungu Rúmlega 2.800 manns eru sagðir hafa særst og átta látið lífið, þegar fjölmargir símboðar sprungu samtímis í Líbanon og Sýrlandi. Margir hinna særðu eru meðlimir hinna líbönsku Hezbollah-samtaka en samtökin eiga að hafa verið að nota símaboðana. Símboðarnir eru sagðir hafa gefið frá sér hljóð og sprungið skömmu síðar. 17. september 2024 14:38 Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, segir tímann á þrotum þegar kemur að því að koma í veg fyrir átök milli Ísrael og Hezbollah í sunnanverðu Líbanon. Ori Gordin, yfirmaður herafla Ísrael í norðri, hefur kallað eftir því að fá grænt ljós á innrás í Líbanon. 16. september 2024 16:06 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Settu sprengjur í símboðana Ísraelsmenn standa að baki árás á Hezbollah sem framin var í dag, þegar um 2.800 manns slöðuðust eftir að símboðar sprungu í Líbanon, Íran og Sýrlandi. Símboðarnir voru gerðir í Taívan en átt var við þá áður en þeir voru fluttir til Líbanon. 17. september 2024 23:26
Tæplega þrjú þúsund slasaðir eftir að símboðar sprungu Rúmlega 2.800 manns eru sagðir hafa særst og átta látið lífið, þegar fjölmargir símboðar sprungu samtímis í Líbanon og Sýrlandi. Margir hinna særðu eru meðlimir hinna líbönsku Hezbollah-samtaka en samtökin eiga að hafa verið að nota símaboðana. Símboðarnir eru sagðir hafa gefið frá sér hljóð og sprungið skömmu síðar. 17. september 2024 14:38
Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, segir tímann á þrotum þegar kemur að því að koma í veg fyrir átök milli Ísrael og Hezbollah í sunnanverðu Líbanon. Ori Gordin, yfirmaður herafla Ísrael í norðri, hefur kallað eftir því að fá grænt ljós á innrás í Líbanon. 16. september 2024 16:06