Gengi bréfa í Bakkavör hækkaði um 10,8 prósent í dag og er það mesta hækkun dagsins. Á eftir fylgdi gengi Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, fast á eftir. Það hækkaði um 10,64 prósent og hefur rokið upp um 28 prósent síðustu fjóra viðskiptadaga.
Þá hækkaði gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum um 2,82 prósent.
Á sama tíma lækkaði gengi bréfa í Eimskip um 1,52 prósent, í Össuri um 1,04 prósent og Marel Food Systems um 0,38 prósent.
Viðskipti voru 61 talsins í Kauphöllinni í dag upp á 74,7 milljónir króna.
Úrvalsvísitalan stendur næsta óbreytt frá í gær, hækkaði um 0,04 prósent, í 637 stigum.