Hollendingar fagna Icesave 31. maí 2008 00:01 Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans Landsbankinn hóf á fimmtudag að bjóða Hollendingum upp á Icesave-innlánsreikninga. Sigurjón Þ. Árnason, annar bankastjóra Landsbankans, greindi Markaðnum frá því í lok mars síðastliðnum, að stefnt væri að því að bjóða upp á Icesave í fjórum til fimm evrulöndum fyrir lok árs. Innkoman á hollenska markaðinn er fyrsta skrefið í þá átt. Í samtali við Markaðinn sagðist Sigurjón mjög ánægður með fyrstu viðbrögð Hollendinga við Icesave. Strax á fyrsta degi voru þegar komnir 3800 viðskiptavinir. Frá stofnun Icesafe í Bretlandi október 2006 hefur sú starfsemi farið fram úr björtustu vonum og segir Sigurjón að fjöldi viðskiptavina hafi náð 100 þúsund fyrsta árið með innlán í kringum 6-700 milljarða króna. Nú séu viðskiptavinirnir hins vegar orðnir nálægt 240 þúsund. Að sögn Sigurjóns er ástæðan fyrir því að Icesafe hefur náð svona góðum árangri að bankinn geti boðið upp á góða innlánsvexti þar sem rekstrarkostnaður við að bjóða innlánsreikninga á netinu sé miklu minni en margra annarra á Bretlandi sem séu með útibússtarfsemi. Spurður um hversu hátt hlutfall innlána bankans erlendis liggi í Icesafe segir hann það vera í kringum 6-700 milljarða króna en heildarinnlán bankans erlendis eru í kringum 1600 milljarðar króna. Velgengni Icesafe í Bretlandi hefur veitt Landsbankanum algjöra sérstöðu í háu innlánshlutfalli bankans í samanburði við bæði Kaupþing og Glitni. 58 prósent af starfsemi Landsbankans fara fram erlendis en innlánshlutfall bankans kemur að 75 prósentum þaðan.- as Markaðir Mest lesið Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Landsbankinn hóf á fimmtudag að bjóða Hollendingum upp á Icesave-innlánsreikninga. Sigurjón Þ. Árnason, annar bankastjóra Landsbankans, greindi Markaðnum frá því í lok mars síðastliðnum, að stefnt væri að því að bjóða upp á Icesave í fjórum til fimm evrulöndum fyrir lok árs. Innkoman á hollenska markaðinn er fyrsta skrefið í þá átt. Í samtali við Markaðinn sagðist Sigurjón mjög ánægður með fyrstu viðbrögð Hollendinga við Icesave. Strax á fyrsta degi voru þegar komnir 3800 viðskiptavinir. Frá stofnun Icesafe í Bretlandi október 2006 hefur sú starfsemi farið fram úr björtustu vonum og segir Sigurjón að fjöldi viðskiptavina hafi náð 100 þúsund fyrsta árið með innlán í kringum 6-700 milljarða króna. Nú séu viðskiptavinirnir hins vegar orðnir nálægt 240 þúsund. Að sögn Sigurjóns er ástæðan fyrir því að Icesafe hefur náð svona góðum árangri að bankinn geti boðið upp á góða innlánsvexti þar sem rekstrarkostnaður við að bjóða innlánsreikninga á netinu sé miklu minni en margra annarra á Bretlandi sem séu með útibússtarfsemi. Spurður um hversu hátt hlutfall innlána bankans erlendis liggi í Icesafe segir hann það vera í kringum 6-700 milljarða króna en heildarinnlán bankans erlendis eru í kringum 1600 milljarðar króna. Velgengni Icesafe í Bretlandi hefur veitt Landsbankanum algjöra sérstöðu í háu innlánshlutfalli bankans í samanburði við bæði Kaupþing og Glitni. 58 prósent af starfsemi Landsbankans fara fram erlendis en innlánshlutfall bankans kemur að 75 prósentum þaðan.- as
Markaðir Mest lesið Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira