Fótbolti

Scolari: Gáfum Roma gjafir

Elvar Geir Magnússon skrifar
John Terry, ekki sáttur.
John Terry, ekki sáttur.

Luiz Felipe Scolari, stjóri Chelsea, segir að hans menn hafi komið færandi hendi í leikinn gegn Roma í kvöld. Roma vann leikinn 3-1 og er Scolari ekki ánægður með gjafmildi sinna manna.

Spennan í A-riðli er mikil eftir úrslit kvöldsins. „Við gáfum Roma of mörg tækifæri. Við gerðum of mörg mistök, gáfum lélegar sendingar og vorum illa staðsettir," sagði Scolari í viðtali eftir leik.

„Eftir að við fengum á okkur fyrsta markið kom upp óöryggi í okkar leik og við gáfum þeim fleiri færi," sagði Scolari en Chelsea var að tapa sínum fyrsta leik í riðlinum. Scolari er þó ekki mjög áhyggjufullur.

„Þetta er allt í góðu lagi enn. Allir riðlarnir eru erfiðir. Við töpuðum þessum leik og önnur lið narta í hælana á okkur. Við lékum ekki vel í kvöld og áttum ekki skilið að fá neitt út úr þessum leik."




Tengdar fréttir

Liverpool jafnaði í viðbótartíma - Chelsea tapaði

Seinni umferðin í riðlum A-D í Meistaradeild Evrópu hófst í kvöld. Chelsea gerði ekki góða ferð til Rómar og lenti þremur mörkum undir áður en John Terry minnkaði muninn. Deco fékk síðan að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×