Lestur, veiði og skíði 9. apríl 2008 00:01 Sigurjón Þ. Árnason, sem er bankastjóri Landsbanka Íslands, segir ekki mikinn tíma aflögu til frístundaiðkunar. Hann reynir þó að komast í lestur góðra bóka og á sumrin laumast hann í veiði. Markaðurinn/Anton „Þegar maður upplifir líf sitt í gegnum mikla vinnu og lítið er um frístundir er eins og sá litli frítími sem ég hef til að slappa af og njóta lífsins verði að frístund. Hvernig sem nú best er að útskýra það,“ segir Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. „Þegar ég var lítill var ég mikill bókaormur og las allt milli himins og jarðar. Undanfarið, þar sem ég er yfirleitt önnum kafinn við að komast yfir allt það lesefni sem ég viða að mér um efnahagsmál, bæði tímarit og greinar, verður lítill tími til annars en að komast yfir þá bókastafla sem eru á borðinu hjá mér hverju sinni,“ nefnir Sigurjón. „Ég las bókina hans Arnalds Indriðasonar, Harðskafa, líkt og margir Íslendingar gerðu um jólin, og hafði gaman af. Vel skrifuð spennusaga sem jafnast á við góða bíómynd. Ég les einstöku sinnum ævisögur stjórnmálamanna. Síðast var það ævisaga Guðna Ágústssonar, Guðni – af lífi og sál, sem Sigmundur Ernir Rúnarsson skráði. Áhugavert var að lesa um uppruna og bakgrunn Guðna og fá sýn á hans sjónarhorn af atburðum sem eru nálægt manni í tíma. Lýsingar Guðna á uppvaxtarárum föður hans eru ótrúlegar,“ segir hann. Sigurjón og fjölskylda reyna við og við að fara í skíðaferðir og þá er aðallega farið til Frakklands og Ítalíu þegar tækifæri gefast. Síðustu ár hefur lítið verið hægt að skíða hér á landi enda lítill snjór í fjöllum. Yfir sumartímann segir hann að veiðin sé helst það áhugamál sem hann reyni að sinna. Uppáhaldsstaðurinn á landinu er Selá í Vopnafirði. Þangað fari hann yfirleitt á hverju sumri. „Selá er einstök einkum fyrir þrennt,“ nefnir Sigurjón. „Í fyrsta lagi er áin afskekkt og langt frá Reykjavík, í öðru lagi er ekki mikið símasamband á þessum slóðum og í þriðja og síðasta lagi fiskar vel í ánni,“ segir Sigurjón sem þekkir vel sína uppáhaldsá og bætir við að það orð fari af ám á Norð-Austurlandi að afli þar sé sérlega vænn. - vg Héðan og þaðan Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Sjá meira
„Þegar maður upplifir líf sitt í gegnum mikla vinnu og lítið er um frístundir er eins og sá litli frítími sem ég hef til að slappa af og njóta lífsins verði að frístund. Hvernig sem nú best er að útskýra það,“ segir Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. „Þegar ég var lítill var ég mikill bókaormur og las allt milli himins og jarðar. Undanfarið, þar sem ég er yfirleitt önnum kafinn við að komast yfir allt það lesefni sem ég viða að mér um efnahagsmál, bæði tímarit og greinar, verður lítill tími til annars en að komast yfir þá bókastafla sem eru á borðinu hjá mér hverju sinni,“ nefnir Sigurjón. „Ég las bókina hans Arnalds Indriðasonar, Harðskafa, líkt og margir Íslendingar gerðu um jólin, og hafði gaman af. Vel skrifuð spennusaga sem jafnast á við góða bíómynd. Ég les einstöku sinnum ævisögur stjórnmálamanna. Síðast var það ævisaga Guðna Ágústssonar, Guðni – af lífi og sál, sem Sigmundur Ernir Rúnarsson skráði. Áhugavert var að lesa um uppruna og bakgrunn Guðna og fá sýn á hans sjónarhorn af atburðum sem eru nálægt manni í tíma. Lýsingar Guðna á uppvaxtarárum föður hans eru ótrúlegar,“ segir hann. Sigurjón og fjölskylda reyna við og við að fara í skíðaferðir og þá er aðallega farið til Frakklands og Ítalíu þegar tækifæri gefast. Síðustu ár hefur lítið verið hægt að skíða hér á landi enda lítill snjór í fjöllum. Yfir sumartímann segir hann að veiðin sé helst það áhugamál sem hann reyni að sinna. Uppáhaldsstaðurinn á landinu er Selá í Vopnafirði. Þangað fari hann yfirleitt á hverju sumri. „Selá er einstök einkum fyrir þrennt,“ nefnir Sigurjón. „Í fyrsta lagi er áin afskekkt og langt frá Reykjavík, í öðru lagi er ekki mikið símasamband á þessum slóðum og í þriðja og síðasta lagi fiskar vel í ánni,“ segir Sigurjón sem þekkir vel sína uppáhaldsá og bætir við að það orð fari af ám á Norð-Austurlandi að afli þar sé sérlega vænn. - vg
Héðan og þaðan Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Sjá meira