Allt útlit fyrir að atlögunni hafi verið hrundið 9. apríl 2008 00:01 Ísland og íslenskur fjármálamarkaður hefur mátt þola kerfisbundnar árásir nokkurra erlendra vogunarsjóða upp á síðkastið, þar sem miklu hefur verið kostað til að hagnast með skortstöðum í hlutabréfum og skuldatryggingum, að sögn Sigurðar Einarssonar, starfandi stjórnarformanns Kaupþings. Hann segir nú allt útlit fyrir að atlögunni hafi verið hrundið, en það hafi ekki síst tekist með því að breyta um vinnubrögð og svara allri neikvæðri umræðu með beinum rökum, hrekja strax rangfærslur um rekstur og stöðu bankans og fara beinlínis í hart við þá vogunarsjóði sem hafi ætlað sér að keyra íslenska banka í þrot með þessum hætti og hagnast sjálfir á því. „Við ákváðum að taka þetta föstum tökum og vissum að þar dygðu engin vettlingatök,“ segir Sigurður spurður um viðbrögð Kaupþings og annarra íslenskra banka við skuldatryggingarálaginu sem hækkaði mjög á síðustu vikum, en virðist nú aftur á niðurleið. „Við vissum að markaðurinn fyrir skuldatryggingar væri ógegnsær og lítt virkur, en síðan höfum við komist að því að hann endurspeglar engan veginn raunverulega stöðu einstakra aðila. Hægt er að tala upp álag með næsta einföldum hætti og kerfisbundnar aðgerðir af því tagi skýra einkum þá bágu stöðu sem endurspeglaðist í himinháu skuldatryggingarálagi og tilheyrandi neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun,“ bætir hann við. Að sögn Sigurðar hefur hann, ásamt öðrum stjórnendum Kaupþings, sett sig í samband við forsvarsmenn fjölmiðla víða um lönd síðustu daga í því skyni að skýra frá kerfisbundnum atlögum slíkra spákaupmanna og hvernig vinnubrögðum þeir beita. „Mér sýnist að það séu einkum fjórir vogunarsjóðir sem hafa stundað þetta af miklum krafti,“ segir hann og nefnir til sögunnar Trafalgar Fund, Landsdowne Fund, Ako Capital og Cheney Capital, sem allir eru í Lundúnum. Ljóst sé að þessir aðilar og fleiri hafi tekið skortstöðu í skuldatryggingum, en snúið sér svo að því að hafa kerfisbundið samband við erlenda fjölmiðla og greiningardeildir banka með neikvæðar spurningar og athugasemdir um íslenskt efnahagslíf og bankana. Við það hafi skuldatryggingarálag tekið að hækka og þeir náð umtalsverðum hagnaði gegnum skortstöður sínar. Samkvæmt heimildum Markaðarins er um mjög stórar upphæðir að ræða í slíkum viðskiptum, jafnvel tugi eða hundruð milljarða króna. Sigurður bætir þó við, að margt bendi til þess að þessar tilraunir vogunarsjóðanna hafi tekist til styttri tíma, en muni ekki ganga upp til lengri tíma litið. Nú fari álagið lækkandi og þar með ágóði skorttökuaðila, en ekki síður skipti máli að greinendur og fjölmiðlamenn séu meira á varðbergi fyrir fréttum af Íslandi en áður. „Menn láta ekki plata sig aftur og aftur,“ bætir hann við.- bih Héðan og þaðan Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Ísland og íslenskur fjármálamarkaður hefur mátt þola kerfisbundnar árásir nokkurra erlendra vogunarsjóða upp á síðkastið, þar sem miklu hefur verið kostað til að hagnast með skortstöðum í hlutabréfum og skuldatryggingum, að sögn Sigurðar Einarssonar, starfandi stjórnarformanns Kaupþings. Hann segir nú allt útlit fyrir að atlögunni hafi verið hrundið, en það hafi ekki síst tekist með því að breyta um vinnubrögð og svara allri neikvæðri umræðu með beinum rökum, hrekja strax rangfærslur um rekstur og stöðu bankans og fara beinlínis í hart við þá vogunarsjóði sem hafi ætlað sér að keyra íslenska banka í þrot með þessum hætti og hagnast sjálfir á því. „Við ákváðum að taka þetta föstum tökum og vissum að þar dygðu engin vettlingatök,“ segir Sigurður spurður um viðbrögð Kaupþings og annarra íslenskra banka við skuldatryggingarálaginu sem hækkaði mjög á síðustu vikum, en virðist nú aftur á niðurleið. „Við vissum að markaðurinn fyrir skuldatryggingar væri ógegnsær og lítt virkur, en síðan höfum við komist að því að hann endurspeglar engan veginn raunverulega stöðu einstakra aðila. Hægt er að tala upp álag með næsta einföldum hætti og kerfisbundnar aðgerðir af því tagi skýra einkum þá bágu stöðu sem endurspeglaðist í himinháu skuldatryggingarálagi og tilheyrandi neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun,“ bætir hann við. Að sögn Sigurðar hefur hann, ásamt öðrum stjórnendum Kaupþings, sett sig í samband við forsvarsmenn fjölmiðla víða um lönd síðustu daga í því skyni að skýra frá kerfisbundnum atlögum slíkra spákaupmanna og hvernig vinnubrögðum þeir beita. „Mér sýnist að það séu einkum fjórir vogunarsjóðir sem hafa stundað þetta af miklum krafti,“ segir hann og nefnir til sögunnar Trafalgar Fund, Landsdowne Fund, Ako Capital og Cheney Capital, sem allir eru í Lundúnum. Ljóst sé að þessir aðilar og fleiri hafi tekið skortstöðu í skuldatryggingum, en snúið sér svo að því að hafa kerfisbundið samband við erlenda fjölmiðla og greiningardeildir banka með neikvæðar spurningar og athugasemdir um íslenskt efnahagslíf og bankana. Við það hafi skuldatryggingarálag tekið að hækka og þeir náð umtalsverðum hagnaði gegnum skortstöður sínar. Samkvæmt heimildum Markaðarins er um mjög stórar upphæðir að ræða í slíkum viðskiptum, jafnvel tugi eða hundruð milljarða króna. Sigurður bætir þó við, að margt bendi til þess að þessar tilraunir vogunarsjóðanna hafi tekist til styttri tíma, en muni ekki ganga upp til lengri tíma litið. Nú fari álagið lækkandi og þar með ágóði skorttökuaðila, en ekki síður skipti máli að greinendur og fjölmiðlamenn séu meira á varðbergi fyrir fréttum af Íslandi en áður. „Menn láta ekki plata sig aftur og aftur,“ bætir hann við.- bih
Héðan og þaðan Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira