Verkfræðistofur stækka stöðugt Ingimar Karl Helgason skrifar 9. apríl 2008 00:01 Það hefur verið nóg að gera hjá verkfræðingum. Stór verkefni í húsbyggingum, samgöngum og orkumálum. Verkfræðistofurnar stækka í takt við stærri verkefni.Markaðurinn/GVA Stefnt er að því að verkfræðistofurnar Rafhönnun og VGK-hönnun sameinist á föstudag, en hluthafafundur tekur ákvörðun um þetta á fimmtudaginn, samkvæmt heimildum Markaðarins. Ætla má að um 350 manns starfi hjá sameinuðu félagi. Verkfræðistofum hefur fækkað undanfarið og þær stækkað. Þannig var ákveðið fyrr á árinu að sameina verkfræðistofurnar VST og Rafteikningu. Þar starfa allt í allt um 240 manns. Starfsemi í sameinuðu fyrirtæki á að hefjast 23. þessa mánaðar. Því verða um 600 manns í starfi hjá þessum tveimur stærstu verkfræðistofum landsins. „Þetta er að mínu mati jákvætt,“ segir Jóhanna Harpa Árnadóttir, formaður Verkfræðingafélags Íslands. „Með þessu móti komast stofurnar í stærri verkefni og geta í auknum mæli tekið að sér verkefni erlendis, líkt og í orkuútrásinni.“ Jóhanna bendir þó á að ekki safnist allir verkfræðingar saman á stórar stofur. Enn séu smærri stofur í rekstri. Auk þess vekur hún athygli á því að starfssvið verkfræðinga hafi víkkað út á undanförnum árum, en nú starfa fjölmargir verkfræðingar í bankakerfinu. „Það er ef til vill einn liður í því að verkfræðistofurnar sameinast í stærri fyrirtæki, það er mikil samkeppni um að fá verkfræðinga til starfa.“ Hins vegar sé jákvætt fyrir stétt verkfræðinga að sóst sé eftir kröftum þeirra. Nú eru starfandi þrjár verkfræðistofur með hundrað starfsmenn eða fleiri. Auk þeirra sem áður voru nefndar starfa yfir eitt hundrað manns hjá Línuhönnun. Þá starfa upp undir áttatíu manns hjá Almennu verkfræðistofunni, álíka margir hjá VSÓ og upp undir sextíu hjá Hniti. Á flestum stofum eru starfsmenn hins vegar fimm eða færri, eða á bilinu tíu til tuttugu. Til samanburðar má nefna að hjá Orkuveitu Reykjavíkur starfa rúmlega áttatíu verk- og tæknifræðingar og innan við fimmtíu hjá Landsvirkjun. Héðan og þaðan Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
Stefnt er að því að verkfræðistofurnar Rafhönnun og VGK-hönnun sameinist á föstudag, en hluthafafundur tekur ákvörðun um þetta á fimmtudaginn, samkvæmt heimildum Markaðarins. Ætla má að um 350 manns starfi hjá sameinuðu félagi. Verkfræðistofum hefur fækkað undanfarið og þær stækkað. Þannig var ákveðið fyrr á árinu að sameina verkfræðistofurnar VST og Rafteikningu. Þar starfa allt í allt um 240 manns. Starfsemi í sameinuðu fyrirtæki á að hefjast 23. þessa mánaðar. Því verða um 600 manns í starfi hjá þessum tveimur stærstu verkfræðistofum landsins. „Þetta er að mínu mati jákvætt,“ segir Jóhanna Harpa Árnadóttir, formaður Verkfræðingafélags Íslands. „Með þessu móti komast stofurnar í stærri verkefni og geta í auknum mæli tekið að sér verkefni erlendis, líkt og í orkuútrásinni.“ Jóhanna bendir þó á að ekki safnist allir verkfræðingar saman á stórar stofur. Enn séu smærri stofur í rekstri. Auk þess vekur hún athygli á því að starfssvið verkfræðinga hafi víkkað út á undanförnum árum, en nú starfa fjölmargir verkfræðingar í bankakerfinu. „Það er ef til vill einn liður í því að verkfræðistofurnar sameinast í stærri fyrirtæki, það er mikil samkeppni um að fá verkfræðinga til starfa.“ Hins vegar sé jákvætt fyrir stétt verkfræðinga að sóst sé eftir kröftum þeirra. Nú eru starfandi þrjár verkfræðistofur með hundrað starfsmenn eða fleiri. Auk þeirra sem áður voru nefndar starfa yfir eitt hundrað manns hjá Línuhönnun. Þá starfa upp undir áttatíu manns hjá Almennu verkfræðistofunni, álíka margir hjá VSÓ og upp undir sextíu hjá Hniti. Á flestum stofum eru starfsmenn hins vegar fimm eða færri, eða á bilinu tíu til tuttugu. Til samanburðar má nefna að hjá Orkuveitu Reykjavíkur starfa rúmlega áttatíu verk- og tæknifræðingar og innan við fimmtíu hjá Landsvirkjun.
Héðan og þaðan Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira