Hver er loddarinn? Árni Finnsson skrifar 8. apríl 2008 05:00 Undanfarin misseri hefur hinn kunni fjölmiðlamaður, Egill Helgason, tekið undir með öfgahægrimönnum á Íslandi og í Bandaríkjunum um að vísindalegar niðurstöður um loftslagsbreytingar séu fyrst og fremst dómsdagsspár og svartagallsraus. Þegar tilkynnt var að Al Gore og loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) fengju friðarverðlaun Nóbels brá Egill á það ráð að kalla til Hannes Hólmstein Gissurarson til að setja sjónvarpsáhorfendur inn í þessa umræðu og má nærri geta að þar voru Gore ekki vandaðar kveðjurnar. Nú þegar Gore er væntanlegur til landsins, kallar Egill svo á Glúm Jón Björnsson sem hefur lengi verið í fararbroddi afneitunarsinna til að sannfæra sjálfan sig um að Gore væri bara „alarmisti" í loftslagsmálum. Egill hefur mikla andúð á meintum alarmistum nema þegar hann sjálfur fjallar um íslamista - þá dregur hann ekki af sér. Glúmur Jón gat þó varla nefnt nokkuð um málflutning Al Gore sem ekki væri sannleikanum samkvæmt en tókst þó að finna eitt atriði sem ekki er að finna í nýjustu skýrslu IPCC, sem deildi Nóbelsverðlaununum með Gore. Ástæðan er einföld, í mynd Gore, „Óþægilegur sannleikur", eru teknar með nýjustu vísindarannsóknir sem ekki hafa enn verið teknar fyrir af hálfu IPCC. Hið ánægjulega er þó að Glúmur Jón er farinn að leggja trúnað á IPCC, sem kvað upp úr með það í fyrra að ótvírætt sé að loftslagsbreytingar eigi sér nú stað og að yfirgnæfandi (yfir 90%) líkur séu á að þær séu af mannavöldum. Nýlega gaf The Union of Concerned Scientists út skýrslu um hvernig Exxon Mobil hefði tekist að hafa áhrif á umræðuna vestra um loftslagsbreytingar með keyptum vísindum, „Tobacco Science" er þetta kallað því það minnir á vísindi sem tóbaksfyrirtæki keyptu til að afneita tengslum reykinga og ýmissa sjúkdóma. Skýrsluna má lesa á vefsíðu þessara samtaka, Það eru einungis áhangendur þessara fræða sem Egill kallar til þegar hann vill ræða loftslagsbreytingar. Hver er þá loddarinn?Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Finnsson Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur hinn kunni fjölmiðlamaður, Egill Helgason, tekið undir með öfgahægrimönnum á Íslandi og í Bandaríkjunum um að vísindalegar niðurstöður um loftslagsbreytingar séu fyrst og fremst dómsdagsspár og svartagallsraus. Þegar tilkynnt var að Al Gore og loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) fengju friðarverðlaun Nóbels brá Egill á það ráð að kalla til Hannes Hólmstein Gissurarson til að setja sjónvarpsáhorfendur inn í þessa umræðu og má nærri geta að þar voru Gore ekki vandaðar kveðjurnar. Nú þegar Gore er væntanlegur til landsins, kallar Egill svo á Glúm Jón Björnsson sem hefur lengi verið í fararbroddi afneitunarsinna til að sannfæra sjálfan sig um að Gore væri bara „alarmisti" í loftslagsmálum. Egill hefur mikla andúð á meintum alarmistum nema þegar hann sjálfur fjallar um íslamista - þá dregur hann ekki af sér. Glúmur Jón gat þó varla nefnt nokkuð um málflutning Al Gore sem ekki væri sannleikanum samkvæmt en tókst þó að finna eitt atriði sem ekki er að finna í nýjustu skýrslu IPCC, sem deildi Nóbelsverðlaununum með Gore. Ástæðan er einföld, í mynd Gore, „Óþægilegur sannleikur", eru teknar með nýjustu vísindarannsóknir sem ekki hafa enn verið teknar fyrir af hálfu IPCC. Hið ánægjulega er þó að Glúmur Jón er farinn að leggja trúnað á IPCC, sem kvað upp úr með það í fyrra að ótvírætt sé að loftslagsbreytingar eigi sér nú stað og að yfirgnæfandi (yfir 90%) líkur séu á að þær séu af mannavöldum. Nýlega gaf The Union of Concerned Scientists út skýrslu um hvernig Exxon Mobil hefði tekist að hafa áhrif á umræðuna vestra um loftslagsbreytingar með keyptum vísindum, „Tobacco Science" er þetta kallað því það minnir á vísindi sem tóbaksfyrirtæki keyptu til að afneita tengslum reykinga og ýmissa sjúkdóma. Skýrsluna má lesa á vefsíðu þessara samtaka, Það eru einungis áhangendur þessara fræða sem Egill kallar til þegar hann vill ræða loftslagsbreytingar. Hver er þá loddarinn?Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun