Herbergið fyrir barnið Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 6. apríl 2008 06:00 Samkvæmt fréttum eru 37 þúsund fermetrar af íbúðarhúsnæði til sölu á Austurlandi. Kaupendur fást ekki og verð fer að lækka aftur eftir þá þenslu sem varð þar um fárra missera skeið. Á suðvesturhorninu er það orðið sport að aka um ný og flestum ókunnug ný hverfi þar sem gefur að líta gríðarlegt flæmi af nýbyggingum, íbúða- og atvinnuhúsnæði sem enginn lítur við. Offramboð á íbúðarhúsnæði hefur kostað sitt: fjárfestar og lánastofnanir sitja uppi með dauð veð og fasteignafélögin taka brátt að stækka. Reikningurinn í bókhaldi fasteignafélaga lánastofnana tekur brátt að gildna og þá er skammt í að afskriftirnar færist í aukana. Hið stutta og skarpa kaupæði sem hljóp í byggingariðnaðinn í landinu og átti um hríð góðu gengi að fagna meðal kaupenda er liðið hjá. Fjöldamargir stækkuðu við sig, það vantaði eitt herbergi til fyrir barnið. Sumir voru svo heppnir að selja eldri eignir, aðrir sem seldu og keyptu næst fallinu, sitja nú uppi með tvær eignir og verða að slá af þeirri eldri. Sumir munu tapa af höfuðstól sínum og bæta vel í skuldirnar. Margt af þessu fólki mun lenda í vandræðum. Líka þeir sem keyptu sína fyrstu og aðra eign á miklu lánshlutfalli með lítið eigið fé. Það er auðvelt að vera vitur eftir á. Margir munu streitast við, á aðþrengdum markaði, að halda í eignir sínar, fjölskyldur munu berjast í bökkum, álag mun taka sitt gjald í geði og gleði: enginn vandi gengur eins nærri fjölskyldum og viðvarandi greiðsluvandi. Og þá eru lánastofnanir ekki eins tilkippilegar og þær voru með björtu fasi þess sem vildi gera allt fyrir þann sem lánið tók. Við blasir mannlegur harmleikur á stórum skala - og fátt við að gera. Í kjölfar eignamissis rís upp leigumarkaður: hundruð eða þúsundir eigna verða á þeim markaði. Magn þeirra neyðir fasteignafélögin til að lækka ávöxtunarkröfur niður úr öllu valdi til að koma eignunum í nýtingu: þúsundir munu sætta sig við að leigja meðan safnað er í nýjan höfuðstól til íbúðakaupa. Og meðan þetta ástand varir mun byggingariðnaðurinn ganga í gegnum mikla erfiðleika með uppsögnum, samdrætti og gjaldþrotum. Gangi þessi dökka framtíðarsýn eftir mun það taka hann nokkur ár, ef ekki áratug, að ná áttum og koma undir sig fótum á ný. Allir þátttakendur og ábyrgðarmenn í þessu spili með fjármuni og líf geta af þessum darraðardansi lært eitt: Kapp er best með forsjá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Samkvæmt fréttum eru 37 þúsund fermetrar af íbúðarhúsnæði til sölu á Austurlandi. Kaupendur fást ekki og verð fer að lækka aftur eftir þá þenslu sem varð þar um fárra missera skeið. Á suðvesturhorninu er það orðið sport að aka um ný og flestum ókunnug ný hverfi þar sem gefur að líta gríðarlegt flæmi af nýbyggingum, íbúða- og atvinnuhúsnæði sem enginn lítur við. Offramboð á íbúðarhúsnæði hefur kostað sitt: fjárfestar og lánastofnanir sitja uppi með dauð veð og fasteignafélögin taka brátt að stækka. Reikningurinn í bókhaldi fasteignafélaga lánastofnana tekur brátt að gildna og þá er skammt í að afskriftirnar færist í aukana. Hið stutta og skarpa kaupæði sem hljóp í byggingariðnaðinn í landinu og átti um hríð góðu gengi að fagna meðal kaupenda er liðið hjá. Fjöldamargir stækkuðu við sig, það vantaði eitt herbergi til fyrir barnið. Sumir voru svo heppnir að selja eldri eignir, aðrir sem seldu og keyptu næst fallinu, sitja nú uppi með tvær eignir og verða að slá af þeirri eldri. Sumir munu tapa af höfuðstól sínum og bæta vel í skuldirnar. Margt af þessu fólki mun lenda í vandræðum. Líka þeir sem keyptu sína fyrstu og aðra eign á miklu lánshlutfalli með lítið eigið fé. Það er auðvelt að vera vitur eftir á. Margir munu streitast við, á aðþrengdum markaði, að halda í eignir sínar, fjölskyldur munu berjast í bökkum, álag mun taka sitt gjald í geði og gleði: enginn vandi gengur eins nærri fjölskyldum og viðvarandi greiðsluvandi. Og þá eru lánastofnanir ekki eins tilkippilegar og þær voru með björtu fasi þess sem vildi gera allt fyrir þann sem lánið tók. Við blasir mannlegur harmleikur á stórum skala - og fátt við að gera. Í kjölfar eignamissis rís upp leigumarkaður: hundruð eða þúsundir eigna verða á þeim markaði. Magn þeirra neyðir fasteignafélögin til að lækka ávöxtunarkröfur niður úr öllu valdi til að koma eignunum í nýtingu: þúsundir munu sætta sig við að leigja meðan safnað er í nýjan höfuðstól til íbúðakaupa. Og meðan þetta ástand varir mun byggingariðnaðurinn ganga í gegnum mikla erfiðleika með uppsögnum, samdrætti og gjaldþrotum. Gangi þessi dökka framtíðarsýn eftir mun það taka hann nokkur ár, ef ekki áratug, að ná áttum og koma undir sig fótum á ný. Allir þátttakendur og ábyrgðarmenn í þessu spili með fjármuni og líf geta af þessum darraðardansi lært eitt: Kapp er best með forsjá.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun