Nýja þjóðarsátt strax Guðni Ágústsson skrifar 6. apríl 2008 00:01 Íslenskt efnahagslíf stendur nú frammi fyrir meiri vanda en blasað hefur við um áratuga skeið. Ástæðurnar má að hluta rekja til alþjóðlegrar fjármálakreppu en ekki síður ákvarðanatökufælni stjórnvalda hér heima. Því miður hefur ríkisstjórnin ekki tekið á vandanum af þeirri festu, skilningi og útsjónarsemi sem nauðsynlegt er við slíkar aðstæður og ekkert sem bendir til þess að svo verði. Þvert á móti. Viðbrögð hennar, eða réttara sagt aðgerðarleysi, hefur ekki verið í neinu samræmi við horfur í efnahagsmálum og samspil við peningamálastjórn Seðlabankans hefur ekkert verið. Alþjóðleg matsfyrirtæki hafa nú þegar lækkað lánshæfismat ríkissjóðs á sömu rökum og við framsóknarmenn höfum haldið fram til margra mánaða. Aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar er sá þáttur sem þar vegur þyngst. Framsóknarmenn hafa nú lagt fram skynsamsamar og hófsamar tillögur að nýrri þjóðarsátt og aðgerðum sem hægt er að grípa strax til og lágmarka skaðann. FjármálakerfiðTillögur okkar sem snúa að fjármálakerfinu sjálfu eru í þremur liðum. Efla þarf gjaldeyrisforða Seðlabankans til að draga úr þeirri óvissu sem er uppi um greiðslugetu fjármálakerfis landsmanna. Yfirtaka Íbúðalánasjóðs á fasteignalánum bankanna þarf að vera til reiðu á lánum sem eru undir tilteknum fjárhæðarmörkum og þannig verði með félagslegum hætti komið að vanda tekjulægri hópa í samfélaginu. Í þriðja lagi þarf að endurskoða og íhuga breytingar á peningamálastefnu Seðlabankans þannig að vægi fjármálastöðugleika í markmiðssetningu bankans verði aukið, samhliða því sem horft verði til stöðugleika í verðalagsmálum. Samdráttur í efnahagslífinuTillögur þær sem snúa að viðbrögðum hins opinbera ganga út á að ríkissjóður í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins beiti sér fyrir sátt um aðgerðir til að draga úr verstu áhrifum efnahagskreppunnar, dýpt hennar og lengd. Ný þjóðarsátt verði gerð um viðspyrnu gegn verðbólgu. Endurskoða þarf forsendur fjárlaga tafarlaust, fella á brott sértæka neysluskatta s.s. álögur á eldsneyti og virðisaukaskatt á matvæli auk stimpilgjalda á íbúðarhúsnæði. Efla þarf verðlags- og verðmerkingareftirlit, Samkeppniseftirlitið og Fjármálaeftirlitið. Áfram þarf að vinna að undirbúningi stórframkvæmda þannig að hægt verði að ráðast í þær með skömmum fyrirvara þegar aðstæður leyfa í efnahagslífinu og hvetja þarf til almenns sparnaðar með skattalegum aðgerðum. Ríkissjóður aflögufærÞessar tillögur geta kostað ríkissjóð allt að 18 milljarða króna þegar allt er talið en miðað við það hvernig við framsóknarmenn skildum við ríkissjóð eftir 12 ára uppbyggingarstarf ætti að vera borð fyrir báru. Verðhjöðnunaráhrif þessara tillagna geta verið umtalsverð eða 3-5%. Það er mat okkar framsóknarmanna að með samstilltu átaki megi stýra efnahagsmálum þannig að bæði almenningur og atvinnulíf standi fyrirsjáanlega erfiðleika af sér og leggjum því til skynsama, hófsama og sanngjarna þjóðarsátt þar sem horft er til raunhæfra og markvissra aðgerða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Íslenskt efnahagslíf stendur nú frammi fyrir meiri vanda en blasað hefur við um áratuga skeið. Ástæðurnar má að hluta rekja til alþjóðlegrar fjármálakreppu en ekki síður ákvarðanatökufælni stjórnvalda hér heima. Því miður hefur ríkisstjórnin ekki tekið á vandanum af þeirri festu, skilningi og útsjónarsemi sem nauðsynlegt er við slíkar aðstæður og ekkert sem bendir til þess að svo verði. Þvert á móti. Viðbrögð hennar, eða réttara sagt aðgerðarleysi, hefur ekki verið í neinu samræmi við horfur í efnahagsmálum og samspil við peningamálastjórn Seðlabankans hefur ekkert verið. Alþjóðleg matsfyrirtæki hafa nú þegar lækkað lánshæfismat ríkissjóðs á sömu rökum og við framsóknarmenn höfum haldið fram til margra mánaða. Aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar er sá þáttur sem þar vegur þyngst. Framsóknarmenn hafa nú lagt fram skynsamsamar og hófsamar tillögur að nýrri þjóðarsátt og aðgerðum sem hægt er að grípa strax til og lágmarka skaðann. FjármálakerfiðTillögur okkar sem snúa að fjármálakerfinu sjálfu eru í þremur liðum. Efla þarf gjaldeyrisforða Seðlabankans til að draga úr þeirri óvissu sem er uppi um greiðslugetu fjármálakerfis landsmanna. Yfirtaka Íbúðalánasjóðs á fasteignalánum bankanna þarf að vera til reiðu á lánum sem eru undir tilteknum fjárhæðarmörkum og þannig verði með félagslegum hætti komið að vanda tekjulægri hópa í samfélaginu. Í þriðja lagi þarf að endurskoða og íhuga breytingar á peningamálastefnu Seðlabankans þannig að vægi fjármálastöðugleika í markmiðssetningu bankans verði aukið, samhliða því sem horft verði til stöðugleika í verðalagsmálum. Samdráttur í efnahagslífinuTillögur þær sem snúa að viðbrögðum hins opinbera ganga út á að ríkissjóður í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins beiti sér fyrir sátt um aðgerðir til að draga úr verstu áhrifum efnahagskreppunnar, dýpt hennar og lengd. Ný þjóðarsátt verði gerð um viðspyrnu gegn verðbólgu. Endurskoða þarf forsendur fjárlaga tafarlaust, fella á brott sértæka neysluskatta s.s. álögur á eldsneyti og virðisaukaskatt á matvæli auk stimpilgjalda á íbúðarhúsnæði. Efla þarf verðlags- og verðmerkingareftirlit, Samkeppniseftirlitið og Fjármálaeftirlitið. Áfram þarf að vinna að undirbúningi stórframkvæmda þannig að hægt verði að ráðast í þær með skömmum fyrirvara þegar aðstæður leyfa í efnahagslífinu og hvetja þarf til almenns sparnaðar með skattalegum aðgerðum. Ríkissjóður aflögufærÞessar tillögur geta kostað ríkissjóð allt að 18 milljarða króna þegar allt er talið en miðað við það hvernig við framsóknarmenn skildum við ríkissjóð eftir 12 ára uppbyggingarstarf ætti að vera borð fyrir báru. Verðhjöðnunaráhrif þessara tillagna geta verið umtalsverð eða 3-5%. Það er mat okkar framsóknarmanna að með samstilltu átaki megi stýra efnahagsmálum þannig að bæði almenningur og atvinnulíf standi fyrirsjáanlega erfiðleika af sér og leggjum því til skynsama, hófsama og sanngjarna þjóðarsátt þar sem horft er til raunhæfra og markvissra aðgerða.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar