Vegvísir eða farartálmi? árni páll árnason skrifar 1. apríl 2008 00:01 Fleiri og fleiri stjórnmálamenn og skríbentar lýsa sig nú reiðubúna til að ræða vegvísi um hvernig unnt gæti verið að haga umsóknarferli um aðild að Evrópusambandinu. Það er góðs viti. Leiðari Þorsteins Pálssonar um þetta efni á sunnudag kallar hins vegar á nokkrar athugasemdir. Í fyrsta lagi virðist Þorsteinn ganga út frá því að ekki sé unnt að taka ákvörðun um aðild fyrr en stjórnarskrá hafi verið breytt. Ekkert hindrar ríkisstjórn á hverjum tíma í að sækja um aðild að ESB, svo fremi hún hafi til þess meirihlutafylgi á Alþingi. Þannig hafa nágrannalönd okkar borið sig að við aðildarumsókn og ekkert mælir með því að við höfum annan hátt á. Ekki verður heldur séð af hverju hér á landi eigi að þurfa þjóðaratkvæðagreiðslu til að heimila umsókn. Í annan stað mælir Þorsteinn með því að meiri hluti þjóðarinnar þurfi að mæta á kjörstað og greiða atkvæði með aðild. Ég spyr á móti: Af hverju á að telja þá sem ekki hafa nægilegan áhuga á að mæta á kjörstað til andstæðinga málsins? Þvert á móti má ætla að í heimasetu felist vísbending um að sá hluti þjóðarinnar sé bærilega sáttur við tillöguna. Eftir að aðildarsamningur liggur fyrir þarf að bera hann undir þjóðaratkvæði. Ekkert girðir fyrir að slík þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram þótt stjórnarskrárbreyting hafi ekki verið gerð. Ef þjóðin hafnar samningnum er sjálfhætt. Ef þjóðin samþykkir samninginn kemur til kasta Alþingis að samþykkja stjórnarskrárbreytingu. Að því verki loknu er annað tveggja hægt að rjúfa þing og boða til kosninga – nú eða einfaldlega bíða til loka formlegs kjörtímabils ef ekki liggur meira á. Aðildin tekur náttúrulega ekki gildi fyrr en Íslendingar hafa gert stjórnskipulegar ráðstafanir sem gera þjóðinni kleift að starfa innan ESB. Umræða um vegvísi er nauðsynleg. Hún leysir menn hins vegar ekki undan raunsæju mati á þjóðarhagsmunum. Með sama hætti á umræða um vegvísi ekki að snúast um að setja upp frekari farartálma eða hraðahindranir á leið þjóðarinnar að aðild að ESB, ef vilji þjóðarinnar stendur til aðildar. : Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Fleiri og fleiri stjórnmálamenn og skríbentar lýsa sig nú reiðubúna til að ræða vegvísi um hvernig unnt gæti verið að haga umsóknarferli um aðild að Evrópusambandinu. Það er góðs viti. Leiðari Þorsteins Pálssonar um þetta efni á sunnudag kallar hins vegar á nokkrar athugasemdir. Í fyrsta lagi virðist Þorsteinn ganga út frá því að ekki sé unnt að taka ákvörðun um aðild fyrr en stjórnarskrá hafi verið breytt. Ekkert hindrar ríkisstjórn á hverjum tíma í að sækja um aðild að ESB, svo fremi hún hafi til þess meirihlutafylgi á Alþingi. Þannig hafa nágrannalönd okkar borið sig að við aðildarumsókn og ekkert mælir með því að við höfum annan hátt á. Ekki verður heldur séð af hverju hér á landi eigi að þurfa þjóðaratkvæðagreiðslu til að heimila umsókn. Í annan stað mælir Þorsteinn með því að meiri hluti þjóðarinnar þurfi að mæta á kjörstað og greiða atkvæði með aðild. Ég spyr á móti: Af hverju á að telja þá sem ekki hafa nægilegan áhuga á að mæta á kjörstað til andstæðinga málsins? Þvert á móti má ætla að í heimasetu felist vísbending um að sá hluti þjóðarinnar sé bærilega sáttur við tillöguna. Eftir að aðildarsamningur liggur fyrir þarf að bera hann undir þjóðaratkvæði. Ekkert girðir fyrir að slík þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram þótt stjórnarskrárbreyting hafi ekki verið gerð. Ef þjóðin hafnar samningnum er sjálfhætt. Ef þjóðin samþykkir samninginn kemur til kasta Alþingis að samþykkja stjórnarskrárbreytingu. Að því verki loknu er annað tveggja hægt að rjúfa þing og boða til kosninga – nú eða einfaldlega bíða til loka formlegs kjörtímabils ef ekki liggur meira á. Aðildin tekur náttúrulega ekki gildi fyrr en Íslendingar hafa gert stjórnskipulegar ráðstafanir sem gera þjóðinni kleift að starfa innan ESB. Umræða um vegvísi er nauðsynleg. Hún leysir menn hins vegar ekki undan raunsæju mati á þjóðarhagsmunum. Með sama hætti á umræða um vegvísi ekki að snúast um að setja upp frekari farartálma eða hraðahindranir á leið þjóðarinnar að aðild að ESB, ef vilji þjóðarinnar stendur til aðildar. : Höfundur er alþingismaður.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun