Traust og hreinskilni mikilvægt í umrótinu 26. mars 2008 00:01 Eric Weber. Markaðurinn/Vilhelm „Hræringar á fjármálamörkuðum reyna á stjórnendur og undirstrikar mikilvægi þess að sýna hreinskilni og fela ekkert fyrir hluthöfum," segir dr. Eric Weber, aðstoðarskólastjóri IESE-viðskiptaháskólans í Barcelona á Spáni. Skólinn hefur verið í efsta sæti á lista Financial Times yfir bestu viðskiptaháskóla Evrópu undanfarin fimm ár. Háskólinn í Reykjavík og IESE hefja í apríl samstarf um nám fyrir æðstu stjórnendur íslenskra fyrirtækja, sem kallast AMP (Advanced Management Program), og fer það fram bæði í Reykjavík og í Barcelona. Weber kennir í náminu auk annarra erlendra kennara. Námið tekur hálft ár en síðasta fjórðungi þess lýkur í Miðjarðarhafsloftslagi við IESE-viðskiptaháskólann í Barcelona. Weber segir að vandlega verði valið úr röðum umsækjenda. „Hópurinn þarf að vera þannig samsettur að einstaklingar innan hans geti lært hver af öðrum. Því þurfa þeir að hafa reynslu til að miðla af," segir hann. Þó sé ekki loku fyrir það skotið að yngri einstaklingar geti sest á skólabekkinn. Í náminu fær sérhver nemandi yfirhalningu í formi sértækrar þjálfunar, sem styrkir hans sálrænu og persónulegu stoðir og horft til þess að skerpa á leiðtogahæfileikum hans. Spurður um gildi námsins fyrir núverandi aðstæður segir Weber mikilvægt að stjórnendur komi hreint fram: „Frá árinu 1994 hefur ekki verið nein niðursveifla að ráði - ef netbólan er undanskilin - og stór hluti stjórnenda hefur aldrei komist í tæri við viðlíka lægð og þá sem nú hefur riðið yfir. Gildi hreinskilni og trausts eykst enn við þessar aðstæður. Stjórnendur fyrirtækja verða að hafa styrk til að koma fram af heiðarleika," segir hann.- jab Héðan og þaðan Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
„Hræringar á fjármálamörkuðum reyna á stjórnendur og undirstrikar mikilvægi þess að sýna hreinskilni og fela ekkert fyrir hluthöfum," segir dr. Eric Weber, aðstoðarskólastjóri IESE-viðskiptaháskólans í Barcelona á Spáni. Skólinn hefur verið í efsta sæti á lista Financial Times yfir bestu viðskiptaháskóla Evrópu undanfarin fimm ár. Háskólinn í Reykjavík og IESE hefja í apríl samstarf um nám fyrir æðstu stjórnendur íslenskra fyrirtækja, sem kallast AMP (Advanced Management Program), og fer það fram bæði í Reykjavík og í Barcelona. Weber kennir í náminu auk annarra erlendra kennara. Námið tekur hálft ár en síðasta fjórðungi þess lýkur í Miðjarðarhafsloftslagi við IESE-viðskiptaháskólann í Barcelona. Weber segir að vandlega verði valið úr röðum umsækjenda. „Hópurinn þarf að vera þannig samsettur að einstaklingar innan hans geti lært hver af öðrum. Því þurfa þeir að hafa reynslu til að miðla af," segir hann. Þó sé ekki loku fyrir það skotið að yngri einstaklingar geti sest á skólabekkinn. Í náminu fær sérhver nemandi yfirhalningu í formi sértækrar þjálfunar, sem styrkir hans sálrænu og persónulegu stoðir og horft til þess að skerpa á leiðtogahæfileikum hans. Spurður um gildi námsins fyrir núverandi aðstæður segir Weber mikilvægt að stjórnendur komi hreint fram: „Frá árinu 1994 hefur ekki verið nein niðursveifla að ráði - ef netbólan er undanskilin - og stór hluti stjórnenda hefur aldrei komist í tæri við viðlíka lægð og þá sem nú hefur riðið yfir. Gildi hreinskilni og trausts eykst enn við þessar aðstæður. Stjórnendur fyrirtækja verða að hafa styrk til að koma fram af heiðarleika," segir hann.- jab
Héðan og þaðan Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira