Bankahólfið: Glatt á hjalla 19. mars 2008 00:01 Hluthafar Bakkavarar voru hæstánægðir á aðalfundi félagsins í Þjóðleikhúsinu á föstudag í síðustu viku. Ágúst Guðmundsson, forstjóri félagsins, átti stórleik á Stóra sviðinu þegar hann lauk hefðbundinni tölu um ganginn á fyrirtækinu, gekk fram fyrir pontu og ræddi vítt og breitt um reksturinn næstu ár. Ekki minnkaði gleðin þegar Ágúst sleit fundinum og bauð gestum upp á veitingar. Bakkavör hefur í gegnum árin gert vel við hluthafa sína og virðist lítið lát á, því stjórnendur höfðu flutt inn bæði mat og kokka frá þeim þremur heimsálfum sem félagið starfar í. Úrvalið var eftir því: þrjú hlaðborð með réttum frá hverri heimsálfu og kokkum sem fræddu gesti um töfra matargerðarlistarinnar. Ekki feitirÍ gegnum árin hefur það af og til valdið miklum úlfaþyt í samfélaginu þegar starfsmenn fjármálafyrirtækja fá kauprétt í félögum sem þeir starfa hjá. Hefur það nánast alltaf verið ávísun á mikinn hagnað þar sem gengið í slíkum samningum er hagstætt miðað við þróun á mörkuðum. Þannig fengu starfsmenn Kaupþings kauprétt í bankanum í desember 2006 sem þeir máttu nýta nú í febrúar að einum þriðja hluta. Hins vegar er ólíklegt að nokkur þeirra hafi nýtt sér þennan kauprétt. Gengið bréfanna í samningnum í ár var 830. Það er ekki gáfulegt að kaupa Kaupþingsbréf á því gengi þegar gengi bankans í febrúar var nær 700. Það eru sem sagt fleiri en stóru hákarlarnir sem verða fyrir barðinu á lækkunum þessar vikurnar. Fólkið á gólfinu missir líka spón úr aski sínum.Samruni?Í nokkurn tíma hefur verið rætt um mögulega samruna á fjármálamarkaði og þá helst horft til smærri fyrirtækja í þeim geira. Glöggir samsæriskenningasmiðir voru hins vegar ekki lengi að sjá út „líklegan“ samruna þegar Straumur-Burðarás frestaði aðalfundi sínum frá 3. apríl til 15. apríl og gefa lítið fyrir þær skýringar að yfirmenn bankans hafi ekki getað mætt á fyrri dagsetninguna sökum einhverra anna. Aðalfundur Landsbankans, sem raunar var fyrstur bankanna til að birta uppgjör í janúar, er nefnilega á dagskrá 23. apríl, og er bankinn þá síðastur í hópnum til að halda aðalfund. Væntanlega liggur þó fyrir 7. apríl hvort á dagskránni verður yfirtaka á Straumi, en þá verða tillögur til aðalfundar teknar fyrir í stjórn bankans. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Sjá meira
Hluthafar Bakkavarar voru hæstánægðir á aðalfundi félagsins í Þjóðleikhúsinu á föstudag í síðustu viku. Ágúst Guðmundsson, forstjóri félagsins, átti stórleik á Stóra sviðinu þegar hann lauk hefðbundinni tölu um ganginn á fyrirtækinu, gekk fram fyrir pontu og ræddi vítt og breitt um reksturinn næstu ár. Ekki minnkaði gleðin þegar Ágúst sleit fundinum og bauð gestum upp á veitingar. Bakkavör hefur í gegnum árin gert vel við hluthafa sína og virðist lítið lát á, því stjórnendur höfðu flutt inn bæði mat og kokka frá þeim þremur heimsálfum sem félagið starfar í. Úrvalið var eftir því: þrjú hlaðborð með réttum frá hverri heimsálfu og kokkum sem fræddu gesti um töfra matargerðarlistarinnar. Ekki feitirÍ gegnum árin hefur það af og til valdið miklum úlfaþyt í samfélaginu þegar starfsmenn fjármálafyrirtækja fá kauprétt í félögum sem þeir starfa hjá. Hefur það nánast alltaf verið ávísun á mikinn hagnað þar sem gengið í slíkum samningum er hagstætt miðað við þróun á mörkuðum. Þannig fengu starfsmenn Kaupþings kauprétt í bankanum í desember 2006 sem þeir máttu nýta nú í febrúar að einum þriðja hluta. Hins vegar er ólíklegt að nokkur þeirra hafi nýtt sér þennan kauprétt. Gengið bréfanna í samningnum í ár var 830. Það er ekki gáfulegt að kaupa Kaupþingsbréf á því gengi þegar gengi bankans í febrúar var nær 700. Það eru sem sagt fleiri en stóru hákarlarnir sem verða fyrir barðinu á lækkunum þessar vikurnar. Fólkið á gólfinu missir líka spón úr aski sínum.Samruni?Í nokkurn tíma hefur verið rætt um mögulega samruna á fjármálamarkaði og þá helst horft til smærri fyrirtækja í þeim geira. Glöggir samsæriskenningasmiðir voru hins vegar ekki lengi að sjá út „líklegan“ samruna þegar Straumur-Burðarás frestaði aðalfundi sínum frá 3. apríl til 15. apríl og gefa lítið fyrir þær skýringar að yfirmenn bankans hafi ekki getað mætt á fyrri dagsetninguna sökum einhverra anna. Aðalfundur Landsbankans, sem raunar var fyrstur bankanna til að birta uppgjör í janúar, er nefnilega á dagskrá 23. apríl, og er bankinn þá síðastur í hópnum til að halda aðalfund. Væntanlega liggur þó fyrir 7. apríl hvort á dagskránni verður yfirtaka á Straumi, en þá verða tillögur til aðalfundar teknar fyrir í stjórn bankans.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Sjá meira