Góðæri Íslands Guðmundur Steingrímsson skrifar 9. mars 2008 06:00 Ég verð að játa að ég er einn af þeim sem trúi mjög gjarnan á það, að ef eitthvað gengur vel muni það halda áfram að ganga vel til eilífðarnóns. Ef það er góðæri, muni halda áfram að vera góðæri alla tíð. AÐ þessu leyti held ég að ég sé dæmigerður Íslendingur. Íslendingar almennt virðast mér einkar gjarnir á að trúa því að góðæri sé komið til vera, þegar það er á annað borð komið. Hins vegar er dálítið skemmtilegt að skoða, og veitir góða innsýn í þjóðarsálina, hvernig við höfum síendurtekið haft rangt fyrir okkur hvað nákvæmlega þetta varðar. Ef góðæri kemur, fer það líka. Þetta ætlar seint að lærast. ÞEGAR góðærin ná hæstu hæðum er blásið til veisluhalda uppi á jöklum og í snekkjum með frægum hljómsveitum, pantað kengúrukjöt frá Ástralíu, flogið með einkaþotum út um hvippinn og hvappinn og byggðir þyrlupallar við sumarbústaði. Það er eins og við séum krónískt nýrík. EKKI þarf að líta lengra aftur í tímann en átta ár til þess að sjá hvernig þessi þáttur þjóðarsálarinnar birtist. Þegar auður áskotnast, eða vænting um auð skapast, umturnast þetta-reddast-hugsunarhátturinn, séríslenski, í eitt allsherjar þetta-getur-ekki-klikkað-hugsunarhátt. Alltaf skal manni síðan líða eins og sauði þegar barnaskapur þessa hugsunarháttar afhjúpast í niðursveiflu. Í kringum aldamótin dundi dot.com bylgjan á þjóðinni, þannig að annar hver maður varð sérfræðingur í verðbréfakaupum. Það átti ekki að geta klikkað. Viðskiptamódelin voru þannig orðuð að á þeim var ekki að finnan neina hnökra, þannig séð, nema þó það, sem síðar kom í ljós, að til grundvallar þeim lá ekkert. ÞETTA hrundi og þátttastjórnendur verðbréfaþátta sem þá voru í sjónvarpi hafa örugglega orðið þónokkuð vankaðir. Við tók þynnka um stundarsakir, eða þar til önnur bylgja skyndigróða skall á þjóðinni. Í ágúst 2004 varð annar hver maður sérfræðingur í lántökum og þjóðin brunaði út í banka til að skuldbreyta. Um fátt var annað rætt en lán. EKKI leið á löngu uns ljóst var að lágu vextirnir gátu varla staðist til lengdar. Eftir að þjóðin hafði skuldsett sig til fjandans fóru bankarnir að draga í land. Allt er þetta á eina bókina lært. Hver hefði trúað þessu? Nú er sjálf útrásin sögð byggð á sandi. Getur það verið? Það er ekki laust við að mér finnist að á vörum fjármálamanna votti fyrir séríslensku skítaglotti, svokölluðu. EN þetta reddast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ég verð að játa að ég er einn af þeim sem trúi mjög gjarnan á það, að ef eitthvað gengur vel muni það halda áfram að ganga vel til eilífðarnóns. Ef það er góðæri, muni halda áfram að vera góðæri alla tíð. AÐ þessu leyti held ég að ég sé dæmigerður Íslendingur. Íslendingar almennt virðast mér einkar gjarnir á að trúa því að góðæri sé komið til vera, þegar það er á annað borð komið. Hins vegar er dálítið skemmtilegt að skoða, og veitir góða innsýn í þjóðarsálina, hvernig við höfum síendurtekið haft rangt fyrir okkur hvað nákvæmlega þetta varðar. Ef góðæri kemur, fer það líka. Þetta ætlar seint að lærast. ÞEGAR góðærin ná hæstu hæðum er blásið til veisluhalda uppi á jöklum og í snekkjum með frægum hljómsveitum, pantað kengúrukjöt frá Ástralíu, flogið með einkaþotum út um hvippinn og hvappinn og byggðir þyrlupallar við sumarbústaði. Það er eins og við séum krónískt nýrík. EKKI þarf að líta lengra aftur í tímann en átta ár til þess að sjá hvernig þessi þáttur þjóðarsálarinnar birtist. Þegar auður áskotnast, eða vænting um auð skapast, umturnast þetta-reddast-hugsunarhátturinn, séríslenski, í eitt allsherjar þetta-getur-ekki-klikkað-hugsunarhátt. Alltaf skal manni síðan líða eins og sauði þegar barnaskapur þessa hugsunarháttar afhjúpast í niðursveiflu. Í kringum aldamótin dundi dot.com bylgjan á þjóðinni, þannig að annar hver maður varð sérfræðingur í verðbréfakaupum. Það átti ekki að geta klikkað. Viðskiptamódelin voru þannig orðuð að á þeim var ekki að finnan neina hnökra, þannig séð, nema þó það, sem síðar kom í ljós, að til grundvallar þeim lá ekkert. ÞETTA hrundi og þátttastjórnendur verðbréfaþátta sem þá voru í sjónvarpi hafa örugglega orðið þónokkuð vankaðir. Við tók þynnka um stundarsakir, eða þar til önnur bylgja skyndigróða skall á þjóðinni. Í ágúst 2004 varð annar hver maður sérfræðingur í lántökum og þjóðin brunaði út í banka til að skuldbreyta. Um fátt var annað rætt en lán. EKKI leið á löngu uns ljóst var að lágu vextirnir gátu varla staðist til lengdar. Eftir að þjóðin hafði skuldsett sig til fjandans fóru bankarnir að draga í land. Allt er þetta á eina bókina lært. Hver hefði trúað þessu? Nú er sjálf útrásin sögð byggð á sandi. Getur það verið? Það er ekki laust við að mér finnist að á vörum fjármálamanna votti fyrir séríslensku skítaglotti, svokölluðu. EN þetta reddast.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun