Vinsælast að snæða á Vox Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 5. mars 2008 00:01 Björn harðarson leggur lokahönd á hlaðborðið Um hundrað manns snæða hádegismat á Vox á hverjum degi. Fimmtíu fleiri koma á föstudögum en þá sitja gestir lengur.Markaðurinn/Anton „Við komum reglulega á Vox með erlenda gesti. Hlaðborðið er mjög heppilegt í hádeginu. Maturinn er ferskur og nútímalegur og úrvalið gott,“ segir Hjördís Árnadóttir, sviðsstjóri ytri samskipta hjá Actavis. Hjördís fundar gjarnan með erlendum gestum, jafnt starfsmönnum Actavis erlendis sem erlendum blaðamönnum, yfir hádegisverði á veitingastöðum. Þá kemur Vox á Hilton Nordica við Suðurlandsbraut oftast til greina. Hún tekur sérstaklega fram að gestum Actavis líki að þeir þurfi ekki að bíða eftir afgreiðslu heldur geti sjálfir séð um að skenkja á diska sína af hlaðborðinu. „Þetta er uppáhaldsstaðurinn minn ef ég er með gesti í hádeginu,“ segir hún og mælir sérstaklega með eftirréttunum. Viðhorf Hjördísar er í samræmi við niðurstöðu Markaðarins á vinsælasta veitingastaðnum í hádeginu, að mati stjórnenda hjá íslenskum fyrirtækjum. Þátttakendum var gefinn kostur á að nefna þrjá staði sem eru í uppáhaldi hjá þeim fyrir hádegissnarlið. Svörin voru mjög fjölbreytt en 38 staðir komust á blað, allt frá hádegisverði á Holtinu niður í skyndibita í Pylsuvagninn í Laugardal, sem lenti í ellefta sæti. Fyrsti veitingastaður sem nefndur var á nafn fékk þrjú stig, sá í öðru sæti fékk tvö stig og hinn þriðji eitt stig. Vox vann yfirburðasigur með 22 stig. Sjávarkjallarinn, fékk ellefu stig og lenti í öðru sæti. Veitingastaðirnir Hótel Holt, La Primavera og Þrír Frakkar deila með sér þriðja sætinu en allir fengu þeir tíu stig. „Það verður uppreisn í salnum ef eitthvað vantar. Við reynum því að hafa eitthvað fyrir alla, framandi rétti í bland við klassíska,“ segir Björn Harðarson, matreiðslumaður á Vox. Hann hefur í eitt og hálft ár haft yfirumsjón með hlaðborðinu, mætir klukkan sex á morgnana og fer um þrjúleytið þegar kvöldvaktin tekur við. „Það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir hann. Hlaðborðið á Vox hefur unnið mjög á í þau tæpu fimm ár sem veitingastaðurinn hefur verið starfræktur. Björn segir vinsældirnar hafa vaxið jafnt og þétt og nú komi allt upp undir 150 manns í hádegismat þegar mest sé, iðulega á föstudögum. Þá sé létt yfir gestum, sem sitji oft lengur en aðra daga. Á öðrum vikudögum geti verið allt upp í hundrað gestir í mat. „Sushi-ið er vinsælast núna,“ segir Björn en hann gerir allt að fimm hundruð sushi-bita á hverjum degi. „Og bitunum er alltaf að fjölga,“ bætir hann við. „En þetta er hópvinna. Annað gengi ekki.“ Héðan og þaðan Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
„Við komum reglulega á Vox með erlenda gesti. Hlaðborðið er mjög heppilegt í hádeginu. Maturinn er ferskur og nútímalegur og úrvalið gott,“ segir Hjördís Árnadóttir, sviðsstjóri ytri samskipta hjá Actavis. Hjördís fundar gjarnan með erlendum gestum, jafnt starfsmönnum Actavis erlendis sem erlendum blaðamönnum, yfir hádegisverði á veitingastöðum. Þá kemur Vox á Hilton Nordica við Suðurlandsbraut oftast til greina. Hún tekur sérstaklega fram að gestum Actavis líki að þeir þurfi ekki að bíða eftir afgreiðslu heldur geti sjálfir séð um að skenkja á diska sína af hlaðborðinu. „Þetta er uppáhaldsstaðurinn minn ef ég er með gesti í hádeginu,“ segir hún og mælir sérstaklega með eftirréttunum. Viðhorf Hjördísar er í samræmi við niðurstöðu Markaðarins á vinsælasta veitingastaðnum í hádeginu, að mati stjórnenda hjá íslenskum fyrirtækjum. Þátttakendum var gefinn kostur á að nefna þrjá staði sem eru í uppáhaldi hjá þeim fyrir hádegissnarlið. Svörin voru mjög fjölbreytt en 38 staðir komust á blað, allt frá hádegisverði á Holtinu niður í skyndibita í Pylsuvagninn í Laugardal, sem lenti í ellefta sæti. Fyrsti veitingastaður sem nefndur var á nafn fékk þrjú stig, sá í öðru sæti fékk tvö stig og hinn þriðji eitt stig. Vox vann yfirburðasigur með 22 stig. Sjávarkjallarinn, fékk ellefu stig og lenti í öðru sæti. Veitingastaðirnir Hótel Holt, La Primavera og Þrír Frakkar deila með sér þriðja sætinu en allir fengu þeir tíu stig. „Það verður uppreisn í salnum ef eitthvað vantar. Við reynum því að hafa eitthvað fyrir alla, framandi rétti í bland við klassíska,“ segir Björn Harðarson, matreiðslumaður á Vox. Hann hefur í eitt og hálft ár haft yfirumsjón með hlaðborðinu, mætir klukkan sex á morgnana og fer um þrjúleytið þegar kvöldvaktin tekur við. „Það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir hann. Hlaðborðið á Vox hefur unnið mjög á í þau tæpu fimm ár sem veitingastaðurinn hefur verið starfræktur. Björn segir vinsældirnar hafa vaxið jafnt og þétt og nú komi allt upp undir 150 manns í hádegismat þegar mest sé, iðulega á föstudögum. Þá sé létt yfir gestum, sem sitji oft lengur en aðra daga. Á öðrum vikudögum geti verið allt upp í hundrað gestir í mat. „Sushi-ið er vinsælast núna,“ segir Björn en hann gerir allt að fimm hundruð sushi-bita á hverjum degi. „Og bitunum er alltaf að fjölga,“ bætir hann við. „En þetta er hópvinna. Annað gengi ekki.“
Héðan og þaðan Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira