Vinsælast að snæða á Vox Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 5. mars 2008 00:01 Björn harðarson leggur lokahönd á hlaðborðið Um hundrað manns snæða hádegismat á Vox á hverjum degi. Fimmtíu fleiri koma á föstudögum en þá sitja gestir lengur.Markaðurinn/Anton „Við komum reglulega á Vox með erlenda gesti. Hlaðborðið er mjög heppilegt í hádeginu. Maturinn er ferskur og nútímalegur og úrvalið gott,“ segir Hjördís Árnadóttir, sviðsstjóri ytri samskipta hjá Actavis. Hjördís fundar gjarnan með erlendum gestum, jafnt starfsmönnum Actavis erlendis sem erlendum blaðamönnum, yfir hádegisverði á veitingastöðum. Þá kemur Vox á Hilton Nordica við Suðurlandsbraut oftast til greina. Hún tekur sérstaklega fram að gestum Actavis líki að þeir þurfi ekki að bíða eftir afgreiðslu heldur geti sjálfir séð um að skenkja á diska sína af hlaðborðinu. „Þetta er uppáhaldsstaðurinn minn ef ég er með gesti í hádeginu,“ segir hún og mælir sérstaklega með eftirréttunum. Viðhorf Hjördísar er í samræmi við niðurstöðu Markaðarins á vinsælasta veitingastaðnum í hádeginu, að mati stjórnenda hjá íslenskum fyrirtækjum. Þátttakendum var gefinn kostur á að nefna þrjá staði sem eru í uppáhaldi hjá þeim fyrir hádegissnarlið. Svörin voru mjög fjölbreytt en 38 staðir komust á blað, allt frá hádegisverði á Holtinu niður í skyndibita í Pylsuvagninn í Laugardal, sem lenti í ellefta sæti. Fyrsti veitingastaður sem nefndur var á nafn fékk þrjú stig, sá í öðru sæti fékk tvö stig og hinn þriðji eitt stig. Vox vann yfirburðasigur með 22 stig. Sjávarkjallarinn, fékk ellefu stig og lenti í öðru sæti. Veitingastaðirnir Hótel Holt, La Primavera og Þrír Frakkar deila með sér þriðja sætinu en allir fengu þeir tíu stig. „Það verður uppreisn í salnum ef eitthvað vantar. Við reynum því að hafa eitthvað fyrir alla, framandi rétti í bland við klassíska,“ segir Björn Harðarson, matreiðslumaður á Vox. Hann hefur í eitt og hálft ár haft yfirumsjón með hlaðborðinu, mætir klukkan sex á morgnana og fer um þrjúleytið þegar kvöldvaktin tekur við. „Það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir hann. Hlaðborðið á Vox hefur unnið mjög á í þau tæpu fimm ár sem veitingastaðurinn hefur verið starfræktur. Björn segir vinsældirnar hafa vaxið jafnt og þétt og nú komi allt upp undir 150 manns í hádegismat þegar mest sé, iðulega á föstudögum. Þá sé létt yfir gestum, sem sitji oft lengur en aðra daga. Á öðrum vikudögum geti verið allt upp í hundrað gestir í mat. „Sushi-ið er vinsælast núna,“ segir Björn en hann gerir allt að fimm hundruð sushi-bita á hverjum degi. „Og bitunum er alltaf að fjölga,“ bætir hann við. „En þetta er hópvinna. Annað gengi ekki.“ Héðan og þaðan Mest lesið Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
„Við komum reglulega á Vox með erlenda gesti. Hlaðborðið er mjög heppilegt í hádeginu. Maturinn er ferskur og nútímalegur og úrvalið gott,“ segir Hjördís Árnadóttir, sviðsstjóri ytri samskipta hjá Actavis. Hjördís fundar gjarnan með erlendum gestum, jafnt starfsmönnum Actavis erlendis sem erlendum blaðamönnum, yfir hádegisverði á veitingastöðum. Þá kemur Vox á Hilton Nordica við Suðurlandsbraut oftast til greina. Hún tekur sérstaklega fram að gestum Actavis líki að þeir þurfi ekki að bíða eftir afgreiðslu heldur geti sjálfir séð um að skenkja á diska sína af hlaðborðinu. „Þetta er uppáhaldsstaðurinn minn ef ég er með gesti í hádeginu,“ segir hún og mælir sérstaklega með eftirréttunum. Viðhorf Hjördísar er í samræmi við niðurstöðu Markaðarins á vinsælasta veitingastaðnum í hádeginu, að mati stjórnenda hjá íslenskum fyrirtækjum. Þátttakendum var gefinn kostur á að nefna þrjá staði sem eru í uppáhaldi hjá þeim fyrir hádegissnarlið. Svörin voru mjög fjölbreytt en 38 staðir komust á blað, allt frá hádegisverði á Holtinu niður í skyndibita í Pylsuvagninn í Laugardal, sem lenti í ellefta sæti. Fyrsti veitingastaður sem nefndur var á nafn fékk þrjú stig, sá í öðru sæti fékk tvö stig og hinn þriðji eitt stig. Vox vann yfirburðasigur með 22 stig. Sjávarkjallarinn, fékk ellefu stig og lenti í öðru sæti. Veitingastaðirnir Hótel Holt, La Primavera og Þrír Frakkar deila með sér þriðja sætinu en allir fengu þeir tíu stig. „Það verður uppreisn í salnum ef eitthvað vantar. Við reynum því að hafa eitthvað fyrir alla, framandi rétti í bland við klassíska,“ segir Björn Harðarson, matreiðslumaður á Vox. Hann hefur í eitt og hálft ár haft yfirumsjón með hlaðborðinu, mætir klukkan sex á morgnana og fer um þrjúleytið þegar kvöldvaktin tekur við. „Það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir hann. Hlaðborðið á Vox hefur unnið mjög á í þau tæpu fimm ár sem veitingastaðurinn hefur verið starfræktur. Björn segir vinsældirnar hafa vaxið jafnt og þétt og nú komi allt upp undir 150 manns í hádegismat þegar mest sé, iðulega á föstudögum. Þá sé létt yfir gestum, sem sitji oft lengur en aðra daga. Á öðrum vikudögum geti verið allt upp í hundrað gestir í mat. „Sushi-ið er vinsælast núna,“ segir Björn en hann gerir allt að fimm hundruð sushi-bita á hverjum degi. „Og bitunum er alltaf að fjölga,“ bætir hann við. „En þetta er hópvinna. Annað gengi ekki.“
Héðan og þaðan Mest lesið Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira