Bankahólfið: I’m from the government 5. mars 2008 00:01 Geir Haarde Líklega fagna því margir, sem fram kemur í Financial Times í gær, að Geir H. Haarde forsætisráðherra ætlar að kynna sterka stöðu íslensks efnahagslífs erlendis. Hefur hann ákveðið að fara til New York í þessum mánuði til að ræða við fjárfesta og sannfæra þá um að Ísland sé nú álitlegri kostur en Kasakstan (sjá síðu 2). Einhverjir eru þó efins og rifja í gamni upp orð Ronalds Reagan, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, þegar hann lýsti því hvaða níu orð á enskri tungu hræddu mest: „I'm from the government and I'm here to help." iPhone crackiPhone-síminn selst eins og heitar lummur í Bandaríkjunum. Símarnir eru ekki til sölu hér á landi og óljóst hvenær af því verður, aðdáendum Apple til mikillar mæðu. Af þeim sökum hafa fjölmargir brugðið á það ráð að kaupa iPhone erlendis og flytja til Íslands. Til að síminn gagnist á Íslandi þarf að afnema læsingu sem á að koma í veg fyrir flutning tækja milli markaða. Græða menn fúlgur fjár á því. Einn hafði virkjað um 300 síma en ekki var hægt að nota símkort frá Símanum eftir aðgerðina. Vodafone fékk því marga iPhone-aðdáendur í viðskipti til sín. Fór svo að þessi einstaklingur fékk „leiðbeiningar" um hvernig hægt væri að opna símann og nota hann á símkerfi Símans. Markaðsöflin eru víða að verki.Bankaumræður í sjónvarpiFyrir helgi varð nokkuð fjaðrafok á Eyjunni í umræðum um viðskipta- og efnahagsmálaumfjöllun í Silfri Egils. Efnahagsmál eru fyrirferðarmikil í fjölmiðlum þessa dagana enda umrót í fjármálaheiminum og hriktir sums staðar í. Á föstudag ræddu í Íslandi í dag Illugi Gunnarsson, þingmaður og fyrrverandi aðstoðarmaður forsætisráðherra, og Ólafur Stephensen, ritstjóri 24 stunda, fréttir vikunnar. Í umræðum um Evrópusambandið benti Illugi á að bönkum á meginlandinu virtist ekki meiri stuðningur af evrunni en svo að þeir stæðu margir illa í fjármálaóróleikanum. Þarna hefði mátt spyrja hvort þingmaðurinn teldi vanda íslensku bankanna, sem enga áhættu bera af undirmálslánum, vera þann sama og plagar evrópska banka. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur 1,5 milljarða gjaldþrot og Landsbankinn fékk varla krónu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Sjá meira
Líklega fagna því margir, sem fram kemur í Financial Times í gær, að Geir H. Haarde forsætisráðherra ætlar að kynna sterka stöðu íslensks efnahagslífs erlendis. Hefur hann ákveðið að fara til New York í þessum mánuði til að ræða við fjárfesta og sannfæra þá um að Ísland sé nú álitlegri kostur en Kasakstan (sjá síðu 2). Einhverjir eru þó efins og rifja í gamni upp orð Ronalds Reagan, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, þegar hann lýsti því hvaða níu orð á enskri tungu hræddu mest: „I'm from the government and I'm here to help." iPhone crackiPhone-síminn selst eins og heitar lummur í Bandaríkjunum. Símarnir eru ekki til sölu hér á landi og óljóst hvenær af því verður, aðdáendum Apple til mikillar mæðu. Af þeim sökum hafa fjölmargir brugðið á það ráð að kaupa iPhone erlendis og flytja til Íslands. Til að síminn gagnist á Íslandi þarf að afnema læsingu sem á að koma í veg fyrir flutning tækja milli markaða. Græða menn fúlgur fjár á því. Einn hafði virkjað um 300 síma en ekki var hægt að nota símkort frá Símanum eftir aðgerðina. Vodafone fékk því marga iPhone-aðdáendur í viðskipti til sín. Fór svo að þessi einstaklingur fékk „leiðbeiningar" um hvernig hægt væri að opna símann og nota hann á símkerfi Símans. Markaðsöflin eru víða að verki.Bankaumræður í sjónvarpiFyrir helgi varð nokkuð fjaðrafok á Eyjunni í umræðum um viðskipta- og efnahagsmálaumfjöllun í Silfri Egils. Efnahagsmál eru fyrirferðarmikil í fjölmiðlum þessa dagana enda umrót í fjármálaheiminum og hriktir sums staðar í. Á föstudag ræddu í Íslandi í dag Illugi Gunnarsson, þingmaður og fyrrverandi aðstoðarmaður forsætisráðherra, og Ólafur Stephensen, ritstjóri 24 stunda, fréttir vikunnar. Í umræðum um Evrópusambandið benti Illugi á að bönkum á meginlandinu virtist ekki meiri stuðningur af evrunni en svo að þeir stæðu margir illa í fjármálaóróleikanum. Þarna hefði mátt spyrja hvort þingmaðurinn teldi vanda íslensku bankanna, sem enga áhættu bera af undirmálslánum, vera þann sama og plagar evrópska banka.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur 1,5 milljarða gjaldþrot og Landsbankinn fékk varla krónu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Sjá meira