Bankahólfið: Á skíðum 27. febrúar 2008 03:00 . Stjórnendur bankanna keppast nú við að gefa út yfirlýsingar um niðurskurð útgjalda. Búið er að taka fyrir að starfsmenn Kaupþings og Glitnis, þessir lægra settu, ferðist um á Saga Class sé þess kostur. Nú verða starfsmenn bankanna sem sagt að fljúgja með almúganum. Einnig hefur verið hætt við áður skipulagðar ferðir hjá Glitni, til dæmis til Cannes. Landsbankamenn standa þó keikir, enda segjast þeir vera í sérstöðu. Sást til Sigurjóns Árnasonar bankastjóra á skíðum í Ölpunum fyrir stuttu ásamt hópi viðskiptavina. Þá sóttu Landsbankamenn og -vinir frægt grímuball í Feneyjum. Gamla góða lífið er ekki búið hjá öllum á þessum síðustu og verstu tímum.SprengjuhöllinÁ þenslutímum hefur líklega ekkert verið skemmtilegra fyrir Davíð Oddsson seðlabankastjóra en að horfa á tónlistarhúsið rísa fyrir utan glugga Seðlabankans. Framkvæmdin mun kosta skattgreiðendur 600 milljónir á ári næstu 35 árin. Ákvörðun um húsið var ekki beint til að slá á verðbólguna og efnahagsvandann. Nú er búið að opna fyrir samkeppni um nafn á húsið. Nokkrar tillögur hafa borist Markaðnum. Útgjaldahöllin, Dómsdagshvelfingin, Spillingardósin, Björgúlfshöll, Legsteinninn og Skattfóníuhús eru allt tillögur sem komnar eru í pottinn. Kannski að það eigi bara að vera skilti fyrir utan sem segir: „Minnismerkið um hinn skattpínda mann." Ekkert bruðl Markaðssérfræðingar furða sig á að Kaupþing skuli ítrekað lenda efst á blaði yfir þau fyrirtæki sem fólk hefur neikvætt viðhorf til samkvæmt könnun Frjálsrar verslunar. Rúm sjö prósent aðspurðra nefndu Kaupþing þegar spurt var um neikvætt viðhorf til fyrirtækis. Kannski er það vegna þess hve bankinn er stór? Hins vegar hefur bankinn reynt að bæta ímyndina og bauð til dæmis þjóðinni á tónleika síðasta sumar. Þeir klúðruðust hálfpartinn þegar Stuðmenn mættu í Kraftwerk-skapi. Ódýr íbúðalán á sínum tíma breyttu líka litlu. Nú, eða bara ágæt þjónusta. Bónus trónir langefst á toppnum yfir þau fyrirtæki sem jákvæð viðhorf ríkja til. Í ljósi niðurskurðar ætti Kaupþing kannski að taka upp slagorð Bónuss. Kaupþing – ekkert bruðl. Bankahólfið Markaðir Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Stjórnendur bankanna keppast nú við að gefa út yfirlýsingar um niðurskurð útgjalda. Búið er að taka fyrir að starfsmenn Kaupþings og Glitnis, þessir lægra settu, ferðist um á Saga Class sé þess kostur. Nú verða starfsmenn bankanna sem sagt að fljúgja með almúganum. Einnig hefur verið hætt við áður skipulagðar ferðir hjá Glitni, til dæmis til Cannes. Landsbankamenn standa þó keikir, enda segjast þeir vera í sérstöðu. Sást til Sigurjóns Árnasonar bankastjóra á skíðum í Ölpunum fyrir stuttu ásamt hópi viðskiptavina. Þá sóttu Landsbankamenn og -vinir frægt grímuball í Feneyjum. Gamla góða lífið er ekki búið hjá öllum á þessum síðustu og verstu tímum.SprengjuhöllinÁ þenslutímum hefur líklega ekkert verið skemmtilegra fyrir Davíð Oddsson seðlabankastjóra en að horfa á tónlistarhúsið rísa fyrir utan glugga Seðlabankans. Framkvæmdin mun kosta skattgreiðendur 600 milljónir á ári næstu 35 árin. Ákvörðun um húsið var ekki beint til að slá á verðbólguna og efnahagsvandann. Nú er búið að opna fyrir samkeppni um nafn á húsið. Nokkrar tillögur hafa borist Markaðnum. Útgjaldahöllin, Dómsdagshvelfingin, Spillingardósin, Björgúlfshöll, Legsteinninn og Skattfóníuhús eru allt tillögur sem komnar eru í pottinn. Kannski að það eigi bara að vera skilti fyrir utan sem segir: „Minnismerkið um hinn skattpínda mann." Ekkert bruðl Markaðssérfræðingar furða sig á að Kaupþing skuli ítrekað lenda efst á blaði yfir þau fyrirtæki sem fólk hefur neikvætt viðhorf til samkvæmt könnun Frjálsrar verslunar. Rúm sjö prósent aðspurðra nefndu Kaupþing þegar spurt var um neikvætt viðhorf til fyrirtækis. Kannski er það vegna þess hve bankinn er stór? Hins vegar hefur bankinn reynt að bæta ímyndina og bauð til dæmis þjóðinni á tónleika síðasta sumar. Þeir klúðruðust hálfpartinn þegar Stuðmenn mættu í Kraftwerk-skapi. Ódýr íbúðalán á sínum tíma breyttu líka litlu. Nú, eða bara ágæt þjónusta. Bónus trónir langefst á toppnum yfir þau fyrirtæki sem jákvæð viðhorf ríkja til. Í ljósi niðurskurðar ætti Kaupþing kannski að taka upp slagorð Bónuss. Kaupþing – ekkert bruðl.
Bankahólfið Markaðir Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira