Kraftur í handverkinu 20. febrúar 2008 00:01 Þorsteinn í handverkshúsinu Handverkshúsið er sannkallaður sköpunarheimur að sögn Þorsteins. Þangað getur fólk komið til að versla, sækja námskeið, eða hreinlega til að fá heitt af könnunni og skoða handverksbækur. Fréttablaðið/Arnþór Þorsteinn Jónsson er eigandi Handverkshússins í Hafnarfirði. Handverkshúsið var stofnað af Gylfa Sigurlinnasyni fyrir ellefu árum, en Þorsteinn tók við skútunni fyrir um tveimur árum. Þorsteinn og félagar sérhæfa sig í fjölbreyttu handverki; til að mynda tréútskurði, tálgun, hnífagerð, steinavinnslu, leirbrennslu og silfursmíði, auk þess sem sérhæfð verkfæri til slíkra nota eru til sölu. Þá býður Handverkshúsið heildarlausnir fyrir handverksstofurnar í skólum landsins. „Við höfum vaxið smátt og smátt. Nýlega fluttum við í nýtt húsnæði að Bolholti 4 og þrefölduðum þá plássið hjá okkur. Okkar sérhæfing liggur fyrst og fremst í ýmiss konar handverki,“ segir Þorsteinn. Kúnnahópurinn er fjölbreyttur og kemur víða að, að sögn Þorsteins. Mestur vöxtur hafi þó orðið í aðsókn að silfursmíðanámskeiðum, sem njóti sérstakra vinsælda meðal kvenna á öllum aldri. „Annars er þetta fólk um allt land, sem er að skapa heima hjá sér. Nýja verslunin okkar er sannkallaður sköpunarheimur og menn verða upprifnir af því að koma hingað inn.“ Hjá Handverkshúsinu starfa fjórir starfsmenn. Þorsteinn segist leggja mikla áherslu á þekkingu á viðfangsefninu og góða þjónustu. Fólk sem heimsæki Handverkshúsið eigi að fá þá tilfinningu að það sé að sækja fagmenn heim. „Okkar þjónusta er við annan hóp fólks en til dæmis hjá stóru byggingarvöruverslununum. Það má segja að við einblínum á hliðargreinar sem stóru fyrirtækin hafa ekki lagt mikla áherslu á. Við erum mjög sérhæfð, öðruvísi og vonandi skemmtileg.“ Þorsteinn segir þó ekki standa til að fjölga verslunum eða stækka enn frekar við sig. Hann bendir þó á að þjónusta Handverkshússins nái nú þegar til landsins alls, enda sé mikið úrval bæði verkfæra og upplýsinga að finna á heimasíðunni Handverkshúsið.is, auk þess sem hægt sé að fá varning sendan með póstþjónustu. „Markmiðið er að halda vel utan um þá þjónustu sem þegar er komin á koppinn.“ Þorsteinn segir mikinn kraft í handverkinu. Vinsældir silfursmíðinnar og steinavinnslunnar séu til að mynda alltaf að aukast. „Það er alltaf líf og fjör hérna og viðtökurnar á nýjum stað hafa verið gríðarlega góðar. Við erum alltaf með heitt á könnunni og ríflega hundrað titla af handverksbókum. Fólk kemur hingað gjarnan, fær sér kaffi og kynnir sér bækurnar í rólegheitum.“ - jsk Héðan og þaðan Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Þorsteinn Jónsson er eigandi Handverkshússins í Hafnarfirði. Handverkshúsið var stofnað af Gylfa Sigurlinnasyni fyrir ellefu árum, en Þorsteinn tók við skútunni fyrir um tveimur árum. Þorsteinn og félagar sérhæfa sig í fjölbreyttu handverki; til að mynda tréútskurði, tálgun, hnífagerð, steinavinnslu, leirbrennslu og silfursmíði, auk þess sem sérhæfð verkfæri til slíkra nota eru til sölu. Þá býður Handverkshúsið heildarlausnir fyrir handverksstofurnar í skólum landsins. „Við höfum vaxið smátt og smátt. Nýlega fluttum við í nýtt húsnæði að Bolholti 4 og þrefölduðum þá plássið hjá okkur. Okkar sérhæfing liggur fyrst og fremst í ýmiss konar handverki,“ segir Þorsteinn. Kúnnahópurinn er fjölbreyttur og kemur víða að, að sögn Þorsteins. Mestur vöxtur hafi þó orðið í aðsókn að silfursmíðanámskeiðum, sem njóti sérstakra vinsælda meðal kvenna á öllum aldri. „Annars er þetta fólk um allt land, sem er að skapa heima hjá sér. Nýja verslunin okkar er sannkallaður sköpunarheimur og menn verða upprifnir af því að koma hingað inn.“ Hjá Handverkshúsinu starfa fjórir starfsmenn. Þorsteinn segist leggja mikla áherslu á þekkingu á viðfangsefninu og góða þjónustu. Fólk sem heimsæki Handverkshúsið eigi að fá þá tilfinningu að það sé að sækja fagmenn heim. „Okkar þjónusta er við annan hóp fólks en til dæmis hjá stóru byggingarvöruverslununum. Það má segja að við einblínum á hliðargreinar sem stóru fyrirtækin hafa ekki lagt mikla áherslu á. Við erum mjög sérhæfð, öðruvísi og vonandi skemmtileg.“ Þorsteinn segir þó ekki standa til að fjölga verslunum eða stækka enn frekar við sig. Hann bendir þó á að þjónusta Handverkshússins nái nú þegar til landsins alls, enda sé mikið úrval bæði verkfæra og upplýsinga að finna á heimasíðunni Handverkshúsið.is, auk þess sem hægt sé að fá varning sendan með póstþjónustu. „Markmiðið er að halda vel utan um þá þjónustu sem þegar er komin á koppinn.“ Þorsteinn segir mikinn kraft í handverkinu. Vinsældir silfursmíðinnar og steinavinnslunnar séu til að mynda alltaf að aukast. „Það er alltaf líf og fjör hérna og viðtökurnar á nýjum stað hafa verið gríðarlega góðar. Við erum alltaf með heitt á könnunni og ríflega hundrað titla af handverksbókum. Fólk kemur hingað gjarnan, fær sér kaffi og kynnir sér bækurnar í rólegheitum.“ - jsk
Héðan og þaðan Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira