Stórfelld fækkun fiskvinnslufólks Ingimar Karl Helgason skrifar 13. febrúar 2008 00:01 Fiskvinnslufólki hefur fækkað gríðarlega á einum áratug. Konum hefur fækkað töluvert meira en körlum. „Það eru fyrst og fremst tæknibreytingar í vinnslunni sem skýra þetta,“ segir Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva. Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur fiskvinnslufólki fækkað um fimm þúsund frá árinu 1997. Þá voru starfsmenn í fiskvinnslunni tæplega átta þúsund, en eru nú um þrjú þúsund. Arnar Sigurmundsson segir að tæknibreytingar og aukin sjálfvirkni nái til allra greina vinnslunnar. „Þetta á við í frystingunni, rækjunni, mjöli og lýsi. Alls staðar hefur fólki fækkað.“ „En það er fleira sem skýrir þessa miklu fækkun fiskvinnslufólks undanfarin tíu til fimmtán ár. Vinnsla á sjó hefur aukist, fyrirtækjum hefur líka fækkað, auk þess sem það hefur aukist að flogið sé með aflann óunninn úr landi.“ Arnar Sigurmundsson bendir líka á að það sem af er fiskveiðiárinu hafi hundruð starfa tapast í landvinnslunni. „Þetta eru hátt í 400 störf sem þegar hafa tapast. Samvæmt mínum upplýsingum hafa starfað þarna um fjögur þúsund manns, svo þetta er eitthvað um einn af hverjum tíu. Ég nefndi það á síðasta ársfundi samtakanna að hátt í 600 störf kynnu að tapast þegar allt væri komið fram.“ Sé miðað við nýjustu tölur Hagstofunnar um fjölda starfsmanna fiskvinnslunnar má sjá að ríflega þrettán prósent hafa misst vinnuna vegna kvótaniðurskurðarins. Sumarleyfislokanir verði væntanlega mun lengri en áður. „Ætli það megi ekki gera ráð fyrir tveggja til þriggja mánaða lokun umfram venjulegar sumarleyfislokanir. Það þýðir þó ekki að fólki verði sagt upp, þótt fyrirtækin verði lokuð lengri hluta úr árinu.“ Fram kemur í tölum Hagstofunnar að fyrir áratug voru konur í nokkrum meirihluta fiskvinnslufólks en nú eru karlar fleiri. Konum í greininni hefur fækkað um 3.000 á meðan körlum fækkar um ríflega 2.000. Þá starfar megnið af fiskvinnslufólki utan höfuðborgarsvæðisins, en þar hefur því fækkað um 4.400 á áratug. Ekki liggja fyrir upplýsingar um skiptingu starfa eftir landsvæðum eða uppruna fiskvinnslufólks. Héðan og þaðan Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
„Það eru fyrst og fremst tæknibreytingar í vinnslunni sem skýra þetta,“ segir Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva. Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur fiskvinnslufólki fækkað um fimm þúsund frá árinu 1997. Þá voru starfsmenn í fiskvinnslunni tæplega átta þúsund, en eru nú um þrjú þúsund. Arnar Sigurmundsson segir að tæknibreytingar og aukin sjálfvirkni nái til allra greina vinnslunnar. „Þetta á við í frystingunni, rækjunni, mjöli og lýsi. Alls staðar hefur fólki fækkað.“ „En það er fleira sem skýrir þessa miklu fækkun fiskvinnslufólks undanfarin tíu til fimmtán ár. Vinnsla á sjó hefur aukist, fyrirtækjum hefur líka fækkað, auk þess sem það hefur aukist að flogið sé með aflann óunninn úr landi.“ Arnar Sigurmundsson bendir líka á að það sem af er fiskveiðiárinu hafi hundruð starfa tapast í landvinnslunni. „Þetta eru hátt í 400 störf sem þegar hafa tapast. Samvæmt mínum upplýsingum hafa starfað þarna um fjögur þúsund manns, svo þetta er eitthvað um einn af hverjum tíu. Ég nefndi það á síðasta ársfundi samtakanna að hátt í 600 störf kynnu að tapast þegar allt væri komið fram.“ Sé miðað við nýjustu tölur Hagstofunnar um fjölda starfsmanna fiskvinnslunnar má sjá að ríflega þrettán prósent hafa misst vinnuna vegna kvótaniðurskurðarins. Sumarleyfislokanir verði væntanlega mun lengri en áður. „Ætli það megi ekki gera ráð fyrir tveggja til þriggja mánaða lokun umfram venjulegar sumarleyfislokanir. Það þýðir þó ekki að fólki verði sagt upp, þótt fyrirtækin verði lokuð lengri hluta úr árinu.“ Fram kemur í tölum Hagstofunnar að fyrir áratug voru konur í nokkrum meirihluta fiskvinnslufólks en nú eru karlar fleiri. Konum í greininni hefur fækkað um 3.000 á meðan körlum fækkar um ríflega 2.000. Þá starfar megnið af fiskvinnslufólki utan höfuðborgarsvæðisins, en þar hefur því fækkað um 4.400 á áratug. Ekki liggja fyrir upplýsingar um skiptingu starfa eftir landsvæðum eða uppruna fiskvinnslufólks.
Héðan og þaðan Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira