Örn Arnarson mun í dag synda í undanúrslitum í 50 metra baksundi en hann setti Norðurlandamet í greininni í undanrásum í morgun.
Undanúrslitin eiga að hefjast klukkan 15.25 að íslenskum tíma en Eurosport er með beina útsendingu frá mótinu.
Örn synti á 24,30 sekúndum í morgun og bætti eigið Íslandsmet og Norðurlandamet Finnans Tero Raty um 0,14 sekúndur.
Örn keppir í fyrri undanúrslitariðlinum og syndir á þriðju braut.