NBA í nótt: Lakers vann vængbrotið lið Spurs Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. desember 2007 08:44 Lamar Odom átti góðan leik fyrir Lakers í nótt. Nordic Photos / Getty Images Hvorki Tim Duncan né Tony Parker voru með San Antonio Spurs í nótt sem tapaði þó naumlega fyrir LA Lakers. Þar fyrir utan átti Manu Ginobili einn sinn slakasta leik á tímabilinu en hann hefur átt frábæru gengi að fagna til þessa. Hann var langt undir meðaltali sínu í nótt og skoraði fjórtán stig. Þar að auki tapaði hann sjö af þeim sextán boltum sem San Antonio tapaði í leiknum. Leikurinn var jafn og spennandi en 18-5 sprettur Lakers í fjórða leikhluta var nóg til að gera út um leikinn. Kobe Bryant var með 30 stig í leiknum og Lamar Odom kom næstur með fimmtán stig. Aðrir voru undir tíu stigum. Hjá San Antonio var Bruce Bowen stigahæstur með 22 stig og Brent Barry kom næstur með sautján stig. Duncan missti af sínum fjórða leik í röð en Parker af sínum fyrsta en báðir eiga þeir við meiðsli í ökkla að stríða. Þetta var fjórði sigurleikur Lakers í röð en annar tapleikurinn í röð hjá San Antonio. Antawn Jamison tekur niður frákast í leiknum í nótt.Nordic Photos / Getty Images Aðeins voru tveir leikir á dagskrá NBA-deildarinnar í nótt en í hinum vann Washington Wizards góðan útivallasigur á Miami Heat. Síðarnefnda liðið er enn með næstlélegasta árangurinn í deildinni allri og þann lélegasta í Austurdeildinni. Þetta var fyrsti sigur Washington á Miami í fjögur ár. DeShawn Stevenson var með 26 stig fyrir Washington og hitti til að mynda úr sex þriggja stiga skotum í leiknum sem er persónulegt met hjá honum. Hann skoraði tólf af fyrstu 28 stigunum hjá Washington er liðið komst í tólf stiga forystu strax í fyrsta leikhluta. Mest varð forystan nítján stig í leiknum og var sigurinn öruggur. Antawn Jamison bætti við sextán stigum og tók sextán fráköst og Brentan Haywood var með tólf stig og tíu fráköst. Hjá Miami var Chris Quinn stigahæstur með 22 stig, Udonis Haslem var með nítján og ellefu fráköst og Dwyane Wade var með sautján stig. Shaquille O'Neal tók aðeins sex skot í leiknum og gerði samtals sjö stig í leiknum og tók sex fráköst. NBA Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Fleiri fréttir Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Sjá meira
Hvorki Tim Duncan né Tony Parker voru með San Antonio Spurs í nótt sem tapaði þó naumlega fyrir LA Lakers. Þar fyrir utan átti Manu Ginobili einn sinn slakasta leik á tímabilinu en hann hefur átt frábæru gengi að fagna til þessa. Hann var langt undir meðaltali sínu í nótt og skoraði fjórtán stig. Þar að auki tapaði hann sjö af þeim sextán boltum sem San Antonio tapaði í leiknum. Leikurinn var jafn og spennandi en 18-5 sprettur Lakers í fjórða leikhluta var nóg til að gera út um leikinn. Kobe Bryant var með 30 stig í leiknum og Lamar Odom kom næstur með fimmtán stig. Aðrir voru undir tíu stigum. Hjá San Antonio var Bruce Bowen stigahæstur með 22 stig og Brent Barry kom næstur með sautján stig. Duncan missti af sínum fjórða leik í röð en Parker af sínum fyrsta en báðir eiga þeir við meiðsli í ökkla að stríða. Þetta var fjórði sigurleikur Lakers í röð en annar tapleikurinn í röð hjá San Antonio. Antawn Jamison tekur niður frákast í leiknum í nótt.Nordic Photos / Getty Images Aðeins voru tveir leikir á dagskrá NBA-deildarinnar í nótt en í hinum vann Washington Wizards góðan útivallasigur á Miami Heat. Síðarnefnda liðið er enn með næstlélegasta árangurinn í deildinni allri og þann lélegasta í Austurdeildinni. Þetta var fyrsti sigur Washington á Miami í fjögur ár. DeShawn Stevenson var með 26 stig fyrir Washington og hitti til að mynda úr sex þriggja stiga skotum í leiknum sem er persónulegt met hjá honum. Hann skoraði tólf af fyrstu 28 stigunum hjá Washington er liðið komst í tólf stiga forystu strax í fyrsta leikhluta. Mest varð forystan nítján stig í leiknum og var sigurinn öruggur. Antawn Jamison bætti við sextán stigum og tók sextán fráköst og Brentan Haywood var með tólf stig og tíu fráköst. Hjá Miami var Chris Quinn stigahæstur með 22 stig, Udonis Haslem var með nítján og ellefu fráköst og Dwyane Wade var með sautján stig. Shaquille O'Neal tók aðeins sex skot í leiknum og gerði samtals sjö stig í leiknum og tók sex fráköst.
NBA Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Fleiri fréttir Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Sjá meira