NBA í nótt: Lakers vann vængbrotið lið Spurs Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. desember 2007 08:44 Lamar Odom átti góðan leik fyrir Lakers í nótt. Nordic Photos / Getty Images Hvorki Tim Duncan né Tony Parker voru með San Antonio Spurs í nótt sem tapaði þó naumlega fyrir LA Lakers. Þar fyrir utan átti Manu Ginobili einn sinn slakasta leik á tímabilinu en hann hefur átt frábæru gengi að fagna til þessa. Hann var langt undir meðaltali sínu í nótt og skoraði fjórtán stig. Þar að auki tapaði hann sjö af þeim sextán boltum sem San Antonio tapaði í leiknum. Leikurinn var jafn og spennandi en 18-5 sprettur Lakers í fjórða leikhluta var nóg til að gera út um leikinn. Kobe Bryant var með 30 stig í leiknum og Lamar Odom kom næstur með fimmtán stig. Aðrir voru undir tíu stigum. Hjá San Antonio var Bruce Bowen stigahæstur með 22 stig og Brent Barry kom næstur með sautján stig. Duncan missti af sínum fjórða leik í röð en Parker af sínum fyrsta en báðir eiga þeir við meiðsli í ökkla að stríða. Þetta var fjórði sigurleikur Lakers í röð en annar tapleikurinn í röð hjá San Antonio. Antawn Jamison tekur niður frákast í leiknum í nótt.Nordic Photos / Getty Images Aðeins voru tveir leikir á dagskrá NBA-deildarinnar í nótt en í hinum vann Washington Wizards góðan útivallasigur á Miami Heat. Síðarnefnda liðið er enn með næstlélegasta árangurinn í deildinni allri og þann lélegasta í Austurdeildinni. Þetta var fyrsti sigur Washington á Miami í fjögur ár. DeShawn Stevenson var með 26 stig fyrir Washington og hitti til að mynda úr sex þriggja stiga skotum í leiknum sem er persónulegt met hjá honum. Hann skoraði tólf af fyrstu 28 stigunum hjá Washington er liðið komst í tólf stiga forystu strax í fyrsta leikhluta. Mest varð forystan nítján stig í leiknum og var sigurinn öruggur. Antawn Jamison bætti við sextán stigum og tók sextán fráköst og Brentan Haywood var með tólf stig og tíu fráköst. Hjá Miami var Chris Quinn stigahæstur með 22 stig, Udonis Haslem var með nítján og ellefu fráköst og Dwyane Wade var með sautján stig. Shaquille O'Neal tók aðeins sex skot í leiknum og gerði samtals sjö stig í leiknum og tók sex fráköst. NBA Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Hvorki Tim Duncan né Tony Parker voru með San Antonio Spurs í nótt sem tapaði þó naumlega fyrir LA Lakers. Þar fyrir utan átti Manu Ginobili einn sinn slakasta leik á tímabilinu en hann hefur átt frábæru gengi að fagna til þessa. Hann var langt undir meðaltali sínu í nótt og skoraði fjórtán stig. Þar að auki tapaði hann sjö af þeim sextán boltum sem San Antonio tapaði í leiknum. Leikurinn var jafn og spennandi en 18-5 sprettur Lakers í fjórða leikhluta var nóg til að gera út um leikinn. Kobe Bryant var með 30 stig í leiknum og Lamar Odom kom næstur með fimmtán stig. Aðrir voru undir tíu stigum. Hjá San Antonio var Bruce Bowen stigahæstur með 22 stig og Brent Barry kom næstur með sautján stig. Duncan missti af sínum fjórða leik í röð en Parker af sínum fyrsta en báðir eiga þeir við meiðsli í ökkla að stríða. Þetta var fjórði sigurleikur Lakers í röð en annar tapleikurinn í röð hjá San Antonio. Antawn Jamison tekur niður frákast í leiknum í nótt.Nordic Photos / Getty Images Aðeins voru tveir leikir á dagskrá NBA-deildarinnar í nótt en í hinum vann Washington Wizards góðan útivallasigur á Miami Heat. Síðarnefnda liðið er enn með næstlélegasta árangurinn í deildinni allri og þann lélegasta í Austurdeildinni. Þetta var fyrsti sigur Washington á Miami í fjögur ár. DeShawn Stevenson var með 26 stig fyrir Washington og hitti til að mynda úr sex þriggja stiga skotum í leiknum sem er persónulegt met hjá honum. Hann skoraði tólf af fyrstu 28 stigunum hjá Washington er liðið komst í tólf stiga forystu strax í fyrsta leikhluta. Mest varð forystan nítján stig í leiknum og var sigurinn öruggur. Antawn Jamison bætti við sextán stigum og tók sextán fráköst og Brentan Haywood var með tólf stig og tíu fráköst. Hjá Miami var Chris Quinn stigahæstur með 22 stig, Udonis Haslem var með nítján og ellefu fráköst og Dwyane Wade var með sautján stig. Shaquille O'Neal tók aðeins sex skot í leiknum og gerði samtals sjö stig í leiknum og tók sex fráköst.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins