NBA í nótt: Wade gekk frá Suns í Phoenix Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. desember 2007 08:56 Amare Stoudemire og Boris Diaw reyna að halda aftur af Dwyane Wade. Nordic Photos / Getty Images Dwayne Wade skoraði tíu af sínu 31 stigi á síðustu fjórum mínútunum gegn Phoenix Suns og tryggði Miami Heat sigur, 117-113, í NBA-deildinni í nótt. Þetta var sjötti útileikur Miami á aðeins níu dögum og er því afrekið enn athyglisverðara fyrir vikið. Miami var með undirtökin í fyrri hálfleik og náði mest fjórtán stiga forystu, 52-38. Staðan í hálfleik var svo 67-63 eftir að Phoenix hafði náð að minnka muninn í tvö stig undir lok annars leikhluta. Phoenix náði svo að jafna metin í stöðunni 80-80 en þá kom 11-0 sprettur hjá Miami sem leiddu með níu stigum í upphafi þess fjórða. Síðustu fjórar mínúturnar voru æsilegar. Wade kom Miami í tíu stiga forystu, 102-92 og skoraði næstu átta stig Miami í leiknum. Phoenix var að missa af lestinni en leikmenn liðsins reyndu hvað þeir gátu og skoruðu til að mynda fimm þriggja stiga körfur á síðustu tveimur mínútum leiksins. Steve Nash var með tvær þeirra og Grant Hill þrjár. En það dugði ekki til. Udonis Haslem fór fórum sínum á vítalínuna á síðustu þrjátíu sekúndunum en klikkaði ekki. Haslem var með 21 stig og tólf fráköst í leiknum, Shaquille O'Neal átján stig og ellefu fráköst. Hjá Phoenix voru hvorki fleiri né færri en fjórir leikmenn með nítján stig - Raja Bell, Shawn Marion, Grant Hill og Amare Stoudemire. Steve Nash var með ellefu stig og fjórtán stoðsendingar og sá eini sem náði tvöfaldri tvennu í liðinu. Dirk Nowitzky keyrir hér framhjá Fred Jones, leikmanni New York.Nordic Photos / Getty Images Dirk Nowitzky bætti sitt persónulega met á tímabilinu er hann skoraði 36 stig fyrir Dallas gegn New York í nótt. Dallas vann með tíu stiga mun, 99-89. Nowitzky hitti úr fjórtán af 23 skotum sínum í leiknum, þar af þrjár af fimm þriggja stiga skotum. Hann fór mikinn í fyrsta leikhluta og skoraði fimmtán stig er Dallas náði vænri forystu í leiknum, 28-19. Josh Howard var með 22 stig í leiknum og Jerry Stackhouse þrettán. Hjá New York var Zach Randolph með 24 stig og komu þau öll í síðari hálfleik. Hann var einnig með ellefu fráköst. Jamal Crawford var með nítján stig og Fred Jones sextán. Þetta var þriðja tap New York í röð. Þá vannn Atlanta ansi óvæntan sigur á Orlando á útivelli, 98-87. Josh Smith var með 25 stig, sextán fráköst og fjögur varin skot fyrir Atlanta og Joe Johnson bætti við 24 stigum. Hjá Orlando var Hedo Torkoglu með 22 stig en leikmenn liðsins hittu illa í leiknum og voru með minna en 40% skotnýtingu. Philadelphia vann góðan sigur á Houston, 100-86, og vann þar með þriðja sigur sinn í röð. Willie Green var með 20 stig, Andre Miller sautján og tólf stoðsendingar og Andre Iguodala sextán fyrir Philadelphia í leiknum. Bonzi Wells var með 24 stig og tíu fráköst fyrir Houston. Þá vann Sacramento þriggja stiga sigur á Milwaukee, 96-93. NBA Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Dwayne Wade skoraði tíu af sínu 31 stigi á síðustu fjórum mínútunum gegn Phoenix Suns og tryggði Miami Heat sigur, 117-113, í NBA-deildinni í nótt. Þetta var sjötti útileikur Miami á aðeins níu dögum og er því afrekið enn athyglisverðara fyrir vikið. Miami var með undirtökin í fyrri hálfleik og náði mest fjórtán stiga forystu, 52-38. Staðan í hálfleik var svo 67-63 eftir að Phoenix hafði náð að minnka muninn í tvö stig undir lok annars leikhluta. Phoenix náði svo að jafna metin í stöðunni 80-80 en þá kom 11-0 sprettur hjá Miami sem leiddu með níu stigum í upphafi þess fjórða. Síðustu fjórar mínúturnar voru æsilegar. Wade kom Miami í tíu stiga forystu, 102-92 og skoraði næstu átta stig Miami í leiknum. Phoenix var að missa af lestinni en leikmenn liðsins reyndu hvað þeir gátu og skoruðu til að mynda fimm þriggja stiga körfur á síðustu tveimur mínútum leiksins. Steve Nash var með tvær þeirra og Grant Hill þrjár. En það dugði ekki til. Udonis Haslem fór fórum sínum á vítalínuna á síðustu þrjátíu sekúndunum en klikkaði ekki. Haslem var með 21 stig og tólf fráköst í leiknum, Shaquille O'Neal átján stig og ellefu fráköst. Hjá Phoenix voru hvorki fleiri né færri en fjórir leikmenn með nítján stig - Raja Bell, Shawn Marion, Grant Hill og Amare Stoudemire. Steve Nash var með ellefu stig og fjórtán stoðsendingar og sá eini sem náði tvöfaldri tvennu í liðinu. Dirk Nowitzky keyrir hér framhjá Fred Jones, leikmanni New York.Nordic Photos / Getty Images Dirk Nowitzky bætti sitt persónulega met á tímabilinu er hann skoraði 36 stig fyrir Dallas gegn New York í nótt. Dallas vann með tíu stiga mun, 99-89. Nowitzky hitti úr fjórtán af 23 skotum sínum í leiknum, þar af þrjár af fimm þriggja stiga skotum. Hann fór mikinn í fyrsta leikhluta og skoraði fimmtán stig er Dallas náði vænri forystu í leiknum, 28-19. Josh Howard var með 22 stig í leiknum og Jerry Stackhouse þrettán. Hjá New York var Zach Randolph með 24 stig og komu þau öll í síðari hálfleik. Hann var einnig með ellefu fráköst. Jamal Crawford var með nítján stig og Fred Jones sextán. Þetta var þriðja tap New York í röð. Þá vannn Atlanta ansi óvæntan sigur á Orlando á útivelli, 98-87. Josh Smith var með 25 stig, sextán fráköst og fjögur varin skot fyrir Atlanta og Joe Johnson bætti við 24 stigum. Hjá Orlando var Hedo Torkoglu með 22 stig en leikmenn liðsins hittu illa í leiknum og voru með minna en 40% skotnýtingu. Philadelphia vann góðan sigur á Houston, 100-86, og vann þar með þriðja sigur sinn í röð. Willie Green var með 20 stig, Andre Miller sautján og tólf stoðsendingar og Andre Iguodala sextán fyrir Philadelphia í leiknum. Bonzi Wells var með 24 stig og tíu fráköst fyrir Houston. Þá vann Sacramento þriggja stiga sigur á Milwaukee, 96-93.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins