Frábær Mayweather rotaði Hatton 9. desember 2007 06:25 Mayweather kláraði dæmið í 10. lotu NordicPhotos/GettyImages Bandaríkjamaðurinn Floyd Mayweather sýndi og sannaði yfirburði sína sem einn besti hnefaleikari heimsins í nótt þegar hann rotaði Englendinginn Ricky Hatton í 10. lotu í risabardaga þeirra í Las Vegas í Bandaríkjunum. Þetta var fyrsta tap Hatton á ferlinum og þýðir að Mayweather getur bætt WBC beltinu í veltivigt í glæsilegt verðlaunasafn sitt. Hatton var mjög grimmur í byrjun bardagans en dómarinn Joe Cortez blandaði sér meira í návígin en góðu hófi gegndi og lagði strangar línur í byrjun. Hatton pressaði stíft fyrstu loturnar og komst ágætlega frá þeim, en hinn kjaftfori en hæfileikaríki Mayweather gekk á lagið um miðbik bardagans. Hann var duglegur við að læsa á Hatton og ná sér í hvíld inn á milli þess sem hann sótti með fallegum flettum í lok hverrar lotu og skoraði stig hjá dómurunum. Mayweather fór svo fyrst að landa stóru höggunum í áttundu og níundu lotunum og á þeim tímapunkti var hann búinn að ná tökum á bardaganum. Það var svo í þeirri tíundu sem hann veitti Manchester-manninum náðarhöggið með glæsilegum og föstum vinstri krók sem sendi Hatton af krafti út í hornið og í strigann. Þá var allur vindur úr Hatton og augnablikum síðar var hann kominn aftur í gólfið og Cortez dómari stöðvaði bardagann. Hatton sá stjörnur í 10. lotunniNordicPhotos/GettyImages Hnefaleikasérfræðingar voru margir hverjir á því að Cortez dómari hefði farið illa að ráði sínu í bardaganum og gert Mayweather lífið auðveldara með því að brjóta návígi þeirra upp ítrekað, en það breytir ekki þeirri staðreynd að Bandaríkjamaðurinn háværi sýndi að hann er sá besti í heiminum pund fyrir pund. Mayweather hrósaði andstæðingi sínum í hástert eftir bardagann og þakkaði sérstaklega bresku stuðningsmönnunum sem mættu til Las Vegas fyrir þátttöku þeirra í fjörinu. Bretarnir settu svip sinn á bardagann með sífelldum söngvum og fagnaðarlátum ekki ósvipuðum þeim sem heyrast á knattspyrnuleikjum á Englandi og á meðal áhorfenda voru allar helstu stjörnurnar í bransanum eins og t.d. David Beckham, Sylvester Stallone og Denzel Washington svo fáir séu nefndir. Hatton tók tapinu með sinni alkunnu auðmýkt og skopskyni og viðurkenndi yfirburði andstæðings síns. Hann sagðist ef til vill hafa farið aðeins út af sporinu í bardagaáætlun sinni. Hann var spurður út í dómgæsluna og sagðist ósáttur við að Mayweather hefði notað nokkur af bellibrögðunum úr bókinni til að landa góðum höggum á sig - en sagði að þegar upp væri staðir væri þetta bardagi en ekki kitlukeppni. Það er óhætt að segja að bardagi ársins hafi því staðið fyllilega undir væntingum. Box Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Floyd Mayweather sýndi og sannaði yfirburði sína sem einn besti hnefaleikari heimsins í nótt þegar hann rotaði Englendinginn Ricky Hatton í 10. lotu í risabardaga þeirra í Las Vegas í Bandaríkjunum. Þetta var fyrsta tap Hatton á ferlinum og þýðir að Mayweather getur bætt WBC beltinu í veltivigt í glæsilegt verðlaunasafn sitt. Hatton var mjög grimmur í byrjun bardagans en dómarinn Joe Cortez blandaði sér meira í návígin en góðu hófi gegndi og lagði strangar línur í byrjun. Hatton pressaði stíft fyrstu loturnar og komst ágætlega frá þeim, en hinn kjaftfori en hæfileikaríki Mayweather gekk á lagið um miðbik bardagans. Hann var duglegur við að læsa á Hatton og ná sér í hvíld inn á milli þess sem hann sótti með fallegum flettum í lok hverrar lotu og skoraði stig hjá dómurunum. Mayweather fór svo fyrst að landa stóru höggunum í áttundu og níundu lotunum og á þeim tímapunkti var hann búinn að ná tökum á bardaganum. Það var svo í þeirri tíundu sem hann veitti Manchester-manninum náðarhöggið með glæsilegum og föstum vinstri krók sem sendi Hatton af krafti út í hornið og í strigann. Þá var allur vindur úr Hatton og augnablikum síðar var hann kominn aftur í gólfið og Cortez dómari stöðvaði bardagann. Hatton sá stjörnur í 10. lotunniNordicPhotos/GettyImages Hnefaleikasérfræðingar voru margir hverjir á því að Cortez dómari hefði farið illa að ráði sínu í bardaganum og gert Mayweather lífið auðveldara með því að brjóta návígi þeirra upp ítrekað, en það breytir ekki þeirri staðreynd að Bandaríkjamaðurinn háværi sýndi að hann er sá besti í heiminum pund fyrir pund. Mayweather hrósaði andstæðingi sínum í hástert eftir bardagann og þakkaði sérstaklega bresku stuðningsmönnunum sem mættu til Las Vegas fyrir þátttöku þeirra í fjörinu. Bretarnir settu svip sinn á bardagann með sífelldum söngvum og fagnaðarlátum ekki ósvipuðum þeim sem heyrast á knattspyrnuleikjum á Englandi og á meðal áhorfenda voru allar helstu stjörnurnar í bransanum eins og t.d. David Beckham, Sylvester Stallone og Denzel Washington svo fáir séu nefndir. Hatton tók tapinu með sinni alkunnu auðmýkt og skopskyni og viðurkenndi yfirburði andstæðings síns. Hann sagðist ef til vill hafa farið aðeins út af sporinu í bardagaáætlun sinni. Hann var spurður út í dómgæsluna og sagðist ósáttur við að Mayweather hefði notað nokkur af bellibrögðunum úr bókinni til að landa góðum höggum á sig - en sagði að þegar upp væri staðir væri þetta bardagi en ekki kitlukeppni. Það er óhætt að segja að bardagi ársins hafi því staðið fyllilega undir væntingum.
Box Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Sjá meira