Hatton og Mayweather lenti saman 6. desember 2007 10:41 Spennan var við suðumark á blaðamannafundi þeirra Floyd Mayweather og Ricky Hatton í Las Vegas og þurfti fylgdarlið að stía þá félaga í sundur. "Það er hægt að grínast og vera kaldhæðinn í aðdraganda bardagans, en nú eru aðeins tveir dagar í viðburðinn og nú er ég hættur að grínast og hlæja," sagði Hatton. Hnefaleikararnir störðu á hver annan í heilar tvær mínútur á blaðamannafundinum en lenti svo saman. "Þegar ég hallaði mér á hann sagði hann "ekki snerta mig" og ég svaraði því með því að gefa honum til kynna að dagar hans væru taldir og brosti svo breitt. Ef honum finnst það óþægilegt - held ég að honum hlakki ekki til að heyra í bjöllunni á laugardagskvöldið," sagði Hatton. Þeir Hatton og Mayweather berjast um WBC beltið í millivigt aðfaranótt sunnudagsins og verður bardaginn sýndur beint á Sýn. Bandaríkjamaðurinn sendi nokkur blótsyrði á Bretann, sem varaði því með því að renna fingrinum eftir hálsinum og gefa bendingu um að dagar Mayweather væru taldir. "Svona sálfræði eru ekki partur af mínu vopnabúri, en hann ýtti á mig," sagði Hatton. Mayweather naut stuðnings manna úr fylgdarliði sínu sem fögnuðu honum í salnum. Ekkert virðist skorta af sjálfstrausti á þeim bænum frekar en venjulega. "Hann nær ekki til mín og ég hef engar áhyggjur af því að mæta honum. Þegar ég fór til Englands grýttu þeir steinum og flöskum í bílinn minn og sýndu mér vanvirðingu - og hann segir að ég komi fram við hann af óvirðingu. Ég hef oft verið í þessari stöðu áður og þetta er bara ósköp venjulegur dagur fyrir mig. Þið munið sjá Floyd Mayweather í sínu besta formi á laugardaginn. Roger Mayweather, frændi og þjálfari Floyd, segir Hatton ekki eiga möguleika í frænda sinn. "Hvernig berstu við Floyd Mayweather? Hann er með góðan hraða, frábæra vörn og ef Hatton ætlar í slagsmál við hann -mun það enda með ósköpum. Eina leiðin til að eiga við frænda minn er að berja hann með priki eða veiðistöng, en ef þú getur það ekki, þarftu að fara inn með hausinn á undan og það er ekki vænlegt til árangurs. Þið munið sjá það á laugardaginn af hverju hann er kallaður besti boxari í heiminum," sagði Roger Mayweather. Box Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Sjá meira
Spennan var við suðumark á blaðamannafundi þeirra Floyd Mayweather og Ricky Hatton í Las Vegas og þurfti fylgdarlið að stía þá félaga í sundur. "Það er hægt að grínast og vera kaldhæðinn í aðdraganda bardagans, en nú eru aðeins tveir dagar í viðburðinn og nú er ég hættur að grínast og hlæja," sagði Hatton. Hnefaleikararnir störðu á hver annan í heilar tvær mínútur á blaðamannafundinum en lenti svo saman. "Þegar ég hallaði mér á hann sagði hann "ekki snerta mig" og ég svaraði því með því að gefa honum til kynna að dagar hans væru taldir og brosti svo breitt. Ef honum finnst það óþægilegt - held ég að honum hlakki ekki til að heyra í bjöllunni á laugardagskvöldið," sagði Hatton. Þeir Hatton og Mayweather berjast um WBC beltið í millivigt aðfaranótt sunnudagsins og verður bardaginn sýndur beint á Sýn. Bandaríkjamaðurinn sendi nokkur blótsyrði á Bretann, sem varaði því með því að renna fingrinum eftir hálsinum og gefa bendingu um að dagar Mayweather væru taldir. "Svona sálfræði eru ekki partur af mínu vopnabúri, en hann ýtti á mig," sagði Hatton. Mayweather naut stuðnings manna úr fylgdarliði sínu sem fögnuðu honum í salnum. Ekkert virðist skorta af sjálfstrausti á þeim bænum frekar en venjulega. "Hann nær ekki til mín og ég hef engar áhyggjur af því að mæta honum. Þegar ég fór til Englands grýttu þeir steinum og flöskum í bílinn minn og sýndu mér vanvirðingu - og hann segir að ég komi fram við hann af óvirðingu. Ég hef oft verið í þessari stöðu áður og þetta er bara ósköp venjulegur dagur fyrir mig. Þið munið sjá Floyd Mayweather í sínu besta formi á laugardaginn. Roger Mayweather, frændi og þjálfari Floyd, segir Hatton ekki eiga möguleika í frænda sinn. "Hvernig berstu við Floyd Mayweather? Hann er með góðan hraða, frábæra vörn og ef Hatton ætlar í slagsmál við hann -mun það enda með ósköpum. Eina leiðin til að eiga við frænda minn er að berja hann með priki eða veiðistöng, en ef þú getur það ekki, þarftu að fara inn með hausinn á undan og það er ekki vænlegt til árangurs. Þið munið sjá það á laugardaginn af hverju hann er kallaður besti boxari í heiminum," sagði Roger Mayweather.
Box Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Sjá meira